Fréttablaðið - 19.06.2003, Side 26

Fréttablaðið - 19.06.2003, Side 26
19. júní 2003 FIMMTUDAGUR Tragikómedían En la puta vida,eða Flókið líf, var gerð í Úrú- gvæ árið 2001 og hefur hlotið fjölda verðlauna og tilnefninga á kvikmyndahátíðum um víða ver- öld. Leikstjóri myndarinnar hefur verið lofaður í hástert fyrir að flétta einkar vel saman suður-am- eríska sápuóperu og gera um leið slæmri stöðu kvenna í þessum heimshluta sannfærandi skil. Elisa er 27 ára gömul einstæð tveggja barna móðir sem býr í Montevideo í Úrúgvæ. Hana dreymir um að opna hárgreiðslu- stofu í einu af fínni hverfum borg- arinnar. Þegar hún lendir aura- laus á götunni gerist hún vændis- kona og nær nokkrum vinsældum sem slík. Hún verður ástfangin af melludólgnum Placido og gengur það vel að hún sér fram á að draumurinn muni rætast. Hún heldur í framhaldinu til Spánar í þeim tilgangi að græða „þúsundir dollara“ á götum Ma- dridar en þar mætir henni ekkert nema vonbrigði og mótlæti og hún dregst meðal annars inn í stríð úrúgvæskra vændiskvenna og brasilískra klæðskiptinga sem endar með ósköpum. Hún missir þó aldrei sjónar á draumnum um hárgreiðslustof- una og þarf áður en yfir lýkur að velja á milli dólgsins Placido og barnanna sinna tveggja sem höfn- uðu á munaðarleysingjahæli í Montevideo á meðan hún vann fyrir sér á Spáni. ■ Bræðurnir Bobby og PeterFarrelly slógu eftirminnilega í gegn með fyrsta leikstjórnar- verkefni sínu Dumb & Dumber árið 1994, enda var þar á ferðinni ein kostulegasta gamanmynd síð- ustu áratuga. Myndin bar öll helstu höfundareinkenni þeirra bræðra en aðall þeirra er grodda- legur klósetthúmor sem er ger- samlega laus við alla pólitíska rétthugsun. Leikararnir Jim Carrey og Jeff Daniels fóru á sínum tíma alger- lega á kostum í hlutverkum erki- bjálfanna Harry og Lloyd. Þeir eru hins vegar, rétt eins og Farrelly-bræður sjálfir, fjarri góðu gamni í framhaldsmyndinni Dumb & Dumberer sem verður tekin til sýninga í kvikmyndahús- um um helgina enda hefur mynd- in verið kynnt til sögunnar sem svo mikil della að upprunalegu leikararnir hafi ekki þorað að koma nálægt henni. Dumb & Dumberer hverfur aftur til fortíðar og áhorfendur fá að fylgjast með fyrstu kynnum þeirra félaga í skóla árið 1986. Þeir eru vitaskuld nemendur með miklar sérþarfir en gera allt sem þeir geta til þess að brjóta af sér hlekki heimskunnar og njóta eðli- legs skólalífs. ■ Geðþekka unglingsstúlkanLizzie McGuire kom fyrst fram á sjónarsviðið í samnefnd- um sjónvarpsþáttum árið 2001 en Disney hefur nú tekið stúlkuna upp á arma sína og leyfir henni að njóta sín í bíómynd sem heitir einfaldlega Bíómyndin um Lizzie McGuire. Þegar Lizzie var kynnt til sögunnar í sjónvarpinu var hún ósköp venjuleg, svolítið sein- heppin táningsstelpa sem var að fikra sig inn í heim hinna full- orðnu, meðal annars með því að kaupa sér sinn fyrsta brjósta- haldara. Bíómyndin tekur upp þráðinn þar sem hún er að fara í útskrift- arferð til Ítalíu. Þar bíða hennar meiriháttar ævintýri þar sem hún er nefnilega tvífari poppstjörn- unnar Ísabellu. Lizzie er því feng- in til að fylla skarð Ísabellu í vin- sælum dúett og á augabragði breytist þessi venjulega skóla- stelpa í næstu Britney Spears. Stúlkan þarf því að glíma við stórar heimspekilegar spurning- ar í sumar en er sem betur fer ekki öll þar sem hún er séð. ■ Erfitt líf: Hárgreiðsludraumar vændiskonu ELISA Draumur hennar um að eignast hárgreiðslustofu leiðir hana út í vændi á götum Madridar. HILLARY DUFF Þessi 16 ára gamla leikkona þykir líkleg til stórræða. Hún lék Lizzie McGuire fyrst í samnefndum sjónvarpsþáttum árið 2001 og er einnig á fleygiferð í bíó þessa dag- ana í Agent Cody Banks ásamt Frankie Muniz úr Malcolm in the Middle. Lizzie McGuire: Úr sjónvarpinu á hvíta tjaldið HEIMSKUR, HEIMSKARI Leikararnir Eric Christian Olsen og Derek Richardson fá það vandasama verkefni að leika Jim Carrey og Jeff Daniels á yngri árum og virðist takast frekar illa upp ef marka má harkalega dóma erlendra gagnrýnenda. Heimskur, heimskari: Fábjánar á skólabekk

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.