Fréttablaðið - 16.06.2003, Qupperneq 6
SKÓLAR Rektor Kennaraháskóla Ís-
lands telur skynsamlegt að sam-
eina alla ríkisháskóla landsins
undir nafninu Háskóli Íslands.
„Ísland er afskaplega lítið land
og við verðum að hugsa í sam-
ræmi við það,“ segir Ólafur
Proppé, rektor KHÍ. „Það er nógu
erfitt fyrir okkur að halda uppi
einum öflugum
háskóla sem
stenst saman-
burð við góða
háskóla úti í
heimi.“
Ólafur segir
sameiningu há-
skólanna vanda-
verk og að mikla
endurskipulagn-
ingu þurfi til.
„Ég held þó að ef
menn vanda sig og vinna verkið af
alúð gætum við náð fram miklu
öflugri stofnun en allar hinar eru
samanlagt í dag.“
„Ég tel að þetta sé spennandi
hugmynd sem sjálfsagt sé að
skoða vandlega,“ segir Páll Skúla-
son, rektor Háskóla Íslands. Páll
telur að bæði væri hægt að ná
fram hagræðingu og gefa nem-
endum færi á betri og fjölbreytt-
ari kennslu. „Það þarf þó að hafa
mjög í huga að tryggja sjálfstæði
grunneininganna,” segir Páll.
„Ekki verði aukið um of á mið-
stýringu heldur grunneiningarnar
styrktar og sjálfstæði þeirra auk-
ið.“
„Ég er alls ekki sammála því að
það sé tímabært að sameina alla
skólana,“ segir Stefanía Katrín
Karlsdóttir, rektor Tækniháskóla
Íslands. Hún telur Kennarahá-
skólann og Háskóla Íslands þó
geta átt samleið. „Í HÍ og KHÍ eru
akademísk fræði áberandi meðan
við í Tækniháskólanum erum
meira í hagnýtu umhverfi og í
mjög miklum tengslum við at-
vinnulífið.“
Magnús B. Jónsson, rektor
Landbúnaðarháskólans á Hvann-
eyri, telur hugmyndir um samein-
ingu allrar athygli verðar. „Það er
hægt að hugsa sér samstarf eða
sameiningu með mjög mörgum
hætti,“ segir Magnús og telur að
hægt sé að framkvæma samein-
ingu þannig að sérstaða minni
skólanna haldi sér.
„Þetta eru áhugaverðar hug-
myndir í sjálfu sér,“ segir Þor-
steinn Gunnarsson, rektor Há-
skólans á Akureyri. „Hvort og
hvenær Háskólinn á Akureyri
kæmi að því dæmi er þó órætt
mál eins og er.“
helgat@frettabladid.is
6 16. júní 2003 MÁNUDAGUR
„Það er
hægt að
hugsa sér
samstarf eða
sameiningu
með mjög
mörgum
hætti.
■ Bráðalugnabólgan
■ Evrópa
Veistusvarið?
1Einn besti knattspyrnumaður Íslandshefur nú lagt skóna á hilluna. Hvað
heitir hann?
2Sölunefnd varnarliðseigna hefur veriðgagnrýnd fyrir að selja útrunnar vör-
ur, þar á meðal amerískt morgunkorn.
Hvaða morgunkorn seldi sölunefndin?
3Hvað heitir nýútkomin bók HillaryClinton?
Svörin eru á bls. 25
FÁTÆKT „Þetta er alveg nýtt og hug-
myndin er að prófa þetta í eitt ár
til þess að kanna undirtektir,“ seg-
ir Björk Vilhelmsdóttir borgarfull-
trúi og formaður Félagsmálaráðs
Reykjavíkurborgar. Félagsmála-
ráð hefur samþykkt að taka upp
greiðslur til að bæta kjör barna fá-
tækra foreldra. Greiðslurnar
verða 10 þúsund kónur á mánuði
fyrir hvert barn. Fimmtán milljón-
um verður ráðstafað til verkefn-
isins á þessu ári, og að því afloknu
verður það endurmetið.
