Fréttablaðið - 19.06.2003, Page 15
FIMMTUDAGUR 19. júní 2003
Nákvæmlega klukkan 00.01, laugardaginn 21. júní hefst sala
á fimmtu bókinni um Harry Potter samtímis um alla Evrópu!
Penninn - Eymundsson í Austurstræti ætlar ekki að láta aðdáendur Harry Potter bíða
dagrenningar eftir úkomu bókarinnar, heldur opna verslun sína um miðnæturbil
og hafa opið til kl. 02.00 eða á meðan birgðir endast.
Ath! Þar sem um takmarkað magn bóka
er að ræða fá þeir sem fyrst mæta!
Nýja bókin er hnausþykk og heitir á frummálinu Harry Potter and the Order
of the Phoenix. Við getum að sjáfsögðu ekkert sagt um innihald bókarinnar
enda veit það enginn - nema ef vera kynni höfundurinn J.K. Rowling.
Íslensk þýðing bókarinnar kemur síðan í bóka-
verslanir okkar í nóvember og forsala hennar
hefst hjá okkur upp úr miðnætti!
Fimmta og nýjasta bókin
Harry Potter and the Order of the Phoenix
kemur í Pennann - Eymundsson, Austurstræti
eina mínútu yfir miðnætti annað kvöld...
M I Ð N Æ T U R O P N U N !
Austurstræti 18, sími 511 1130, www.penninn.is
Opið frá 00.01-02.00
eða á meðan birgðir endast.
Viðbrögð bæjarstjórans í Kópa-vogi, Sigurðar Geirdal, við at-
hugasemdum Samfylkingarinnar
um ófullkomna árs-
reikninga bæjarins
fyrir árið 2002 eru í
takt við viðbrögð
hans við gagnrýni
okkar á seinagang
við afgreiðslu ým-
issa mála hjá Kópa-
vogsbæ. „Stormur í
vatnsglasi“ hefur
m.a. verið haft eftir
honum um gagnrýni
okkar. Bæjarstjór-
inn var hins vegar tilneyddur til að
fara fram á frestun á síðari um-
ræðu bæjarstjórnar um ársreikn-
ingana fyrir árið 2002.
Engar skýringar
frá bæjarstjóranum
Þegar fyrri umræða um árs-
reikningana 2002 fór fram í bæjar-
stjórn 27. maí sl. spurðum við bæj-
arstjórann um ýmis atriði varðandi
reikningana, t.d. skýrslur skoðun-
armanna reikninganna og ársreikn-
inga Tónlistarhússins. Kópavogs-
bær á rúmlega 77% í Tónlistarhús-
inu og því eiga upplýsingar um
fjárhagslega stöðu þess að koma
fram í samstæðureikningi bæjar-
ins. Bæjarstjórinn hafði þá ekki
skýringar á því hvers vegna árs-
reikningar Tónlistarhússins hefðu
ekki komið fram. Í Fréttablaðinu
12. júní sl. er svo haft eftir Sigurði
Geirdal um ársreikninga Tónlistar-
hússins: „Þessar tölur hafa alltaf
verið til og þær hafa verið lagðar
fram á viðeigandi stað.“ Staðreynd-
in er að ársreikningar Tónlistar-
húss Kópavogs fyrir árin 1999 -
2001 voru lagðir fram með formleg-
um hætti 30. maí 2003 í stjórn Tón-
listarhússins og reikningur fyrir
árið 2002 var lagður fram 6. júní
2003. Allt gerist þetta eftir að árs-
reikningur bæjarins fyrir 2002 var
lagður fram í bæjarstjórn.
Kannski hefur meirihluti stjórn-
ar Tónlistarhússins, sem eru engir
aðrir en Sigurður Geirdal bæjar-
stjóri og Gunnar Ingi Birgisson,
formaður bæjarráðs og alþingis-
maður, haft ársreikninga Tónlistar-
hússins í sínum fórum. Bæjarstjór-
inn gat samt ekki útskýrt á bæjar-
stjórnarfundinum hvers vegna
þessar upplýsingar hefðu ekki
komið fram opinberlega og með
formlegum hætti þegar hann var
spurður beint um það atriði. Þess
má geta að Gunnar Ingi Birgisson
var ekki á bæjarstjórnarfundinum
27. maí sl., þannig að bæjarstjórinn
var einn til svara.
Meiri skuldir
Hvað kemur svo í ljós í reikning-
um Tónlistarhússins? Jú, það hvíla
skuldir á bænum vegna þess upp á
rúmar 340 milljónir króna, sem
vantar í samstæðureikning bæjar-
ins fyrir árið 2002. Því sýndi fram-
lagður ársreikningur, sem ræddur
var 27. maí sl., ekki rétta skulda-
stöðu. Þessu vildum við í Samfylk-
ingunni ekki una og leituðum álits
félagsmálaráðuneytisins varðandi
afgreiðslu reikningsins. Sú mála-
leitan hafði þær afleiðingar að af-
greiðslu reikninganna var frestað
og loks tókst að fá fram ársreikn-
inga Tónlistarhúss Kópavogs frá
upphafi. Það er ekki einkamál
meirihlutans eða oddvita Fram-
sóknar- og Sjálfstæðisflokks hvern-
ig staðið er að rekstri félaga sem
bærinn á meirihluta í og sú skylda
hvílir á sveitarfélögum að sýna all-
ar slíkar upplýsingar í ársreikning-
Þjóðmál
SIGRÚN
JÓNSDÓTTIR
■ er bæjarfulltrúi
Samfylkingarinnar í
Kópavogi.
Ófullkomnir ársreikningar
Kópavogsbæjar
■
Það er ekki
einkamál meiri-
hlutans eða
oddvita Fram-
sóknar- og
Sjálfstæðis-
flokks hvernig
staðið er að
rekstri félaga
sem bærinn á
meirihluta í.
um sínum. Meirihlutinn í Kópavogi
verður að lúta þeim reglum eins og
aðrir. ■
SALURINN Í KÓPAVOGI
„Kópavogsbær á rúmlega 77% í
Tónlistarhúsinu og því eiga upplýsingar um
fjárhagslega stöðu þess að koma fram.“