Fréttablaðið - 19.06.2003, Síða 14
16 19. júní 2003 FIMMTUDAGUR
Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100
Bi
llu
nd
Bi
llu
nd
DANMÖRK
Beint leiguflug
me› ICELANDAIR
11
. j
ún
í -
4
. s
ep
t.
21
.5
63
21
.5
63
V
er
›
fr
á
kr.
á mann
m. v. að 2 fullorðnir og 2 börn,
2ja-11 ára, ferðist saman.
Innifalið er flug
og flugvallarskattar.
Ef 2 ferðast saman,
24.950 kr. á mann.
Takmarkað sætaframboð
Formaður þingflokks Sjálfstæð-isflokksins, Einar Kr. Guðfinns-
son, hefur að undanförnu kennt
Seðlabankanum um flest allt sem
hefur misfarist í stjórn efnahags-,
atvinnu- og byggða-
mála landsmanna.
Það má lesa út úr
skrifum Einars að
Seðlabankinn hafi
ýmislegt á samvisk-
unni, allt frá
ástandinu í Raufar-
höfn og til vand-
ræða útflutnings-
greinanna. Auðvit-
að er hér um yfir-
gengilega aumt yf-
irklór hans að ræða, þar sem reynt
er að fría ríkisstjórn kvótaflokk-
anna Framsóknar- og Sjálfstæðis-
flokks ábyrgð á byggðamálum og
stjórn efnahagsmála.
Verkefnalisti ríkisstjórnar-
innar
Það er deginum ljósara að vandi
Raufarhafnar stafar af vonlausu
kvótakerfi og sömuleiðis er borð-
leggjandi að ekki er hægt að kenna
Seðlabankanum um hátt gengi ís-
lensku krónunnar. Allir málsmet-
andi hagfræðingar höfðu sagt fyr-
ir um áhrif framkvæmdanna á
Austurlandi á gengi íslensku krón-
unnar, þ.e. að gengi íslensku krón-
unnar myndi hækka. Það var aug-
ljóst að innstreymi erlends fjár-
magns myndi hækka fljótandi
gengi íslensku krónunnar. Vitað er
að framkvæmdirnar fyrir austan
geta leitt til þenslu og þess vegna
er mikilvægt að stjórnendur efna-
hagsmála séu vakandi og grípi til
raunverulegra aðgerða í efnahags-
málum. Oftsinnis hefur verið bent
á að það þurfi að fara í mótvægis-
aðgerðir til þess að tryggja stöðug-
leika og eru þær misvel fallnar til
vinsælda, en engu að síður nauð-
synlegar. Aðgerðir sem nefndar
hafa verið til mótvægis eru m.a. að
draga úr umsvifum ríkisins,
skattahækkanir og skyldusparnað-
ur. Á meðan ekkert er gert, þá
hækkar gengi íslensku krónunnar
og útflutningsgreinunum blæðir,
s.s. útveginum og ferðaþjónust-
unni. Það er ekki á valdi Seðla-
bankans að grípa til aðgerða, held-
ur er það fyrst og fremst verkefni
ríkisstjórnarinnar. Það er því högg
fyrir neðan beltisstað þegar Einar
Kr. Guðfinnsson, fráfarandi for-
maður efnahags- og viðskipta-
nefndar Alþingis, sem á að vita
betur, vænir Seðlabankann um að-
gerðaleysi vegna hækkandi gengi
krónunnar.
Ávísun á verðbólgu
Forgangsmarkmið Seðlabank-
ans er að viðhalda lágri verðbólgu.
Helsta tæki Seðlabankans til að
halda verðbólgunni lágri eru vext-
ir í viðskiptum bankans við lána-
stofnanir, sem hafa síðan bein
áhrif á lánskjör almennings. Seðla-
bankinn getur einnig átt viðskipti á
markaði með gjaldeyri í því augna-
miði að hafa áhrif á gengi krón-
unnar og þar með verðlag. Einar
Kr. hefur að undanförnu heimtað
að Seðlabankinn gripi til þess ráðs
að keyptur yrði erlendur gjaldeyr-
ir á millibankamarkaði í enn meiri
mæli en nú er gert, til þess að
lækka gengi íslensku krónunnar.
Seðlabankinn hefur í raun staðið
vaktina vel og unnið frá því í sept-
ember í fyrra á móti hækkun ís-
lensku krónunnar með kaupum á
gjaldeyri og kaupir hann nú gjald-
eyri fyrir 180 milljónir á dag.
