Fréttablaðið - 19.06.2003, Síða 7

Fréttablaðið - 19.06.2003, Síða 7
8 19. júní 2003 FIMMTUDAGUR Rís þú unga Þjóð, sem á ungan þingmann sem hefur þessa til- finningu fyrir þinginu og þjóð- söngnum, hefur ekki misst tengsl- in við uppruna sinn og rætur. Leiðarahöfundur um Dagnýju Jónsdóttur. Morgunblaðið, 17. júní. Lausbeisluð dýr Eina leiðin, sem kæmist næst því að taka á vandanum væri að setja einhvers konar reglur um lausagöngu katta. Ólafur F. Dabney hjá Meindýravörnum. DV, 18. júní. Nú hlýnar manni að innan Fáar stéttir manna eru valda- meiri og áhrifameiri en blaða- menn. Hrafnkell A. Jónsson, fyrrverandi stjórnarmaður í Lífeyrissjóði Austurlands. DV, 18. júní. Orðrétt Námstefna 20 júnínk. Hönnun & þróun hugbúnaðar Skráning og upplýsingar: www.epro.is – sími 568 7568 .epró Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Heimsferðir bjóða þér nú síðustu sætin í sólina í júlí á hreint ótrúlegu verði. Nú er sumarstemmningin í hámarki á vinsælustu áfangastöðum Evrópu og aldrei betra að njóta vinsælustu staðanna á fegursta tíma ársins. Munið Mastercard ferðaávísunina Síðustu sætin í sólina í júlí frá kr. 19.950 með Heimsferðum Benidorm - 2. og 9. júlí Verð frá kr. 29.962 M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, vikuferð, stökktutilboð. Almennt verð kr. 31.460. Rimini - 15. júlí Verð frá kr. 39.962 M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, vikuferð, stökktutilboð. Almennt verð kr. 41.960. Costa del Sol - 9. júlí Verð frá kr. 39.962 M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, vikuferð, stökktutilboð. Almennt verð kr. 41.960. Barcelona - 10. og 17. júlí Verð frá kr. 29.950 Flugsæti með sköttum. Almennt verð kr. 31.450. Verona - 5. júlí Verð frá kr. 19.950 Flugsæti með sköttum, m.v. 2 fyrir 1, 5. júlí. Almennt verð kr. 20.950. Mallorka - 7. júlí Verð frá kr. 39.962 M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, vikuferð, stökktutilboð. Almennt verð kr. 41.960. Kvartað yfir Radíó- húsinu: Saknar sjónvarps TÆKI „Ég fór með sjónvarp í við- gerð í Radíóhúsið 5. maí og síðan hef ég ekkert heyrt af því,“ segir Bjarni Nikulásson, sem hafði samband við Fréttablaðið í kjölfar fréttaflutnings um gjaldþrot Rad- íóhússins. Bjarni undrast að eig- andi Radíóhússins, Páll Grétar, skyldi ekki hafa sett upp tilkynn- ingu á hurðina um gjaldþrot fyrir- tækisins. Hann kvaðst hafa reynt að ná í hann ítrekað án árangurs. „Tækið er hérna heima hjá mér í skúrnum,“ sagði Páll Grétar aðspurður um málið. Hann kvað tækið ónýtt og kvaðst ætla að hringja í Bjarna þá þegar. ■ JAFNRÉTTI Launamunur kvenna og karla er mestur hér á landi ef mið- að er við hin Norðurlöndin. Launa- munur kynjanna hefur almennt minnkað lítið síðasta áratuginn í löndunum, að því er fram kemur í skýrslu vinnuhóps á vegum Nor- rænu ráðherranefndarinnar. Hlutfall launa kvenna af launum karla er hér á landi 79%. Best er ástandið í Svíþjóð, þar sem laun kvenna eru 84% af launum karla. Meiri munur er á launum menntaðra karla og kvenna en þeirra sem minni menntun hafa. ■ Launamunur kynjanna: Mestur hérlendis VIÐSKIPTI Yfirtökutilboð Baugs í verslunarkeðjuna Hamleys hljóð- ar upp á 205 pens á hlut, samtals um 5,8 milljarða íslenskra króna. Ef tilboðið gengur upp mun Baug- ur eiga ráðandi hlut í félaginu og stjórnendur Hamleys minnihluta. „Fyrir okkur hjá Baugi er mjög mikilvægt að yfirtökutilboðið gangi upp,“ segir Halldór Lárus- son hjá Baugi í London. Halldór segir þetta rökrétt fram- hald af því sem Baugur hafi verið að gera. Stefna Baugs sé annars vegar að kaupa bréf í fyrirtækjum eins og The Big Food Group, House of Fraser og fleirum. Hins vegar hafi Baugur fullan hug á að finna stjórnendur sem hafa áhuga á að kaupa fyrirtæki sem þeir vinna fyrir. Eins og í þessu tilfelli að taka fyrirtækið af markaði og taka þátt í að fjármagna það fyr- ir stjórnendurna. Hann segir Hamleys gott fyrirtæki með stjórnendur sem Baugur hafi fulla trú á. „Við fjármögnum og hjálpum til við stefnumörkun en látum daglegan rekstur eftir stjórnendum.