Fréttablaðið - 19.06.2003, Page 13
FIMMTUDAGUR 19. júní 2003
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
H
U
S
21
30
0
0
6/
20
03
Góðar hugmyndir
fæðast um helgina
Norsk-íslenska síldin:
Lítið um að vera
á miðunum
SÍLD „Það er lítið um að vera núna
í síldinni,“ segir Freysteinn
Bjarnason, framkvæmdastjóri
útgerðar hjá Síldarvinnslunni í
Neskaupstað. Norsk-íslenska
síldin tók að veiðast í íslensku
lögsögunni fyrir helgina en hefur
lítið látið sjá sig í þessari viku.
Að sögn Freysteins er þó
nokkur fjöldi skipa við veiðar.
„Skipin hafa verið hér við lög-
sögumörkin, en nú eru þau komin
eitthvað út fyrir að leita að síld-
inni.“ ■
Fiskafli fyrstu fimm mánuði ársins:
Aflaverðmæti
dregst saman
SJÁVARÚTVEGUR Heildarafli ís-
lenskra skipa í maí var 143.406
þúsund tonn, sem er rúmlega
6.700 tonnum meiri afli en í maí
árið 2002.
Samkvæmt upplýsingum frá
Hagstofu Íslands var heildarafli
fyrstu fimm mánuði ársins alls
947.000 tonn, 309.000 tonnum
minni en á sama tímabili í fyrra.
Aflaverðmætið dróst saman um
7,2%.
Botnfiskafli í maí var 45.858
tonn og dróst saman um 6.700
tonn miðað við maí í fyrra. Á
fyrstu fimm mánuðum ársins var
botnfiskaflinn 207.000 tonn eða
um 8.000 tonnum minni en á sama
tíma í fyrra.
Af flatfiski bárust 3.782 tonn á
land en í maímánuði 2002 var afl-
inn 5.130 tonn og því jókst flat-
fiskaflinn um tæp 1.100 tonn á
milli ára. Af síld veiddust 27.000
tonn en í maímánuði 2002 var síld-
veiðin tæplega 14.000 tonn.
Kolmunnaafli var 59.000 tonn,
sem er tæpum 4.000 tonnum
minni afli en í maímánuði ársins
2002. Skel- og krabbadýraafli var
rétt rúm 5 þúsund tonn, sem er
nær sami afli og í maí 2002.
Rækjuaflinn nam 3.100 tonnum og
af kúfiski veiddust 1.300 tonn. ■
Lögreglan á Ísafirði:
Fíkniefnarassía
á Vestfjörðum
FÍKNIEFNI Lögreglan á Ísafirði hef-
ur á fáum dögum upplýst þrjú
fíkniefnamál. Við rannsókn þeirra
var lagt hald á 170 grömm af
kannabisefnum og 4 grömm af
amfetamíni.
Maður á fertugsaldri var hand-
tekinn þegar hann var nýkominn
frá Ísafjarðarflugvelli. Í fórum
hans fundust 76 grömm af hassi
og tæp 4 grömm af amfetamíni.
Hann var í haldi lögreglu í tæpan
sólarhring en var sleppt að yfir-
heyrslum loknum.
Nítján ára piltur var handtek-
inn á miðvikudagskvöld. Á honum
fundust kannabisefni auk þess
sem leitað var heima hjá honum
og vitorðsmanni hans. Við leitina
fundust 53 grömm af hassi. Fleiri
voru handteknir við rannsókn
málsins og voru tveir úrskurðaðir
í gæsluvarðhald, annar í sólar-
hring og hinn í þrjá daga. Sannað
þykir að keyrt hafi verið til
Reykjavíkur og keypt þar um 100
grömm af hassi. Um helmingur
efnanna fór í dreifingu og til eigin
neyslu eigendanna. Þá var lagt
hald á peninga sem eru taldir
ágóði fíkniefnasölunnar.
Lögreglan stöðvaði tvo unga
menn á leið til Ísafjarðar. Við leit í
bílnum fundust 42 grömm af hassi.
Voru þeir handteknir og færðir til
yfirheyrslna. Hafði lögreglan þá í
haldi í sólarhring á meðan málið
var rannsakað. Í ljós kom að annar
mannanna hefur dreift fíkniefnum
á Vestfjörðum. ■
SJÓMENN
Lítið hefur veiðst af síld í þessari viku.
HASS
Lögreglan á Ísafirði hefur haft í nógu að snúast.
MINNI HEILDARAFLI
Heildarafli fyrstu fimm mánuði ársins alls
er 947.000 tonn eða 309.000 tonnum
minni en á sama tímabili í fyrra.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T