Flestir sem fylgjast eitthvað
með efnahagsmálum eru sammála
um að það væri ávísun á verðbólgu
ef Seðlabankinn tæki til þess ráðs
að kaupa gjaldeyri með þessum
hætti í enn ríkari mæli, á meðan
ríkisstjórnin aðhefðist ekkert í
stjórn efnahagsmála. Ráðlögð
kaup Einars myndu einungis leiða
til mun meira magns peninga í um-
ferð, þenslu og hækkandi verðlags.
Seðlabankinn viðheldur
stöðugleika
Auðvitað eru tvær hliðar á
þessu máli, þ.e. ef Einari Kristni
yrði að ósk sinni og krónan veiktist
til muna, þá leiddi það til þess að
almennt verðlag neysluvara hækk-
aði, sem bitnaði hvað verst á al-
menningi. Öfgar í gengismálum í
báðar áttir eru erfiðar fyrir efna-
hagslífið og hefur Seðlabankinn
staðið sig vel í að viðhalda stöðug-
leika við erfiðar aðstæður, sem
hafa einkennst af gífurlegu inn-
streymi gjaldeyris, aðgerðaleysi
stjórnvalda og innhaldslausu
blaðri einstakra stjórnmála-
manna. ■
Eru skúrkar í Seðlabankanum?
■
Öfgar í gengis-
málum í báðar
áttir eru erfiðar
fyrir efnahags-
lífið og hefur
Seðlabankinn
staðið sig vel í
að viðhalda
stöðugleika við
erfiðar aðstæð-
ur...
Þjóðmál
SIGURJÓN
ÞÓRÐARSON
■ alþingismaður
Frjálslynda flokksins
skrifar um ábyrgð rík-
isstjórnarinnar og
Seðlabankans.
Vegna greinar Ragnheiðar Rík-harðsdóttur bæjarstjóra vil
ég koma eftirfarandi atriðum á
framfæri. Það er rangt hjá Ragn-
heiði að minnihlutinn hafi látið
það í veðri vaka að tölvupósturinn
hafi borist á milli funda, enda hef-
ur það hvergi kom-
ið fram. Hafi
Ragnheiður sett
fram tilnefninguna
sem almennur bæj-
arbúi kom hún of
seint með vísan í
auglýsingu nefnd-
arinnar um tilnefn-
ingarfrest. Ragn-
heiður sendir til-
nefninguna sem
bæjarstjóri eins og
fram kemur í
tölvupóstinum. Það er rangt hjá
Ragnheiði að ekki séu til skráðar
eða óskráðar reglur um tilnefn-
ingar á bæjarlistamanni. Þær má
finna í „Reglum um starfsstyrk til
menningarmála“ sem samþykktar
voru af bæjarstjórn að tillögu
Menningarmálanefndar.
Vinnureglur brotnar
Það er ljóst að þær vinnuregl-
ur sem Menningarmálanefnd
hefur sett sér voru ekki viðhafð-
ar á fundi nefndarinnar þann 27.
maí sl. Það má sjá í umfjöllun
Karls Tómassonar um þau vinnu-
brögð sem viðhöfð voru af for-
manni nefndarinnar. Annar full-
trúi í nefndinni hefur í grein á
heimasíðu bæjarins staðfest að
Karl fari með rétt mál og gagn-
rýnir m.a. rangfærslur formanns
nefndarinnar. Í bókun sjálfstæð-
ismanna í nefndinni er fullyrt að
engar reglur séu til um það
hvernig velja eigi bæjarlista-
mann Mosfellsbæjar og það þrátt
fyrir ábendingu um að svo sé.
Síðar í umræðunni, þegar sjálf-
stæðismenn höfðu áttað sig á að í
gildi er slík samþykkt, er keppst
við af þeirra hálfu að sannfæra
fólk um að farið hafi verið eftir
reglunum sem þeir vissu ekki að
væru til.
Trúnaðarbrestur
Það hefur verið haft í heiðri
hingað til að greina ekki opinber-
lega frá nöfnum þeirra lista-
manna sem nefndin hefur valið á
milli og er það mjög miður að það
hafi verið gert að hluta í þetta
sinn. Ágreiningurinn stóð um
vinnubrögð en ekki listamennina
sjálfa, eins og ítrekað hefur kom-
ið fram í bókunum og skrifum
m.a. Karls Tómassonar. Að ætla
Karli Tómassyni annað er útúr-
snúningur og rangfærslur. Í bók-
un Ragnheiðar Ríkharðsdóttur á
bæjarstjórnarfundi eru nöfn
listamanna fyrst dregin fram í
opinbera umræðu í þessu sam-
bandi. Síðan er í skrifum á
heimasíðu bæjarins vitnað til
þess að bróðir Karls og kona
fyrrverandi formanns hafi verið
tilnefnd. Hvaðan kemur viðkom-
andi aðila þessi vitneskja og hver
framdi það trúnaðarbrot að upp-
lýsa það utan nefndarinnar?