“ Halldór segir Hamleys gott fyrirtæki sem sé mjög þekkt vörumerki úti um allan heim og í því felist miklir vaxtarmöguleik- ar. Svipaðar ástæður séu fyrir því að Hamleys sé að fara af markaði og fyrir því að Baugur er afskráð- ur af íslenskum markaði. Bæði séu þetta fyrirtæki sem hafi kannski ekki verið nægilega mikil hlutabréfaviðskipti með. Því sjái menn ekki haginn í að vera með fyrirtækið á markaði. Eftir 20 daga ætti að koma í ljós hvort yfirtökutilboðið gangi eftir. Þegar er komin viljayfirlýs- ing frá 41% hluthafa um að taka tilboðinu. „Við þurfum að ná hlut- fallinu upp í níutíu prósent á þess- um tuttugu dögum. Því er ærið verkefni fram undan við að sann- færa hluthafa. Hamleys er að mestu leyti í eigu stofnanafjár- festa eins og lífeyrissjóða, trygg- ingafélaga og fjárfestingasjóða. Fjölskyldur og einstaklingar eiga ekki stóran hlut.“ hrs@frettabladid.is JOHN WATKINSON John Watkinson, framkvæmdastjóri Hamleys, er einn þeirra stjórnenda sem Baugur hefur unnið með vegna yfirtökutilboðsins. Þekkt merki með vaxtarmöguleika Hamleys er að fara af markaði, líkt og Baugur, sem var afskráður af íslenskum markaði. Næstu tuttugu dagar fara í að sannfæra hluthafa um ágæti yfirtökutilboðsins. ■ „Við þurfum að ná hlutfallinu upp í 90% á þessum tuttugu dögum.“ William Hamley stofnaði Hamleys-versl- unina árið 1760. Hann flutti verslunina á hina frægu verslunargötu Regent Street í London árið 1906. Sú verslun er á sjö hæðum. Þar er eitt mesta úrval leik- fanga á einum stað sem þekkist í heim- inum, um 40.000 vörutegundir. Reknar eru fimm verslanir undir Hamleys-vöru- merkinu og þrjátíu og ein verslun undir vörumerkinu Bear Factory auk fjögurra annara verslana. Seltjarnarnes: Bætt öryggi vegfarenda ÖRYGGI Lokið hefur verið við að setja upp öryggishandrið við gangstétt á Suðurströnd og unnið er að lagfæringu við tónlistar- skóla Seltjarnarness. Tæknideild bæjarins hefur auk þess fjölgað hraðamerkingum gatna og örygg- ishliðum við gangbrautir og göngustíga. Leyfilegur hámarkshraði á Sel- tjarnarnesi er 30 km á klukku- stund og er unnið að því að bæta öryggi gangandi vegfarenda. Mjög góðar aðstæður eru til þess að stunda útivist á Nesinu og fjölgar sífellt þeim sem hana stunda. ■ WASHINGTON, AP Barátta George W. Bush Bandaríkjaforseta fyrir endurkjöri hófst á þriðjudags- kvöld þegar hann safnaði and- virði rúmra 250 milljóna króna í kosningasjóð sinn á fjáröflunar- kvöldverði í Washington. Um það bil 1.400 lögfræðingar og starfs- menn þrýstihópa greiddu hver um sig 2.000 dollara, andvirði 146.000 króna, fyrir aðgang að eins og hálfs klukkutíma sam- komu þar sem veitingarnar sam- anstóðu af hamborgurum og pylsum. Fjáröflunarkvöldverðurinn var aðeins upphafið að tveggja vikna ferðalagi forsetans um landið þar sem hann safnar fé fyrir kosningabaráttuna. Þegar því ferðalagi lýkur gera menn ráð fyrir því að Bush verði búinn að safna meira fé en þeim tveim- ur milljörðum króna sem allir níu frambjóðendurnir í forvali Demókrataflokksins söfnuðu fyrstu þrjá mánuði ársins. For- setakosningarnar sjálfar fara fram eftir tæpt eitt og hálft ár. „Þetta er besti 2.000 dollara hamborgarinn sem ég hef smakk- að,“ sagði Robin Angle, ein þeirra sem borguðu sig inn. ■ GEORGE W. BUSH Bandaríkjaforseti sagði frammistöðu sína í baráttunni gegn hryðjuverkum, fyrir skatta- lækkunum og umbótum í menntamálum meðal þess sem sýndi hæfni hans til að takast á við forsetaembættið annað kjör- tímabil. Bandaríkjaforseti hefur baráttu fyrir endurkjöri sínu: 146.000 krónur fyrir hamborgarann KUALA LUMPUR, AP Ólíklegt er að það muni takast að ráða endanlega nið- urlögum bráðalungnabólgunnar, að sögn sérfræðinga á heilbrigðis- sviði. Gro Harlem Brundtland, framkvæmdastjóri Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar, segir að ekki sé hægt að tryggja það að sjúk- dómurinn skjóti aldrei upp kollin- um að nýju. Að lokinni tveggja daga ráð- stefnu með fulltrúum stofnunarinn- ar og um 1.000 vísindamönnum var gefin út sú yfirlýsing að tekist hefði að brjóta faraldur bráðalungabólgu á bak aftur. Sérfræðingar lögðu þó áherslu á mikilvægi þess að haldið yrði áfram að þróa lyf sem gætu unnið á HABL-veirunni ef nýr far- aldur kæmi upp. ■ Alþjóðaheilbrigðisstofnunin: HABL komin til að vera

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.