Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.03.2003, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 20.03.2003, Qupperneq 32
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Fyrir alla húð, hendur og fætur Helosan Sótthreinsandi, græðandi, mýkjandi. Bakþankar STEINUNNAR STEFÁNSDÓTTUR Ertu að kaupa, byggja eða breyta? Þú getur á auðveldan hátt samið um fasteigna- eða framkvæmdalán hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum. Um er að ræða hagstætt lán, sem veitt er til allt að 30 ára gegn veði í fasteign. Allt að 80%veðsetningarhlutfallaf verðmæti fasteignar Frjálsa fjárfestingarbankans Fasteignalán Frjálsi fjárfestingarbankinn, Ármúla 13a, sími 540 5000, www.frjalsi.is Úr takti við fólkið Aldrei hefur fólk um heim allanverið jafn sammála um að vera á móti einhverju eins og nú á móti inn- rás í Írak. Andstaðan er afar sýnileg. Þegar fólk er spurt í skoðanakönnun- um svarar mikill meirihluti því til að hann sé á móti stríðinu. Um allan heim stendur fólk á torgum og mót- mælir, mótmælir sem aldrei fyrr. Samt halda Bush og Blair málinu til streitu án samþykkis Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem þó er sá vettvangur sem þjóðir hafa samein- ast um að fara með stríðrekstur sinn í gegnum. ÓTRÚLEGA mörg ríki hafa þó tek- ið sig til og lýst stuðningi við banda- lag B&B, þar á meðal Ísland. Það er þó ekki fólkið sem byggir þessi ríki sem styður þá félaga. Það eru stjórn- völd þeirra, ráðamenn sem kjörnir hafa verið til valda af fólki sem alls ekki vill fara í stríð við írösku þjóð- ina. Venjulegt fólk úti um allan heim er gert að þátttakendum í aðgerð sem það kærir sig ekki um. Aðgerð sem það grátbiður um að þurfa ekki að taka þátt í og horfa upp á. Við erum gerð að þátttakendum í því að fórna saklausum borgurum, fólki sem ekk- ert hefur sér til saka unnið. Fólki sem fæddist bara á vitlausum stað á vit- lausum tíma. Fólki sem ekki var gef- inn kostur á að kjósa sér ráðamenn. ÞAÐ ER óskiljanlegt og í raun óverjandi að þeir sem fara með um- boð geti gersamlega hunsað vilja þeirra sem þeir fara með umboð fyr- ir. Þarna er einhver gríðarlegur mis- skilningur á ferð. Maður veltir því fyrir sér hvað felst í að vera kjörinn fulltrúi í lýðræðisríki. Ég hélt að minnsta kosti alltaf að þessum full- trúum væri ætlað að endurspegla vilja þeirra sem kusu þá. Það virðist hins vegar ekki vera skilningur ráða- manna víða um lönd, þar á meðal ráðamanna okkar. Á MEÐAN þeir sem við kusum eru í óða önn að leggja drög að mannfórn- um stendur fólkið sem kaus þá (og þeir sem ekki kusu þá) ráðþrota og getur ekkert gert annað en að mót- mæla, svara því þegar það er spurt að það vilji ekki stríð, sannfæra börnin sín um að það vilji ekki stríð og mót- mæla meira. Og fólk er ekki bara ráð- þrota. Það er líka hrætt. Því enginn veit hvað gerist næst. Hvað gerist næst? ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.