Að sögn Bjarkar verða ákveðin
viðmið höfð til grundvallar þegar
ákveðið er hvaða foreldrar geta
fengið slíkan styrk fyrir börn sín.
Félagsmálaráð metur það svo að
um 275 börn í Reykjavík hafi þörf
fyrir slíkan stuðning. Er þá um
ræða börn foreldra sem eru bóta-
þegar og búa við bág kjör af þeim
sökum. Hugmyndin er ekki síst sú
að styrkurinn nýtist þessum for-
eldrum til þess að skapa börnum
sínum möguleika á því að taka þátt
í ýmsu starfi utan skóla, eins og
tónlistarnámi og íþróttastarfi, sem
jafnöldrum þeirra býðst þátttaka í
gegn gjaldi. „Við erum að leitast
við að jafna kjör barnanna. Það er
markmiðið,“ segir Björk. „Þetta
eru í raun viðbótarbarnabætur til
efnalítilla foreldra.“ ■
Fréttavefur RÚV:
Rekstur
leyfður
FJÖLMIÐLAR Menntamálaráðuneytið
gerir engar athugsemdir við það
að Ríkisútvarpið skuli halda úti
fréttavef á netinu þrátt fyrir
athugasemdir forsvarsmanna vef-
sins tunga.is sem telja reksturinn
ólöglegan.
Forsvarsmenn tunga.is hafa
ákveðið hætta fréttaflutningi
sínum af þessum sökum. Þeir telja
að Ríkisútvarpið verji um 900
milljónum króna í rekstur vefsins
næsta áratuginn. Þá er miðað við
að umfang vefsins sé fimm
prósent af heildarstarfsemi
Ríkisútvarpsins og helmingur af
því sé lagt undir fréttaflutning. ■
BRUSSEL, AP Fulltrúar núverandi og
tilvonandi aðildarríkja Evrópu-
sambandsins hafa samþykkt loka-
drög nýrrar stjórnarskrár þar
sem kveðið er á um framtíðar-
skipulag sambandsins. Skráin
verður lögð fyrir leiðtoga sam-
bandslandanna í Grikklandi í
næstu viku.
Nefnd undir forystu Valery
Giscard d’Estaign, fyrrum Frakk-
landsforseta, vann að gerð stjórn-
arskrárinnar í rúma sextán mán-
uði og náðist samkomulag ekki
fyrr en á lokasprettinum í Brussel
í vikunni. Enn á eftir að taka end-
anlega ákvörðun í ýmsum mikil-
vægum málum sem fyrirhugað er
að ræða á fundinum í Grikklandi.
Ljóst þykir að hart verði deilt um
það hvort rétt sé að afnema neit-
unarvald í utanríkis-, varnar-,
skatta-, og menningarmálum.
Í nýju stjórnarskránni er með-
al annars kveðið á um stofnun
embættis forseta Evrópuráðsins
og utanríkisráðherra sem fær um-
boð sitt frá ráðinu, en er einnig
varaforseti framkvæmdastjórn-
arinnar. Neitunarvald verður af-
numið í 50 málaflokkum.
Stjórnarskráin tekur ekki gildi
fyrr en hún hefur hlotið samþykki
ríkisstjórna allra aðildarland-
anna. Leiðtogar nokkurra landa
hafa þegar lýst því yfir að þeir
telji að gera þurfi ýmsar breyt-
ingar. ■
LYF GEGN HABL-VEIRUNNI Þýskir
vísindamenn halda því fram að
lyfið Glycyrrhizin vinni á veirun-
ni sem veldur bráðalungnabólgu.
Vísindamennirnir, segja að rann-
sóknir hafi sýnt að lyfið dragi úr
getu veirunnar til að fjölga sér.
Aukaverkanir lyfsins eru þegar
þekktar en frekari rannsóknir
eiga eftir að leiða í ljóst hvort
það virkar á HABL-sjúklinga.
PEKING OG KÍNA ENN HÆTTU-
SVÆÐI Alþjóðaheilbrigðisstofnun-
in hefur tekið Innri Mongólíu,
Shanxi, Tianjin
og Hebei-hérað í
Kína út af lista
sínum yfir staði
sem ferðamönn-
um er ráðlagt að
forðast. Enn er
þó varað við
ferðalögum til
Peking og Tævan.