Í samþykktum bæjarins er
kveðið á um þagnarskyldu um
einkamál fólks sem fjallað er um
m.a. í nefndum. Ekkert kveður á
um þagnarskyldu varðandi
vinnubrögð eða aðferðir. Karl
Tómasson hefur því ekki brotið
trúnað sem nefndarmaður heldur
greint frá þeim vinnubrögðum
sem viðhöfð voru í nefndinni. Í
raun komst hann ekki undan því
að fjalla ítarlega um þau vinnu-
brögð sem formaður nefndarinn-
ar viðhafði vegna ásakana um að
fara með rangt mál og að gagn-
rýni hans væri byggð á annarleg-
um ástæðum. Á öllum stigum
málsins í þessari umfjöllun hefði
verið rétt af öllum aðilum að
blanda ekki nöfnum listamann-
ana inn í umræðuna. Frumkvæð-
ið hvað það varðar kom ekki frá
Karli Tómassyni.
Vanhæfi
Ragnheiður Ríkharðsdóttir
bæjarstjóri fjallar í löngu máli
um vanhæfi Karls Tómassonar
til setu á þessum tveim fundum
nefndarinnar. Hingað til hefur
það ekki talið varða við hæfi
nefndarmanns að taka þátt í
„fyrra vali“ þó einhver honum
tengdur hefði verið tilnefndur.
Tilgangur „fyrra vals“ er að setja
í pott þá sem síðan er kosið um en
samkvæmt reglunum skal kosið
um alla þá sem fá atkvæði í
„fyrra vali“.
Eins og allir nefndarmenn vita
tilnefndi Karl ekki bróður sinn.
Að öðru leyti eftir þetta snerust
umræðurnar fyrst og fremst um
vinnuaðferðir nefndarinnar þar
til formaður frestaði málinu. Á
seinni fundinum mætti Karl í
upphafi fundar til að leggja fram
bókun minnihlutans um vinnuað-
ferðir og að lokinni umfjöllun um
bókanirnar vék hann af fundi
áður en efnisleg meðferð málsins
hófst. Það er ljóst að miðað við
fyrri aðferðir nefndarinnar taldi
Karl sig ekki vanhæfan að sitja
fundina undir þeim umræðum
sem þá áttu sér stað. Ekki hefur
öðrum nefndarmönnum og þar á
meðal formanninum þótt óeðli-
legt að Karl sæti fundina undir
þessum umræðum enda gerðu
þeir engar athugasemdir við það.
Það er ekki síður í verkahring
formanns nefndar að gæta þess
að engin sitji fund sem talist get-
ur vanhæfur og í þessu sambandi
var formanni fullkunnugt um
tengsl Karls við einn þeirra lista-
manna sem var tilnefndur. Í ljósi
þessa er það full langsótt af hálfu
Ragnheiðar Ríkharðsdóttur að
túlka lög og samþykktir með
þeim hætti sem hún gerir í um-
fjöllun sinni.
Aðalatriði málsins
Ásakanir á hendur Karli
Tómassyni um vanhæfi og trún-
aðarbrot eru mjög alvarlegar og
er langt gengið í þeim efnum að
styðja þær fullyrðingar rökum.
Ljóst er að tilgangur þessara
ásakana sjálfstæðismanna er
fyrst og fremst sá að komast hjá
því að standa fyrir máli sínu um
að hafa sniðgengið gildandi
vinnureglur um val á Bæjarlista-
manni Mosfellsbæjar og óeðlileg
afskipti bæjarstjórans Ragnheið-
ar Ríkharðsdóttur af málinu.
Ásakanir þeirra á hendur Karli
breyta engu um vinnubrögð
sjálfstæðismanna, sem eru í alla
staði óeðlileg. ■
Sannleikurinn fótum troðinn
Þjóðmál
JÓNAS SIG-
URÐSSON
■ bæjarfulltrúi G-lista
Samfylkingar og VG
skrifar um val á bæj-
arlistamanni í Mos-
fellsbæ.
■
Ásakanir á
hendur Karli
Tómassyni um
vanhæfi og
trúnaðarbrot
eru mjög alvar-
legar og er
langt gengið í
þeim efnum að
styðja þær full-
yrðingar rökum.
BÆJARSKRIFSTOFA MOSFELLSBÆJAR
„Ljóst er að tilgangur þessara ásakana sjálfstæðismanna er fyrst og fremst sá að komast
hjá því að standa fyrir máli sínu um að hafa sniðgengið gildandi vinnureglur um val á
Bæjarlistamanni Mosfellsbæjar og óeðlileg afskipti bæjarstjórans af málinu,“ segir Jónas
Sigurðsson.