Fréttablaðið - 19.06.2003, Page 29

Fréttablaðið - 19.06.2003, Page 29
FIMMTUDAGUR 19. júní 2003 27 SÍMI 553 2075 Sýnd kl. 4, 6 og 10 MATRIX REL. kl. 5.30, 8, 10.30 b.i. 12 KANGAROO JACK kl. 6 og 10 Sýnd kl. 8 Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 kl. 4, 6, 8 og 10ANGER MANAGEMENT IDENTITY kl. 6, 8 og 10VIEW FROM THE TOP kl. 6, 8 og 10 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 Powersýning Sýnd kl. 6, 8 og 10 bi 16. ára Mikil leynd hvílir yfir nýjuHarry Potter-bókinni og miklar ráðstafanir hafa verið gerðar til að sporna gegn því að upplýsingar um innihald hennar leki út til almennings. Þetta heppnaðist þó ekki betur en svo að heil- um 700.000 eintökum af „Harry Potter og Fönixregl- an“ var stolið úr vöruhúsi í Englandi. Maður sem þóttist vera vöruflutningamaður mætti á vörubíl og ók burt með bókastaflann, en bíllinn fannst svo síðar tómur. Virði bókana var um 1,7 milljónir dollara, eða rúmir 1,3 milljarðar íslenskra króna. Einnig hefur lyftarastjór- inn Donald Parfitt viðurkennt að hafa stolið nokrum blaðsíðum bókarinnar úr prentsmiðjunni. Tónlistarmaðurinn Prince ætlarað gefa út plötu í dag. Á henni verða aðeins fjögur lög og er hvert þeirra akkúrat 14 mínútna langt. Platan heitir „N.E.W.S.“ sem er skammstöfun fyrir ensku orðin „North, East, West og South“ en það eru einmitt nöfn laganna. Breiðskífan verður aðeins fáanleg í gegnum heimasíðu kappans npg- musicclub.com. Prince gaf síðast út plötuna „The Rainbow Children“ fyrir tveimur árum síðan. Hana gaf hann líka fyrst upphaflega bara út í gegnum heimasíðu sína. Prince hefur mikla óbeit á tónlistariðnað- inum og forðast því plöturisana eins og heitan eldinn. Enda hefur hann brennt sig áður og neyddist til dæmis til að skipta um listamanns- nafn eftir að hann lenti í hörðum deilum við plötuútgáfu sína, Warn- er Brothers. Þá tileinkaði hann sér tákn í stað nafns og var því titlaður í fjölmiðlum, sem áttu ekki táknið í gagnabönkum sínum, sem „lista- maðurinn áður þekktur sem Prince“. Hann var einnig mjög op- inskár í baráttu sinni við fyrirtæk- ið og kom iðulega fram með orðið „Slave“ ritað á kinn sína. Á heimasíðu hans er gestum boðið upp á stutt sýnishorn af væntanlegum DVD-disk sem inni- heldur tónleikaupptökur frá Aladd- in-hótelinu í Las Vegas. Hann verð- ur gefinn út síðar á þessu ári. ■ PRINCE Sérvitur lítill prakkari sem er í uppreisn gegn núverandi ástandi tónlistariðnaðarins. Þemaplata hjá Prince: Fer í allar áttir Renee Zellweger, semkomst nýlega í frétt- irnar vegna kleinu- hringjaáts og gríðarlega hárra launa fyrir fram- hald myndarinnar um hina léttlyndu Bridget Jones, ætlar að flytja til Bretlands til enn frek- ari undirbúnings fyrir hlutverk sitt. Hún vill að ensk menning leiki um hana svo auðveld- ara verði að tileinka sér hana. Hún ætlar því að kaupa sér hús í sveitinni og búa þar allt þar til tökur hefj- ast í febrúar, ef ekki lengur. Wu Tang Clan-meðlimurinnog rapparinn Ol’Dirty Bastard, einnig þekktur sem Dirt McGirt, spilaði á föstudaginn síð- asta (þann 13.) á sínum fyrstu tónleikum síðan hann kom úr fangelsi fyrir 2 mánuðum. Það gekk ekki skakkafallalaust en áhorfendur þurftu að bíða heilan klukkutíma eftir að hann léti sjá sig. Eigandi klúbbsins bað alla að bíða rólega, sagði að hann væri ekki alveg tilbúinn á svið strax, það þyrfti að þrífa hann. Að lok- um tók hann þó lagið og flutti marga af sínum helstu smellum, en bað fólk að afsaka sig ef eitt- hvað væri að klikka, hann væri bara búinn að vera læstur inni of lengi. Ol’Dirty Bastard er að vinna plötu sem kemur út í ár. Á henni nýtur hann hjálpar lista- manna eins og The Neptunes og Wu Tang-bróðursins RZA. REIÐSKÓLINN ÞYRILL REIÐSKÓLINN ÞYRILL

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.