Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.06.2003, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 19.06.2003, Qupperneq 22
■ Á ferð og flugi Gjaldey ris- gla›nin gur! Fer›ahandklæ›in  eru komin! ferðir o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um ferðir – innanlands og utan Ritstjórn; sími: 515 7500 – netfang: ferdir@frettabladid.is. Auglýsingar; sími: 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is. Þjónustuauglýsingar: Gula línan; sími 580 8090 – netfang: auglysingar@gulalinan.is.  16.30 Ganga um söguslóðir kvenna í Kvosinni í Reykjavík undir leiðsögn Auðar Styrkársdóttur, forstöðumanns Kvenna- sögusafns Íslands. Kvenréttindafélag Íslands stendur fyrir göngunni, sem hefst við Ráð- hús Reykjavíkur.  18.00 Fimm- vörðuháls - næt- urganga Útivistar um Jónsmessu. Gengið er yfir Fimmvörðuháls alla leið í Bása. Gist í skálum Úti- vistar og komið heim aftur á sunnudegi. Brottför frá BSÍ. Einnig lagt af stað klukkan 19.00 og 20.00  18.00 Ferðafélag Íslands stendur fyrir Heklugöngu, sumarsólstöðu- og nætur- göngu. Gengið á fjallið úr Skjólkvíum. Lagt af stað frá BSÍ með viðkomu í Mörkinni 6.  18.00 Sjöundi hluti í göngu Ferðafélags- ins um Gömlu Krýsuvíkurleiðina. Nú verður gengið úr Kaldárseli í Hafnarfjörð. Lagt af stað frá BSÍ með viðkomu í Mörkinni 6.  19.30 Ferðafélagið gengur á Hellisheiði og Kolviðarhól. Nú verður gengið úr Kaldár- seli í Hafnarfjörð. Lagt af stað frá BSÍ með viðkomu í Mörkinni 6.  19.30 Gönguferð FÍ um aftökustaði í Landnámi Ingólfs. Lagt af stað frá BSÍ. hvað?hvar?hvenær? 16 17 18 19 20 21 22 JÚNÍ Fimmtudagur 17 18 19 20 21 22 23 Föstudagur 18 19 20 21 22 23 24 Laugardagur 19 20 21 22 23 24 25 Sunnudagur 20 21 22 23 24 25 26 Mánudagur 22 23 24 25 26 27 28 Miðvikudagur Uppáhaldsborg Þorfinns Ómarsson-ar er París. Hann bjó þar í fjögur ár fyrir um tíu árum þegar hann var í námi og heillaðist alveg, enda segir hann París fjölbreytta og margbreyti- lega borg. Þorfinnur þekkir uppáhalds- borgina sína vel og hefur töluverða reynslu af veitingahúsalífinu þar. Út að borða Þorfinnur mælir sérstaklega með bistro-staðnum Benoit rétt hjá Pomp- idou-safninu, fyrir þá sem vilja kynn- ast klassískri franskri matargerð. Hann segir staðinn passlega fínan án þess að um háklassa sé að ræða: „Þetta er eitthvað sem klikkar aldrei og er búið að vera eins í áratugi.“ „Svo getur náttúrlega verið gaman að fara líka á einhverja staði sem eru nýlegir,“ segir Þorfinnur og bendir á að í Pompidou-safninu sé einn slíkan að finna; Georges, og þar sé matur frá öll- um heimsihornum. „Þetta er lifandi og smart staður. Þetta er ekki rólegur dinner með kertaljósi, heldur meira svona kampavín og súpermódel.“ Fyrir þá sem vilja fara á mjög fínan stað mælir Þorfinnur með Arpege sem er frumlegur háklassastaður en að sama skapi dýr. „Þetta er svona stjörnustaður.“ Hótel í homma- og gyðingahverfinu Þorfinnur mælir með viðkunnan- legu þriggja stjörnu hóteli sem heitir Hotel de la Bretonnerie og er í 4. hverfi á Rue Sainte-Croix, á vinstri bakka Parísar. Hverfið sem kallast Mýrin eða Marais er eitt mesta hommahverfið í París auk þess að vera gyðingahverfi og er í miklu uppáhaldi hjá Þorfinni því þar er svo mikið af búðum sem selja áhugaverða hönnun. Þar eru líka margar „gourmet búðir“ sem selja osta og annað góðgæti. „Þegar þú ferð þarna inn er eins og þú sért kominn í aðra borg,“ segir hann. „Ef maður gistir þarna þá þarf maður ekkert að fara út fyrir hverfið, í raun og veru.“ Sumir eru hins vegar hrifnari af hægri bakka Parísar og fyrir þá bend- ir Þorfinnur á ágætt þriggja stjörnu hótel sem heitir Relais Saint Sulpice og er nálægt Latínuhverfinu. Sjálfur vill Þorfinnur frekar fá sér gönguferð um Parísarborg en að fara á hefðbundna ferða- mannastaði: „Að labba um og rekast á litlar skemmti- legar búðir,“ segir hann vera skemmtilegast. „Svo byrja ég alltaf á því að athuga hvað er í gangi því það er alltaf svo mikil myndlist og svo hefur París nátt- úrlega alltaf verið besta bíóborg í heimi,“ segir hann. „Það er ekki hægt að láta sér leiðast þarna.“ ■ Þorfinnur Ómarsson vill frekar rölta um París og og upplifa borgina en fara á hefðbundna ferðamannastaði. Svo er París besta bíóborg í heimi að hans mati. Ekki hægt að láta sér leiðast ÞORFINNUR ÓMARSSON Uppáhaldsborg Þorfinns er París enda átti hann þar heima í fjögur ár. Á TRAKTOR Í INGÓLFSHÖFÐA Sigurð- ur Bjarnason í Hofsnesi í Öræfa- sveit og fjölskylda hans bjóða ferðir í Ingólfshöfða á sumrin. Frá 20. júní til 20. ágúst er lagt upp kl. 13.30 alla daga og frá 10. júlí til 10. ágúst er einnig brottför kl. 9.30. Farið er út í höfðan á traktorkerru og farið í stutta göngu um höfðann. Þaðan er útsýni gríðarlegt og fuglalíf með mesta móti. Ferðin kostar 1.200 kr. á mann og þurfa að vera 6 manns að lágmarki eða greiða 7.200 fyrir ferð- ina ef færri eru en 6. NETKAFFI Á STÖÐVARFIRÐI Netkaffið SMS hefur verið opnað við Skóla- braut 10 á Stöðvarfirði. Gestum býðst þar aðgangur að tölvum gegn vægu verði, kaffi og stór- kostlegt útsýni í hlýlegu húsi. Einnig er boðið upp á að færa myndir af stafrænum myndavélum yfir á geisladiska hjá SMS, eða senda þær beint í tölvu- pósti heim til vina og ættingja.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.