Fréttablaðið - 19.06.2003, Síða 6
SAKAMÁL Ríkissaksóknari segir
beiðni Þórhalls Ölvers Gunn-
laugssonar um endurupptöku
morðmáls af Leifsgötunni vera á
svipuðum nótum
og fyrri beiðnir
sem Hæstirétt-
ur hafi áður
hafnað. Beiðnin
hefur verið end-
ursend Hæsta-
rétti.
Þórhallur var
sakfelldur á
báðum dóms-
stigum fyrir að
hafa myrt Agn-
ar W. Agnarsson
á heimili hans sumarið 1999.
Þórhallur setti fram kröfu sína
um endurupptöku málsins fyrir
rúmum mánuði. Hann byggir
kröfuna aðallega á þeirri fullyrð-
ingu að ríkisaksóknari hafi vísvit-
andi leynt gögnum við meðferð
Leifsgötumálsins. Hefðu gögnin
komið fram hefðu þau að engu
gert kenningar saksóknarans um
tímasetningar morðnóttina.
Þórhallur segir að í bréfi
Hæstaréttar til ríkissaksóknara
hafi sérstaklega verið vakin at-
hygli á þeirri kröfu að Bogi Nils-
son ríkissaksóknari viki við með-
ferð málsins.
Bragi Steinarsson vararíkis-
saksóknari segir Hæstarétt þegar
hafa hafnað beiðnum Þórhalls um
endurupptöku í tvígang; á árunum
2000 og 2001. Þó beiðnin nú sé „í
nýjum búningi“ sé hún á svipuð-
um nótum og þær fyrri:
„Við vísum til fyrri afgreiðslna
á þessu máli. Við höfum engar
efnislegar athugasemdir. Endur-
upptökubeiðnir meðhöndlast og
afgreiðast af Hæstarétti einum.
Aðrir hafa þar ekki um að segja,“
segir Bragi.
Þegar rætt var við Þórhall í
gær hafði hann ekki heyrt af við-
brögðum embættis ríkissaksókn-
ara. Hann sagði það undarlegt ef
ríkissaksóknari sæi ekki ástæðu
til að svara ásökunum um að hafa
framið meinsæri; einn alvarleg-
asta glæp sem um geti í réttarríki:
„Máltækið segir að þögn sé
sama og samþykki og þeir vita
náttúrlega upp á sig skömmina,“
segir Þórhallur.
Hjá Hæstarétti fengust þær
upplýsingar í gær að mál Þórhalls
væri enn ekki komið til skoðunar.
Fremur ólíklegt væri því að
ákvörðun lægi fyrir áður en
Hæstiréttur fer í dag í réttarhlé
sem stendur fram í september.
gar@frettabladid.is
6 19. júní 2003 FIMMTUDAGUR
„Máltækið
segir að þögn
sé sama og
samþykki og
þeir vita nátt-
úrlega upp á
sig skömm-
ina.
GENGI GJALDMIÐLA
Bandaríkjadalur 73.39 0.34%
Sterlingspund 123.19 0.08%
Dönsk króna 11.6 -0.93%
Evra 86.12 -0.91%
Gengisvístala krónu 120,60 -0,40%
KAUPHÖLL ÍSLANDS
Fjöldi viðskipta 242
Velta 1.669 milljónir
ICEX-15 1.458 -0,080%
Mestu viðskipti
Eimskipafélag Íslands hf. 284.184.553
Baugur Group hf. 87.946.191
Íslandsbanki hf. 35.133.152
Pharmaco hf. 31.996.635
Landsbanki Íslands hf. 15.601.619
Mesta hækkun
Bakkavör Group hf. 0,75%
Mesta lækkun
Skýrr hf. -3,08%
SH hf. -0,98%
Tryggingamiðstöðin hf. -0,90%
Eimskipafélag Íslands hf. -0,80%
Flugleiðir hf. -0,66%
ERLENDAR VÍSITÖLUR
DJ: 9310,6 -0,1%
Nasdaq: 1683,2 0,9%
FTSE: 4207,0 0,4%
Nikkei: 9092,9 +0.7
S&P: 1012,7 0,1%
*Bandarískar vísitölur kl. 17.00
Veistusvarið?
