Fréttablaðið - 19.06.2003, Side 28

Fréttablaðið - 19.06.2003, Side 28
19. júní 2003 FIMMTUDAGUR26 JOHNNY ENGLISH kl. 4 og 6 THE MATRIX R.. 5.30, 8, 10.30 b.i 12 BRINGING DOWN... kl. 3.45, 5.50, 8, 10.15 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 Sýnd kl. 5.45 og 10 b.i. 12 ára kl. 6NÓI ALBINÓI kl. 6. 8 og 10RESPIRO OLD SCHOOL kl. 5.50, 8, 9.05, 10.15 10.15 Powersýning Lúxus kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.15 TÖFRABÚÐINGURINN m/ísl. kl. 4 IDENTITY kl. 5.50, 8 og 10.10 b.i 16 kl. 8 b.i. 12 Sýnd kl. 5.45, 8, og 10.15 b.i. 12 ára Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 Sýnd í lúxus kl. 6 og 8.30 kl. 5.45, 8 og 10.15HOW TO LOSE A... XMEN kl. 5 og 8 bi 12 SKÓGARLÍF 2 kl. 3.45 Fréttiraf fólki Hún Díana Krall ætti að veraorðin píanóinu vön, enda hefur hún leikið á það frá fjögurra ára aldri. Hún byrjaði því líklegast að spila skömmu eftir að hún lærði að tala. Ástríðu hennar fyrir nótna- borðinu svarthvíta erfði hún frá föður sínum, sem og ástríðu hans á djasstónlist. Herra Krall hefur alla tíð verið mikill plötusafnari og þakkar stúlkan honum iðulega fyr- ir gott tónlistaruppeldi. Snemma beygðist krókurinn og Díana hóf að leika með skólasveit- um á táningsaldri. Tónlistaráhug- inn fór ekki framhjá kennurum hennar og henni var veittur styrk- ur til þess að stunda tónlistarnám í Berklee-háskólanum, sem þykir þó nokkur heiður. Hún settist að í New York þar sem hún vann sig upp metorðastig- ann með stöðugri spilamennsku á klúbbum. Bassaleikarinn og Ís- landsvinurinn Ray Brown tók hana undir sinn verndarvæng og lærði hún mikið af honum. Fljótlega var henni boðinn upptökusamningur í Kanada sem leiddi til útgáfu henn- ar fyrstu breiðskífu „Steppin’ Out“ árið 1993. Plötunni var vel tekið af djassáhugamönnum og tryggði hún sér bitastæðari samning í kjöl- farið. Frá árinu ‘93 hefur hún nán- ast gefið út eina plötu á hverju ári í Bandaríkjunum. Best þótti henni takast upp með plötuna „All for You“ árið 1995 sem var óður til tríós Nat King Cole. Díana vann Grammy-verðlaun- in árið 1999 sem besti djasssöngv- ari ársins og var plata hennar frá árinu áður „When I Look in Your Eyes“ tilnefnd sem besta platan. Hægt og rólega hefur hún verið að renna inn á poppaðri mið. Út- gáfa hennar á Billy Joel-laginu „Just the Way You Are“ hefur svo endanlega skotið henni upp á meg- instrauminn. Það er að finna á síð- ustu plötu hennar, tónleikaplötunni „Live in Paris“, sem er hennar söluhæsta frá upphafi. Díana er trúlofuð Elvis Costello en ekki er vitað hvort hann verði með í för hingað á klakann. Miða- sala er hjá skrifstofu Sinfóníu- hljómsveitar Íslands í Háskólabíó. biggi@frettabladid.is Miðar á tónleika djasssöngkonunnar Díönu Krall í Laugardalshöll í ágúst eru enn fáanlegir. Þeir renna þó hratt út enda eru tónleikar Grammy-verðlaunahafans sagðir einstök upplifun. Maður á sextugsaldri, LouisZizza, réðst að strandvarða- kroppnum Pamelu Anderson í flugvél nú á dögunum, og það tvisvar. Ástæðan var sú að hann hélt hún væri ein af þeim fjöl- mörgu stjörnum sem hafa lýst yfir andstöðu við stríðið í Írak. Zizza „sprakk víst af reiði“ að sögn sjón- arvotta og flugfélagið lét lögregl- una vera til- búna við lendingu í Los Angeles. Zizza segist nú að- eins hafa látið í ljós skoðun og skilur ekki umstangið, auk þess sem hann segist ekki hafa verið drukkinn né hafa öskrað. Hann sér þó eftir atvikinu, sérstaklega þar