Fréttablaðið - 16.06.2003, Side 48

Fréttablaðið - 16.06.2003, Side 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar ÞRÁINS BERTELSSONAR Rrrrrrrrrng!!!- Hvíta húsið, neyðarlínan, góðan dag, get ég aðstoðað? - Hæ, Goggi, þetta er Dabbi. - Hmm? Þetta er sjálfvirkur sím- svari hjá Georg og Láru. Ég er því miður ekki heima í augnablik- inu. Vinsamlega skiljið eftir hljóð- merki þegar skilaboð heyr- ist...Bííííb... - Gerðu það, ekki láta svona, þetta er ég, Dabbi staðfasti. Vinur þinn. Vinur! - Þetta er sjálfvirkur símsvari hjá vinalínu Hvíta hússins. Veldu 1 fyrir áfallahjálp, 2 fyrir fjárhags- aðstoð, 3 fyrir hernaðaraðstoð, 4 fyrir þyrluaðstoð, 5 fyrir heimilis- aðstoð, 6 fyrir Rauðu línuna... - Hei, ég veit þetta ert þú. Ég heyri að þú ert þarna. - Ókei, bara djók. Er ekki allt gott að frétta? Alltaf að veiða og svona, ha? - Ég verð að ræða við þig alvar- legt mál út af þessu bréfi sem þú sendir. Um að kalla herinn heim. Það er ekki hægt. Þá fer allt í vit- leysu hérna. Það er ekki hægt að taka vinnuna svona frá fólki. - Hann er nú ekki atvinnulaus, þarna skransalinn. Er hann ekki borgarstjóri eða orkustjóri eða eitthvað? - Ég er ekki að tala um hann. Ég er að tala um fólkið á Suðurnesj- um. Hvað á það að gera? - Nú, veiða auðvitað. - Það getur ekki veitt neinn fisk, það á engan kvóta. - Heyrðu, Dabbi, hvenær var ráð- ist á ykkur síðast? - Það voru Bretar árið 1940. - Og rændu kvótanum? Láttu mig græja það. Ég skal tala við Tony. En hafa arabar ekkert látið sjá sig hjá ykkur? - Jú, þegar Alsírsmenn réðust á Vestmannaeyjar og þóttust vera Tyrkir. - Þeir eru klókir að dulbúa sig. Segðu mér, var hávaxinn skeggj- aður maður í hópnum? - Þetta var árið 1627. - Assgoti er hann þá orðinn gam- all. Og enginn ráðist á ykkur síð- an? - Nei. - Til hvers þurfið þið þá varnar- lið? - Bara. Traustur vinur

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.