Fréttablaðið - 19.06.2003, Side 34

Fréttablaðið - 19.06.2003, Side 34
100 ÁRA „Við hittumst ekki á fæð- ingardeildinni. Árný fæddist að vísu þar en ég fæddist í heimahús- um,“ segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, en hann og Árný Sveinbjörnsdóttir, eiginkona hans, halda saman upp á fimmtíu ára afmælið sitt í dag. Það munar aðeins degi á þeim hjónakornum í aldri en Össur fæddist þann 19. júní 1953 og Árný daginn eftir. Þau eru því að verða samanlagt eitt hundrað ára þó Össuri finnist vart við hæfi að hafa slíkt í flimtingum. „Hún er nú svo ungleg að það er varla hægt að leggja árin okkar saman og fá út 100.“ Þrátt fyrir þennan litla aldurs- mun lágu leiðir Össurar og Árnýj- ar ekki saman fyrr en í mennta- skóla. „Ég sá hana fyrst þegar ég var í þriðja bekk í MR. Ég var þá í vélritunartíma þegar glæsilegur hópur stúlkna kom askvaðandi inn í stofuna til að fá lánaðar rit- vélarnar okkar. Mér var ein þeirra sérstaklega minnisstæð en við kynntumst nokkru síðar þegar við byrjuðum bæði á eðlisfræðibraut í MR. Þetta er orðið 30 ára gamalt samband og við erum mennta- skólapar sem er enn á föstu.“ „Ég hef ekki haldið upp á af- mælið mitt frá því ég komst á full- orðinsárin. Ég gerði það síðast þegar ég var 12 ára þannig að þetta er alger nýlunda fyrir mig og svolítið sérstök tilfinning. Mér var svolítið órótt fyrst eftir að við ákváðum þetta en nú er ég afskap- lega glaður og er mikið afmælis- barn í mér í dag.“ Árný segist, rétt eins og eigin- maðurinn, ekki hafa gert mikið með afmælið sitt hingað til. „Það má eiginlega segja að afmælis- veislur hafi ekki komið inn á okk- ar heimili fyrr en með stelpunum okkar og það má því alveg segja að það sé kominn tími á okkur.“ Össur vakti athygli Árnýjar strax á fyrsta árinu þeirra í MR. „Ég man líka eftir honum úr þriðja bekk og þá ekki síst fyrir mjög vasklega framgöngu í gangaslagnum.“ Ástin sem kviknaði í MR fyrir 30 árum lifir enn og það er degin- um ljósara að afmælisbörnin fimmtugu eiga vel skap saman. „Ég veit ekki hvað stjörnuspek- ingar segja um hjónaband tveggja tvíbura“, segir Árný, „en sam- band okkar hefur alltaf verið ákaflega traust og gott.“ thorarinn@frettabladid.is 32 19. júní 2003 FIMMTUDAGUR Mér finnst miklu fljótlegra að flettaupp í orðabókinni en áður, eftir að ég uppgötvaði að orðin eru öll í staf- rófsröð. Pondus eftir Frode Øverli Með súrmjólkinni Afmæli ■ Hjónin Össur Skarphéðinsson og Árný Sveinbjörnsdóttir eiga 50 ára afmæli með eins dags millibili. Þau kynntust í menntaskóla og hafa verið saman í 30 ár. Þau hafa ekki haldið sameiginlega upp á afmæli sín áður en bjóða nú til 100 ára afmælis á Kjarvalsstöðum. 2. námskeið 23. - 27. júní 3. námskeið 30. júní - 4. júlí 4. námskeið 7. - 11. júlí 5. námskeið 14. - 18. júlí Leikja- og ævintýranámskeið Breiðabliks Nýtt ævintýri hefst mánudaginn 23. júní karnival – fjöruferð – íþróttir – ratleikur – söngur – sund – bátakeppni – föndur o.fl. Námskeiðið er allan daginn frá kl. 9 -16 Heitur matur í hádeginu og boðið upp á gæslu frá 8-9 og 16-17. Verð 6.000 kr. Upplýsingar í síma 510-6409 ithrottirogutilif@breidablik.is www.breidablik.is Afmæli samlyndra hjóna 13.30 Ásgeir J. Sandholt, bakarameist- ari, verður jarðsunginn frá Hall- grímskirkju. 13.30 Guðmundur Kristjánsson, Stór- holti 26, Reykjavík, verður jarð- sunginn frá Háteigskirkju. 13.30 Kristín Ingimundardóttir, Tjalda- nesi 5, Garðabæ, verður jarðsung- in frá Dómkirkjunni. 13,30 Sigurður Torfi Zoega, Hrafnistu, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Áskirkju. 13.30 Stefán Eiríkur Sigurðsson, Skipa- sundi 88, Reykjavík, verður jarð- sunginn frá Langholtskirkju. ■ Jarðarfarir ■ Andlát Guðmundur Hermannsson, Háagerði 87, Reykjavík, lést 15. júní. Guðrún Árnadóttir, Hrafnistu, Hafnar- firði, lést 15. júní. Gunnar Jónsson, bifreiðarstjóri, Dalvík, lést 15. júní. VIKUFERÐ TIL PRAG Í ÁGÚST Þann 1. ágúst býður Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar beint leiguflug með Flugleiðum til hinnar fornfrægu og fögru borgar Prag, höfuðborgar Tékklands. Heimflug til Íslands er síðan þann 9. ágúst. Verð á mann er krónur 73.700,- ef gist er á Hotel Pyramida Verð á mann er krónur 82.200,- ef gist er á Hotel Bellagio Innifalið í verði er flug, flugvallarskattar, akstur frá og að flugvelli, gist- ing í tveggja manna herbergi, morgunverður, yfirgripsmikil skoðunar- ferð um Prag og íslensk fararstjórn. Meðan á dvöl stendur verður boð- ið upp á ýmsar dagsferðir með íslenskri leiðsögn sem bókast og greiðast hjá fararstjórum. Hotel Pyramida er vel staðsett og vel útbúið fjögurra stjörnu hótel skammt frá kastalahæðinni. Hotel Bellagio er nýtt fjögurra stjörnu hótel skammt frá gyðingahverf- inu og gamla bænum. Fararstjórar: Emil Örn Kristjánsson og Pétur Gauti Valgeirsson. Leitið nánari upplýsinga hjá utanlandsdeild okkar. Orlofsávísun VR gengur upp í greiðslu. Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar ehf. Borgartúni 34 Sími 511 1515, netfang: outgoing@gjtravel.is, heimasíða: www.gjtravel.is Er þér ekki sama þó ég sprengi mig í loft upp? NEI!!! Mér er sko ekki sama! Er þér sama þó ég hengi mig? NEI! Er þér samaþó ég reyki? Já, reyktu eins og þú vilt! Þetta tekur allt of langan tíma! Styttri en þú heldur! Ég bíð fyrir utan! ÖSSUR OG ÁRNÝ Bjóða vinum og velunnurum, gömlum og nýjum, að fagna tímamótunum með sér á Kjarvalsstöðum klukkan 20.30 í kvöld. „Þetta er opið hús og það er öllum boðið,“ segir Össur og bætir því hróðugur við að þar sem hann hafi fæðst á kvenréttindadeginum verði húsið skreytt með bleikum rósum í tilefni dagsins. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.