Fréttablaðið - 16.06.2003, Side 46
Við ætlum að velta fyrir okkurhugmyndum um karl-
mennsku. Þessar hugmyndir eru
til staðar og okkur langar að líta á
bak við tjöldin. Það eru til dæmis
miklar hugmyndir um kynhvöt
karla, kynlífsviðhorf og annað.
Þetta eru oft hugmyndir sem
gengið er út frá að séu sannar. Við
ætlum að velta því fyrir okkur
hvort nauðsynlegt sé fyrir karl-
menn að uppfylla þær allar, hvort
við séum skyldugir til að fylgja
þeim eða hvort heimilt sé að brjót-
ast út úr norminu,“ segir Arnar
Gíslason, einn af skipuleggjend-
um karlmennskukvölds sem hald-
ið verður á Grand Rokk á vegum
karlahóps Femínistafélagsins.
Karlmennskuhugtakið verður
skoðað út frá fjórum þáttum, kyn-
lífskaupum karla, karlmennsku í
hernum og karlmennsku eins og
hún kemur fyrir í fjölmiðlum. Þá
fjallar Sigurjón Kjartansson um
karlmennsku og húmor.
Fundurinn er nokkurs konar
kvöldverðarfundur þar sem hann
hefst klukkan 19 á Grand Rokk og
ódýr súpa verður í boði. ■
14. júní 2003 MÁNUDAGUR
Femínismi
■ Karlmennskan og hugmyndir um
hana verða umfjöllunarefni fundar á
Grand Rokk. .
Almennur borgarafundur verður haldinn í Vetrargarðinum
í Smáralind mánudaginn 16. júní og hefst hann kl. 17:17.
Þar fer fram kynning á fræðslu- og forvarnaverkefninu Þjóð
gegn þunglyndi – fækkum sjálfsvígum, sem er langtíma-
verkefni Landlæknisembættisins í samvinnu við heilsugæsluna,
félagsþjónustuna, skóla, presta og lögreglu um land allt auk
Hjálparsíma Rauða krossins, 1717.
Fundarstjóri: Óttar Guðmundsson, yfirlæknir á geðdeild LSH.
F
ít
o
n
/
S
ÍA
–
F
I0
0
7
3
3
1
–
U
p
p
s
e
tn
in
g
:
w
w
w
.p
o
o
l-
x.
d
e
L
jó
s
m
y
n
d
:
T
.
H
o
h
e
n
a
c
k
e
r
Borgarafundur
í Smáralind
Allir velkomnir.
Dagskrá:
• Haukur Valdimarsson aðstoðarlandlæknir setur
fundinn.
• Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra flytur ávarp.
• Högni Óskarsson geðlæknir, formaður fagráðs
um þunglyndi og sjálfsvígsforvarnir, greinir frá
verkefninu og markmiðum.
• KK flytur fáein lög.
• Ellý A. Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri
ráðgjafarsviðs Félagsþjónustunnar í Reykjavík.
• Einar Már Guðmundsson rithöfundur les úr
verkum sínum.
• Óttar Guðmundsson yfirlæknir flytur lokaorð.
• Kl. 18.00 stendur VÍS fyrir uppboði á fornbíl, Mercedes
Benz árgerð 1958. Andvirði hans rennur óskipt til
verkefnisins.
• Einn af hverjum fjórum veikist af þunglyndi einhvern
tíma á ævinni.
• Fjórir af hverjum fimm sem taka eigið líf hafa glímt
við þunglyndi.
• Þunglyndi er sjúkdómur sem batnar við meðferð.
16. júní 2003 kl . 17:17
Eftirfarandi sveitarfélög styrkja einnig
verkefnið: Hafnarfjörður, Kópavogur,
Reykjanesbær og Reykjavíkurborg.
Vátryggingafélag Íslands hf.
er aðalstyrktaraðili
verkefnisins.
OUTLET GRANDI
BARNANÆRFÖT
GERÐU FRÁBÆR KAUP Á MERKJAVÖRU Í
HÆSTA GÆÐAFLOKKI Á ÓTRÚLEGU VERÐI
50 – 80% LÆGRA VERÐ
HÓLMASLÓÐ 4, 2. hæð
(gula húsið við Granda)
PETIT BATEAU
Frönsk hágæða barnanærföt og bolir
ÖNNUR MERKI FYRIR MINNA:
Úrvals pólóbolir og skyrtur fyrir karlmenn
EVENFLO
Bakpokar, burðarpokar, leikstólar ofl.
OUTLET GRANDI
ÖRFIRISEY
H
Ó
L
M
A
S
L
Ó
Ð
FIS
KIS
LÓ
Ð
GR
AN
DA
GA
RÐ
UR
OPIÐ: 16.6 t il 21.6 f rá kl. 11-19
SÍMI: 517 2424
GSM: 694 8907
Karlmennskukvöld
á Grand Rokk
ARNAR GÍSLASON
Karlahópur Femínistafélagsins stendur fyrir
karlmennskukvöldi á Grand Rokk í kvöld.
Litið verður á karlmennskuhugtakið út frá
nýjum hliðum og spurningum velt upp.
Dagskráin hefst klukkan 19.
Snillingurinn Bjartmar átti af-mæli á dögunum. Hann er orð-
inn rúmlega hálfrar aldar gamall
og er á leið austur á Hérað að leita
upprunans, en hann er frá Fá-
skrúðsfirði. Eystra ætlar hann að
vera í sumar og helst lengur. Hvíla
sig á stórborginni og komast í næði
til að hugsa. „Ég hef lifað núna um
hríð í hundrað og einum og heyri
ekki í neinum. En allt er þetta al-
mættinu háð. Ég kann ekkert ann-
að en að þykjast vera listamaður.
Nú loks er ég búinn að gera þetta
upp við mig. Ég ætla ekki að gera
neitt annað en að spila, syngja,
mála myndir og yrkja ljóð. Ég hef
klúðrað öllu öðru.“
Bjartmar segist alltaf hafa ver-
ið að spyrja rokkskáldin hvort þau
ætli nú ekki að fara að gera eitt-
hvað. En það er ekki hægt að
hætta. „Maður er fæddur svona.
Ég geri einsog Rúni Júll og Keith
Richards, ég gef bara í. Kominn
með stöngul og rót. Nú vil ég fara
að blómstra. En ég held við
Reykjavík. Reykjavík er hjákona
en of dýr í rekstri til að búa hjá
henni. Of þurftafrek.“
Og ef marka má Bjartmar er
það hægur leikur fyrir mann kom-
inn á þennan virðulega aldur að
skapa. Úr meiru sé að moða. „Og
hægara með að ljúga. Maður verð-
ur trúverðugari lygari með aldrin-
um.“ ■
BJARTMAR GUÐLAUGSSON
Er á leið austur á Hérað til að sinna list
sinni. „Reykjavík er hjákona, maður heldur
við hana en hún er of dýr til að búa hjá.“
Flutningar
■ Bjartmar Guðlaugsson er loksins
búinn að gera þetta upp við sig:
Hann ætlar að vera listamaður.
Kominn með stöngul og rót og nú vill
hann blómstra - á Austurlandi.
Trú-
verðugur
lygari