Fréttablaðið - 19.06.2003, Side 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500
Tónlist 22
Leikhús 22
Myndlist 22
Bíó 26
Íþróttir 18
Sjónvarp 28
KVÖLDIÐ Í KVÖLD
FIMMTUDAGUR
19. júní 2003 – 136. tölublað – 3. árgangur
AFMÆLI
Degi á undan
konunni
bls. 36
FÓTBOLTI
Fær 600
milljónir
bls. 16
STA Ð R EY N D UM
MEST
LESNA DAGBLAÐIÐ
Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup í mars/apríl 2003
22,1%
52,3%
61,7%
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
M
O
R
G
U
N
B
LA
Ð
IÐ
D
V
Kvennadagurinn
HÁTÍÐ Íslendingar fagna því í dag
að hátt í 90 ár eru síðan konur
fengu kosningarétt á Íslandi. Allir
sem styðja jafnrétti eru hvattir til
að klæðast bleiku eða bera eitthvað
bleikt þennan dag. Klukkan 16.30
verður gengið um kvennaslóðir og
leggur gangan af stað frá Ráðhús-
inu. Klukkan 17.15 verður dagskrá
á Hallveigarstöðum og klukkan
20.30 verður messa við Þvottalaug-
arnar í Laugardal.
Útgáfutónleikar
Maus
TÓNLIST Hljómsveitin Maus heldur
útgáfutónleika fyrir plötuna
Musick í Iðnó klukkan 22. Sveitin
mun leika plötuna í heild sinni,
auk þess að leika eldri slagara að
því loknu. Áður en sveitin stígur á
svið verður óvænt upphitunar-
atriði.
FRIÐARGÆSLULIÐAR MÆTTIR TIL KONGÓ Frönsku hermennirnir í baksýn eru komnir til Bunia-héraðs í Kongó til að binda enda á
óöldina þar. Vígamenn tveggja ættbálka hafa staðið fyrir fjöldamorðum í héraðinu. Talið er að milli tvær og fimm milljónir manna hafi
týnt lífi í borgarastríðinu í Kongó.
M
YN
D
/A
P
REYKJAVÍK Norðvestanátt
5-10 m/s og þurrt að mestu.
Hiti 9 til 14 stig.
VEÐRIÐ Í DAG
+
+
VINDUR ÚRKOMA HITI
Ísafjörður 8-13 Skýjað 12
Akureyri 5-10 Ringing 10
Egilsstaðir 5-10 Ringing 12
Vestmannaeyjar 3-8 Skýjað 13
➜
➜
➜
➜
+
+
hefst í dag
Kringlu
kast
RÁN Tveir ungir menn, báðir vopn-
aðir hnífum, rændu söluturninn
Biðskýlið við Kópavogsbraut í gær-
kvöldi. 19 ára afgreiðslustúlka,
Helga Dögg Yngvadóttir, var ein á
staðnum þegar ránið átti sér stað.
Helga Dögg segist hafa verið baka
til í söluturninum þegar mennirnir
komu inn. Hún fór fram þegar hún
heyrði umgang og sá þar tvo menn,
líklega rétt innan við tvítugt, vopn-
aða hnífum. Hún var ekki fyrr kom-
in fram en annar maðurinn þrýsti
hnífnum að kviði hennar og krafði
hana um féð sem var í afgreiðslu-
kassanum.
Helga Dögg hrökklaðist undan,
fór að kassanum og tók úr honum
verðminni seðla sem hún afhenti
ræningjunum. Í einu hólfinu lá ávís-
un ofan á 5.000 króna seðlum sem
henni tókst að fela fyrir ræningjun-
um. „Efst var ávísun frá pabba og
ég vildi ekki láta þá fá hana.“
Þjófarnir náðu um 35.000 krónum.
Rétt um það leyti sem ræningj-
arnir fóru út komu maður og kona
að söluturninum. Helga Dögg sagði
þeim hvað hefði komið fyrir og
rauk maðurinn þá á eftir þjófunum.
Þeir hlupu í átt að höfninni þar sem
maðurinn missti sjónar á þeim.
Helga segist hafa ýtt þrisvar á
neyðarhnapp frá Securitas án þess
að það bæri árangur. Eftir að ræn-
ingjarnir hurfu á braut gerði hún
lögreglu viðvart. Jökull Kristjáns-
son, eigandi söluturnsins, var ný-
farinn af staðnum þegar ránið átti
sér stað. Hann flýtti sér á vettvang
þegar hann frétti af ráninu og var
mjög brugðið. „Ég skil ekki hvernig
menn geta lagst svona lágt,“ sagði
hann.