1Hvað heitir leikfangaverslanakeðjansem Baugur hefur gert tilboð í?
2Hvaða fótboltafélag hefur keypt DavidBeckham af Manchester United?
3Hvaða góðkunni íslenski tónlistar-maður stendur á bak við harmónikku-
plötuna „Ort í sandinn“ sem gefin var út
nú á dögunum?
Svörin eru á bls. 35
Fundur í flokksstjórn
Samfylkingarinnar
F I M M T U D A G U R I N N 1 9 . J Ú N Í K L . 1 6 . 0 0
Í dag, fimmtudaginn 19. júní, verður haldinn
fundur í flokksstjórn Samfylkingarinnar.
Hann hefst kl.16 á Grand Hótel Reykjavík
og er dagskráin sem hér segir:
1. Setning fundar
Stefán Jón Hafstein, formaður framkvæmdastjórnar
2. Kveðja frá Bríeti, félagi ungra femínista,
í tilefni af 19. júní.
3. Ávörp
Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar
og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Almennar umræður.
4. Tillaga forystu flokksins um stofnun nefndar
um framtíðarstefnumörkun jafnaðarmanna.
5. Önnur mál.
www.samfylking.is
Fundurinn er opinn öllu Samfylkingarfólki
JERÚSALEM, AP Sjö ára gömul ísra-
elsk stúlka lét lífið og yngri systir
hennar særðist alvarlega þegar
palestínskir vígamenn skutu á bif-
reið fjölskyldu þeirra á yfirráða-
svæði Ísraela á Vesturbakkanum.
Tvö palestínsk öfgasamtök hafa
lýst ábyrgð á tilræðinu á hendur
sér.
Dauði stúlkubarnsins hefur
vakið hörð viðbrögð Ísraela. „Ef
palestínsk stjórnvöld halda áfram
að sitja aðgerðarlaus þá munum
við grípa til róttækra aðgerða til
þess að stöðva blóðbaðið,“ sagði
talsmaður Ísraelsstjórnar.
Mahmoud Abbas, forsætisráð-
herra Palestínumanna, hefur ár-
angurslaust reynt að telja leiðtoga
palestínskra öfgasamtaka á að
leggja niður vopn á sama tíma og
ísraelski herinn heldur áfram að
jafna við jörðu heimili víga-
manna. Hamas-samtökunum hef-
ur verið boðin aðild að palestínsku
ríkisstjórninni en ekki hefur
náðst samkomulag þar um.
Colin Powell, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, er á leið til
Ísraels til að ræða við ísraelska og
palestínska ráðamenn og reyna að
bjarga vegvísinum til friðar.
Powell hefur tekið undir kröfu
Ísraela um að palestínsk stjórn-
völd grípi tafarlaust til aðgerða til
að stöðva árásir vígamanna. ■
LÍBERÍSKUR STJÓRNARHERMAÐUR
Ljóst þykir að nokkur tími muni líða áður
en raunverulegur friður kemst á í Líberíu.
Bráðabirgðastjórn í
Líberíu:
Vopnahlé
gengið í gildi
LÍBERÍA, AP Vopnahlé gekk í gildi í
Líberíu í gær eftir tveggja vikna
samningaviðræður stjórnvalda og
uppreisnarmanna í Gana. Upp-
reisnarmenn kvörtuðu þó undan
tveimur brotum stjórnarher-
manna gegn vopnahléssamkomu-
laginu. Bandarískir ráðamenn og
yfirvöld í nágrannaríkjum hafa
hvatt Charles Taylor forseta og
andstæðinga hans til að standa við
gerða samninga og leggja niður
vopn.