sem hann misskildi hver Pamela var og vissi ekki að hún hefði nýlega lýst yfir stuðningi við hermenn í Írak, þó ekki bein- um stuðningi við stríðið. Nýr leikur í Tomb Raider-serí-unni vinsælu, þar sem hin brjóstgóða Lara Croft murkar lífið úr dýrum og mönnum í leit sinni að fornmun- um, átti að koma út þann 20. júní í Bretlandi og Bandaríkjun- um. Það er eftir miklar tafir og bið, en fjögur ár eru síðan Lara kleif síðast upp sölu- listana með nýjum leik. Nú hefur svo háttsettur maður hjá Eidos, útgáfufyrirtæki Tomb Raider, sagt að frekari taf- ir gætu átt sér stað, en framleið- endurnir þurfa víst meri tíma til að merja úr leiknum villur og galla. Nýi leikurinn, Tomb Raider: Angel of Darkness er fyrsti leikur seríunnar sem kem- ur út á nýrri kynslóð leikjatölva, en hann verður fyrir Play- Station2 og PC. Staupasteinsleikarinn WoodyHarrelson, sem lék síðast í An- ger Manage- ment, er þekkt- ur fyrir ást sína á maríjúana- plöntunni og af- urðum hennar. Sem mikill hvatamaður fyrir lögleið- ingu kannabisreykinga hunsaði hann algjörlega strangt reykinga- bann sem búið er að setja á götum New York-borgar af nýja borgar- stjóranum Mike Bloomberg á þeim forsendum að bannið næði ekki yfir marjúana. Slúðurrit segja Woody hafa reykt með vini sínum og töframanni með meiru David Blaine og nokkrum fyrir- sætum í eftirpartíi Coldplay tón- leika á Madison Square Garden. Alhliða útgáfuþjónusta Sími 565 9320 pjaxi@pjaxi.is www.pjaxi.is Hagkvæmari prentun KVIKMYNDIR Terminator-vélmennið sem Arnold Schwarzenegger hefur leikið í samnefndum myndum er eins konar holdgervingur ógurlegs afls og miskunnarlauss dauða. Nú virðist það þó ætla að verða tákn samkynhneigðar að auki, eða er að reyna að verða það, að mati sumra. Nýja myndin, Terminator 3: Rise Of The Machines, hefst þannig á því að nakinn Schwarzenegger gengur inn á hommabar til þess að stela leður- jakka og -buxum, á meðan erótískir karldansarar striplast í bakgrunni. En Arnold tekur fyrir að þetta atriði sé sérstaklega gert til að höfða til samkynhneigðra. Hann segir Term- inatorinn iðulega í leðurklæðnaði og síðast stal hann honum á mótorhjóla- búllu. „Þetta lá bara vel við, en leður- klæðnaður Terminatorsins er með eftirminnilegri búningum kvik- myndasögunar. Samkynhneigðir eru hluti af samfélaginu og Terminator er vel liðinn bæði af sam- og gagn- kynhneigðum. Að líka við hann kem- ur kynhneigð ekkert við.“ Term- inator 3: Rise Of The Machines verð- ur frumsýnd innan skamms en fram- leiðendur hennar vilja meina hún sé dýrasta mynd sögunar. ■ TERMINATOR Leðurklæddur sálarlaus töffari, en til hverra er verið að höfða? Terminator 3: Vélmennið sam- kynhneigt? DÍANA KRALL Heldur tónleika í Laug- ardalshöll 9. ágúst. Miðasalan hófst á mánudag og seldist rúmlega helmingur miðanna á fyrsta degi. Við píanóið frá blautu barnsbeini Hyrjarhöfði 7, sími 567 8730/6937154 www.teflon.is LAKKVÖRN BRYNGLJÁI Á BÍLINN! Blettun-djúphreinsun-alþrif. Mörkinni 6, sími 588 5518. Opið 9-18 virka daga og 10-15 laugardaga. Öðruvísi síðar stælkápur Hattar og húfur Nokkur pláss laus í sumar. Bókaðu strax hjá Guðrúnu í Keramik fyrir alla, sími 552 2882 eða á www.keramik.is Hvernig fannst þér á sumar- námskeiðinu fyrir skapandi börn hjá Keramik fyrir alla? Sigrún Ósk: Mjög gaman. Við lærum mjög mikið í myndlist og málum keramik líka. Námskeið fyrir skapandi börn

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.