Fréttablaðið - 19.06.2003, Síða 16
19. júní 2003 FIMMTUDAGUR
FÓTBOLTI David Beckham er far-
inn til Real Mardrid. Hann fór
til félagsins sem hann langaði að
leika með og Madrid fékk leik-
manninn sem félagið hefur lengi
sóst eftir.
Beckham varð 28 ára í byrjun
maí og á að baki tíu ára feril
með United. Hann hefur unnið
alla titla með United sem í boði
eru og líkur eru á að hann njóti
sömu velgengni hjá Real Ma-
drid, sigursælasta félagi Evr-
ópu. Talið er að Real hafi greitt
United 25 milljón Evrur fyrir
Beckham og að söluverðið geti
hækkað í 35 milljónir ef leik-
maðurinn stendur sig vel. Sjálf-
ur fær Beckham um sjö milljón-
ir Evra fyrir fjögurra ára samn-
ing eða rúmlega 600 milljón
krónur. Salan átti sér langan að-
draganda. Real Madrid lýsti
áhuga sínum á að kaupa Beck-
ham í apríl, um það leyti sem fé-
lagið lék gegn Manchester
United í átta liða úrslitum
Meistaradeildar Evrópu. Á sein-
ni stigum lýstu nokkur önnur
félög áhuga á Beckham en hann
vildi aðeins fara til Real.
Beckham var stuðningsmað-
ur United frá unga aldri og
gerði sinn fyrsta samning við
félagið þegar hann var 14 ára.
Fimm árum síðar lék hann með
aðalliðinu í fyrsta sinn og var
orðinn fastamaður haustið 1995.
Sumarið fyrir leiktíðina 1995-96
seldi United Paul Ince til Inter
og Andrei Kanchelskis til Ev-
erton og Mark Hughes fór til
Chelsea án greiðslu. Þeir viku
fyrir nýrri kynslóð leikmanna
hjá United, þeirra á meðal Paul
Scholes, Nicky Butt og David
Beckham. ■
FERILL DAVID BECKHAM
Leikir og mörk
Manchester United (1993-2003) 398 86
Preston North End (1995) 4 2
Samtals (1993-2003) 402 88
Landsleikir (1996-2003) 60 11
1975 Fæddist 2. maí í Leytonstone í London.
1989 Skrifaði undir unglingasamning við United á 14. afmælisdegi sínum.
1995 Fyrsti leikurinn með aðalliði United.
1995 Lánaður til Preston North End í mánuð.
1995 Fastamaður í aðalliði United sem sigraði bæði í deildar- og bikarkeppninni.
1996 Skoraði frá miðju í leik gegn Wimbledon.
1996 Lék sinn fyrsta landsleik þegar Englendingar unnu Moldóva 3:0 í undankeppni HM.
1998 Rekinn af velli þegar Englendingar töpuðu fyrir Argentínumönnum í lokakeppni HM.
1999 United sigraði í deild og bikar á Englandi og í Meistaradeild Evrópu.
2000 Landsliðsfyrirliði í fyrsta sinn þegar Englendingar töpuðu 0:1 fyrir Ítölum í Tórínó.
2002 Skrifaði undir fimm ára samning við United í maí.
2002 Fyrirliði enska landsliðsins sem komst í átta liða úrslit HM.
2003 Seldur til Real Madrid fyrir 35 milljón evrur.
Fær 600 milljónir
við undirskrift
Tíu ára farsælum ferli David Beckham með Manchester United er lokið,
í bili að minnsta kosti. Salan til Real Madríd átti sér langan aðdraganda.
FÓTBOLTI „Við dauðsjáum á eftir
Beckham,“ segir Guðbjörn Þór
Ævarsson, formaður stuðnings-
mannaklúbbs Manchester United
á Íslandi. „Félagið er ekki hætt þó
hann sé farinn. Við höfum séð á
eftir mörgum góðum drengjum en
við höfum alltaf náð að vera á
toppnum undanfarin ár.“
„Ég held að þetta sé löngu
ákveðið allt saman. Við sáum það
undir lok síðustu leiktíðar að
hann var ekki með í öllum leikj-
um eins og Ferguson væri að
venja liðið við það að vera án
Beckhams. Hann kvaddi í síðasta
heimaleik. Þetta var löngu ákveð-
ið en það hefur verið mikil sápu-
ópera í kringum þetta. Beckham
hefur ferðast um Japan og það er
talað um gífurlegar vinsældir
hans þar. Hvaða treyjur kaupir
fólkið þar núna?“
„Ég er sannfærður um að stjór-
inn er með einhvern í sigtinu.
United á nóg af peningum en það
þarf kannski ekki að kaupa svo
marga. Við höfum marga mark-
menn á óskalista. Skarð Schmeichel
er vandfyllt og það vantar annað
svona ljóshært tröll.“ ■
FERGUSON OG BECKHAM
Eftir áratugarlanga þjónustu við
Manchester United og fjölda meistaratitla
hefur fyrirliði enska landsliðsins nú kvatt
stjóra sinn og félaga.
Formaður stuðningsmannaklúbbs Manchester
United:
Dauðsér á eftir
Beckham
DAVID BECKHAM Í JAPAN
David Beckham hefur verið hundeltur af
fjölmiðlum í Japan, en þar er hann nú
staddur ásamt konu sinni, Victoriu.
FÓTBOLTI „Ísland á raunhæfa
möguleika á að ná öðru sætinu í
riðlinum og komast á Evrópumót-
ið í Portúgal,“ sagði Ásgeir Sigur-
vinsson, annar tveggja nýráðinna
landsliðsþjálfara Íslands í knatt-
spyrnu. Þeir höfðu verið ráðnir
tímabundið en vegna góðs gengis
munu þeir nú fá stjórn á liðinu til
haustsins 2005 og mögulega leng-
ur.
„Þetta er stór áfangi fyrir okk-
ur og gleðiefni að takast á við
þetta til lengri tíma. Þessir tveir
leikir sem búnir eru hafa farið
vel, við höfum fengið góða svörun
frá leikmönnum og allt gengið eft-
ir og verið jákvætt. Við Logi sett-
um skýr markmið strax í upphafi
og við höldum þeim markmiðum
til haga. Möguleikar okkar velta á
hvað Skotar gera í sínum tveimur
heimaleikjum. Ég geri ráð fyrir
að þeir vinni báða þá leiki og þá
þurfum við að sigra Færeyinga og
helst ná stigi eða stigum gegn
Þjóðverjum til að komast áfram. Í
upphafi stefndum við að níu stig-
um úr þessum þrem fyrstu leikj-
um og nú þurfum við sigur gegn
sterku færeysku liði til að ná
þeim markmiðum.“ ■
BLAÐAMANNAFUNDUR KSÍ
Ásgeir og Logi verða landsliðsþjálfarar
næstu tvö árin.
Nýir landsliðsþjálfarar hvergi bangnir:
Við eigum raunhæfa möguleika