Í friðarsamkomulaginu er
kveðið á um að mynda skuli
bráðabirgðastjórn án þátttöku
Taylor. Fyrirhugað er að senda
2.000 manna gæslulið til Líberíu
til að standa vörð um friðinn.
Áður en samningaviðræður
hófust tilkynnti Taylor að hann
ætlaði að láta af embætti forseta
til að binda enda á þau blóðugu
átök sem geisað hafa í landinu
árum saman. ■
ÞJÓFNAÐUR Bílstjóri hjá Íslands-
pósti hefur gengist við því að hafa
stolið sendingu sem hann átti að
koma til skila. Um er að ræða
ábyrgðarsendingu sem fór í gegn-
um póstútibúið í Keflavík. Málið
var tilkynnt til lögreglu á fimmtu-
daginn í síðustu viku og beindist
grunur að starfsmanninum. Hann
hefur gengist við brotinu og sýnt
lögreglunni samstarfsvilja. Þýfið
er að mestu komið fram.
Á laugardaginn var maðurinn
færður fyrir Héraðsdóm Reykja-
ness. Þar var hann úrskurðaður í
gæsluvarðhald til fjögur á mánu-
daginn. Hann var þá aftur færður
fyrir héraðsdóm þar sem hann var
úrskurðaður í farbann til fimm.
Í yfirlýsingu frá Íslandspósti
segir að sérstakar vinnureglur
gildi um ábyrgðarsendingar og að
nákvæm skráning flutningsferlis-
ins hafi auðveldað rannsókn máls-
ins. Í kjölfar þessa hefur Íslands-
póstur ákveðið að yfirfara verk-
ferla sína og herða vinnureglur
enn frekar.
Samkvæmt póstlögum er
óheimilt að tjá sig um einstakar
sendingar. Því fæst ekki uppgefið
hversu miklum verðmætum var
stolið eða frá hverjum. ■
Sagði af sér:
Biskup banar
vegfaranda
PHOENIX, AP Kaþólskur biskup í
Phoenix í Bandaríkjunum hefur
sagt af sér embætti eftir að upp
komst að hann keyrði af vettvangi
eftir að hafa keyrt á gangandi
vegfaranda. Vegfarandinn lést af
sárum sínum. Þegar lögregla
handtók biskupinn bar hann því
við að hann hefði talið sig hafa
keyrt á kött eða hund, eða þá að
einhver hefði kastað stein í bíl
sinn.
Biskupinn hafði áður viður-
kennt að hafa hylmt yfir með
prestum sem höfðu verið sakaðir
um kynferðisbrot. ■
FÓRNARLAMB SKOTÁRÁSAR
Móðir fylgir særðri dóttur sinni á Beilinson-sjúkrahúsið í Ísrael. Skotið var á bifreið fjöl-
skyldunnar skammt frá Kibbutz Eyal á Vesturbakkanum.
Vegvísirinn til friðar í uppnámi:
Ísraelsk stúlka skotin til bana
Krafa um upptöku
sögð endurtekning
Hæstiréttur framsendi til ríkissaksóknara beiðni Þórhalls Gunnlaugs-
sonar um endurupptöku morðmáls síns. Ríkissaksóknari bendir á
að sams konar beiðnum hafi þegar verið hafnað tvisvar.
LITLA-HRAUN
Agnar W. Agnarsson var myrtur á heimili sínu á Leifsgötu sumarið 1999. Þórhallur Ölver
Gunnlaugsson var dæmdur fyrir morðið og situr á Litla-Hrauni. Hann sækir í þriðja skipti
um endurupptöku málsins. Hann segist hafa ný gögn en ríkissaksóknari segir beiðnina á
svipuðum nótum og fyrri beiðnir sem hafi verið hafnað.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
Nákvæmt flutningsferli auðveldaði rannsókn:
Starfsmaður Póstsins
stal ábyrgðarsendingu
ÍSLANDSPÓSTUR
Ekki fæst uppgefið hversu miklum verð-
mætum var stolið.