KANADA UNDIR EFTIRLITI Ekki
stendur til að vara við ferðalög-
um til Toronto í Kanada en Al-
þjóðaheilbrigðisstofnunin fylgist
þó grannt með gangi mála þar í
borg. Sjúkdómurinn braust út að
nýju í Toronto 22. maí síðastlið-
inn og síðan þá hefur verið til-
kynnt um 60 hugsanleg tilfelli.
Bandarískur karlmaður frá Norð-
ur-Karólínu greindist með HABL
þegar hann sneri heim frá
Kanada.
TÆPLEGA 800 DAUÐSFÖLL Yfir
8.400 hafa greinst með
bráðalungnabólgu um heim allan.
Um 800 þeirra eru látnir.
Reykjavíkurborg:
Greiðslur til
fátækra barna
RÁÐHÚS REYKJAVÍKUR
Vonast er til að barnastyrkurinn muni jafna
möguleika barna í Reykjavík til að stunda
íþróttir og fleira af því tagi.
Ný stjórnarskrá Evrópusambandsins samþykkt:
Mikilvæg ágreinings-
mál enn óafgreidd
VALERY GISCARD D’ESTAING
D’Estaing sagðist mundu ráðleggja
leiðtogum aðildarríkjanna að gera sem
minnstar breytingar á innihaldi nýju stjórn-
arskrárinnar þegar þeir fengju hana í
hendur í vikunni.
Sameiningu ríkis-
háskólanna velt upp
Rektor Kennaraháskóla Íslands segir að sameining ríkisháskólanna
myndi skila sér í mun öflugri stofnun. Spennandi hugmynd segir rektor
Háskóla Íslands. Rektor Tækniháskólans er sameiningu ekki tímabæri
PAKISTANSKIR ÖFGAMENN
Lögreglan í Pakistan með íslamska öfga-
menn. Átök milli íslamskra öfgamanna og
stjórnvalda hafa aukist.
Pakistan:
Harðlínu-
menn í sókn
PAKISTAN, AP Íslamskir harðlínu-
menn í Pakistan halda áfram að
mótmæla núverandi stjórn og krefj-
ast þess að forseti landsins, Pervez
Musharraf, segi af sér. Átök milli
fylgjenda Musharrafs og íslömsku
öfgamannana hafa lamað þingstörf
þar sem þingmenn hafa gengið út
og neitað að taka þátt í umræðum.
Harðlínumennirnir unnu stórsig-
ur í síðustu kosningum og ráða nán-
ast allgjörlega yfir þeim héruðum
sem liggja að Afganistan. Þar hafa
verið sett ýmis lög í anda Talíbana-
stjórnarinnar sem var við völd í
Afganistan, svo sem bann við tónlist
í almenningsvögnum og bann við að
þjálfa kvenkyns íþróttamenn. ■
BLAÐAMAÐUR Í DULARGERVI
Bresk fangelsisyfirvöld hafa haf-
ið rannsókn á því hvernig blaða-
maður gat notað fölsuð gögn til
að komast í fangavarðastöðu.
Fanginn sem maðurinn gætti er
sakaður um að hafa drepið tvær
tíu ára stelpur. Málið var mjög
umtalað í Bretlandi á sínum tíma,
en maðurinn hefur ekki játað á
sig glæpinn.
ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLA Á
ÍTALÍU Þjóðaratkvæðagreiðsla
stendur nú yfir á Ítalíu. Kosið er
um hvort framlengja eigi vinnu-
löggjöf um smærri fyrirtæki.
Hætta er á að atkvæðagreiðslan
verði ekki bindandi þar sem
stjórnmálamenn, bæði til hægri
og vinstri, hafa kvatt fylgismenn
til að sitja heima og kjósa ekki.
HÁSKÓLI ÍSLANDS
Rektor Kennaraháskólans telur skynsamlegt að sameina alla ríkisháskólana og að stofn-
unin eigi að bera nafnið Háskóli Íslands.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T