Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.06.2003, Qupperneq 27

Fréttablaðið - 19.06.2003, Qupperneq 27
25FIMMTUDAGUR 19. júní 2003 Það er ekki nóg með það aðgrafarræninginn kynþokka- fulli Angelina Jolie ætli að bjarga heiminum öðru sinni í sumar í nýrri mynd um Löru Croft heldur hefur hún einnig skorið upp her- ör gegn beinþynningu með því að taka þátt í Got milk? auglýsinga- herferðinni. Glæsilegar myndir af dömunni með mjólkurskegg munu því birtast í tímaritum um gervöll Bandaríkin á næstunni. Jolie er vafalaust glæsilegasta stjarnan sem hefur lagt mjólkur- áróðursherferðinni lið og það má því slá því föstu að þessi land- búnaðarafurð komi sterk inn í sumar. Gamli James Bond-leikarinnRoger Moore var í hópi þeirra sem fengu orðu á afmæli Englandsdrottn- ingar á dögun- um. Moore var aðlaður fyrir störf sín sem leikari og fram- lag sitt til góð- gerðarmála. Þessi 75 ára gamla kempa, sem hefur með- al annars bjarg- að heimsbyggðinni sjö sinnum á meðan hann var í þjónustu henn- ar hátignar, var sem sagt loksins orðinn Sir Roger Moore þegar hann gekk af fundi drottningar. Þegar Stanley heitinn Kubrickvar staddur í London að kvik- mynda Eyes Wide Shut tók bíræf- inn svikahrappur sig til og þóttist vera þessi nafntogaði leikstjóri til þess að komast inn í partí og næturklúbba. Þessi hugmynda- ríki svindlari er nú við það að öðlast heimsfrægð fyrir uppá- tækið en John Malkovich mun leika hann í kvikmyndinni Color Me Kubrick, sem byggir á Lund- únaævintýrinu. Brian Cook skrif- ar handrit myndarinnar, en hann vann einmitt með Kubrick að gerð Eyes Wide Shut. Harðjaxlinn Kurt Russell ermættur til leiks á ný í lög- reglumyndinni Dark Blue en þar er hann í sínu fyrsta aðalhlutverki síðan hann spókaði sig í Presley- galla í 3000 Miles to Graceland. Myndin gerist í Los Angeles í apr- íl árið 1991 og fjallar um harð- snúna sveit lögreglumanna sem hika ekki við að brjóta lög og regl- ur þegar það kemur að því að hafa hendur í hári glæpamanna. Russell leikur gamalreyndu lögguna Eldon Perry sem er fremst í flokki fautasveitarinnar enda annálaður fyrir fantaskap og óhlýðni. Hann er á kafi í rannsókn morðmáls ásamt nýliðanum Bobby Keough, sem fær að kynn- ast grimmu frumskógarlögmáli götunnar undir handleiðslu Perrys. Yfirmaður þeirra félaga, leik- inn af töffaranum Ving Rhames, hefur fengið sig fullsaddan af ruddaskap Perrys enda er um- ræðan um ofbeldi að taka lög- regluyfirvöld á taugum þar sem réttarhöldin yfir lögreglumönn- unum fjörum sem gengu í skrokk á blökkumanninum Rodney King eru í bakgrunni sögunnar og gefa tóninn. Rhames er eini maðurinn sem hefur þorað að bjóða Perry og fé- lögum birginn en sérsveitarmenn- irnir standa saman sem einn mað- ur og því mun sverfa til stáls áður en ofstopamaðurinn Perry játar sig sigraðan. KURT RUSSELL OG VING RHAMES Takast á í Dark Blue þar sem Rhames reynir að hemja of- beldissegginn Eldon Perry sem Russell leikur, en sá hikar ekki við að beita fantabrögðum til þess að halda uppi lögum og reglu á götum Los Angeles. Hörkutólið Kurt Russell: Lumbrar á glæpamönnum Fréttiraf fólki

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.