Þetta er í sjötta skipti á skömm-
um tíma sem vopnað rán er framið.
Frá 1. apríl hafa verið framin þrjú
vopnuð bankarán. Hið fyrsta var
framið í Sparisjóðnum í Hafnarfirði
1. apríl. Sami maður var á ferð í
Grindavík 5. júní og framdi vopnað
rán í Landsbankanum. Í millitíðinni,
nánar tiltekið 16. maí, var framið
vopnað rán í Sparisjóði Kópavogs.
Stutt er síðan tvær stúlkur um tví-
tugt rændu Subway í Grafarvogi og
þvinguðu starfsfólk inn í frysti.
Fyrir þremur mánuðum var svo
framið vopnað rán í Lyfju í Lág-
múla.
Mennirnir höfðu ekki náðst þeg-
ar blaðið fór í prentun.
hrs@frettabladid.is
brynjolfur@frettabladid.is
ingólfshöfði ● netkaffi
▲
SÍÐa 24
Ekki hægt að
láta sér leiðast
ferðir o.fl.
Þorfinnur Ómarsson:
HELGA DÖGG YNGVADÓTTIR
Var mjög brugðið eftir að hafa verið ógnað af tveimur vopnuðum mönnum.
Forsætisráðherra
Finnlands:
Hrökklaðist
frá völdum
HELSINKI, AP Anneli Jäätteenmäki
sagði af sér sem forsætisráðherra
Finnlands í kjölfar ásakana um að
hún hefði logið að þingmönnum og
almenningi um leynilegar upplýs-
ingar sem hún notaði sér til fram-
dráttar í kosningabaráttunni fyrir
finnsku kosningarnar síðasta vor.
Forsætisráðherrann fyrrver-
andi neitaði því að hafa falast eftir
leynilegum upplýsingum sem lekið
var úr utanríkisráðuneytinu og
hún notaði gegn forvera sínum í
kosningabaráttunni. Aðstoðarmað-
ur Finnlandsforseta sagði
Jäätteenmäki hafa óskað eftir
upplýsingunum frá sér. ■
Vopnaðir menn
rændu söluturn
Tveir menn vopnaðir hnífum rændu söluturn í Kópavogi og höfðu um það bil 35.000 krónur
upp úr krafsinu. 19 ára afgreiðslustúlka segir neyðarrofa ekki hafa virkað.
HVALVEIÐAR Naumur meirihluti að-
ildarríkja Alþjóðahvalveiðiráðsins
samþykkti í gærkvöldi ályktun þar
sem þau ríki sem stunda hvalveið-
ar í vísindaskyni eru hvött til að
hætta því. Þau sem eru að íhuga að
hefja hvalveiðar í vísindaskyni eru
hvött til að láta ekki verða af því.
Tillagan var samþykkt með aðeins
þriggja atkvæða mun, 24 atkvæð-
um gegn 21.
„Ályktunin náði fram að ganga
en með tæpasta mun. Þegar fjall-
að var um Berlínarfrumkvæðið
um daginn var það samþykkt með
fimm atkvæða mun,“ segir Stef-
án Ásmundsson, formaður sendi-
nefndar Íslands á ársfundi Al-
þjóðahvalveiðiráðsins. „Ályktun-
inni er í raun aðeins beint gegn
Íslendingum, sem hafa uppi
hugmyndir um að hefja hvalveið-
ar í vísindaskyni, og Japönum,
sem stunda hvalveiðar í vísinda-
skyni.“
Fylgismenn tillögunnar telja
margir að hvalveiðar í vísinda-
skyni séu í raun einungis dular-
gervi fyrir hvalveiðar í atvinnu-
skyni. Íslendingar, Japanir og
stuðningsþjóðir þeirra telja þær
geta fært upplýsingar um áhrif
hvala á vistkerfi sjávar. ■
Litlu munaði í atkvæðagreiðslu Alþjóðahvalveiðiráðsins:
Mælt gegn vísindaveiðum
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
Fjórða tilraun
í Eyjum
FÓTBOLTI Allt er þá þrennt er og
fullreynt í fjórða sagði einhvers
staðar. Hvort það eigi við um leik
ÍBV og Fram sem hefur verið
frestað þrívegis skal ósagt látið.
Nú er hann settur á klukkan 19.15 í
kvöld. Tveir leikir eru í Lands-
bankadeild kvenna klukkan 20. Í
Garðabænum mætir Stjarnan liði
KR og Breiðablik mætir Val á Hlíð-
arenda.