Fréttablaðið - 19.06.2003, Page 37

Fréttablaðið - 19.06.2003, Page 37
SLYSAVARNIR Umferðarfulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Umferðarstofu og Björgunarfé- lagið Blanda gerðu könnun á því hve margir ökumenn notuðu bílbelti á þjóðvegi 1 við Blönduós fyrir og um síðustu helgi. Í ljós kom að um 8% ökumanna nota ekki bílbelti við akstur á þjóð- vegi 1. Athygli vekur að beltanotk- un var betri um helgina þegar fólk var að fara í frí með fjölskyldunni heldur en á virkum dögum. Vekur það furðu að enn skuli fólk aka bíl án þess að nota bílbelti í ljósi þess að í nýútkominni skýrslu rann- sóknarnefndar umferðarslysa er það ein af ástæðum banaslysa í um- ferðinni á síðasta ári. Um liðna helgi var mikil umferð á Norðurlandi og voru ökumenn heldur mikið að flýta sér í góða veðrinu. Við vonum að bílstjórar ró- ist þegar líður á sumarið spenni beltið og brosi framan í lífið og aðra í umferðinni. Góða ferð! ■ FIMMTUDAGUR 19. júní 2003 35 TÓNLIST Sinfóníuhljómsveit Ís- lands hefur næsta starfsár sitt með glæsibrag þann 4. september næstkomandi með viðhafnartón- leikum Maxim Vengerov, sem er án efa einn fremsti fiðluleikari heims um þessar mundir. Vengerov hélt eftirminnilega einleikstónleika á vegum Listahá- tíðar í Reykjavík síðasta vor og heillaðist svo af landinu að hann vildi ólmur koma hingað til frek- ara tónleikahalds. Þessi önnur heimsókn hans til landsins telst til slíkra tíðinda að miðasala á tón- leikana hefst strax í dag. Miðar verða ekki teknir frá en þá má kaupa á skrifstofu Sinfóníuhljóm- sveitarinnar og á heimasíðu henn- ar www.sinfonia.is. Maxim Vengerov er 28 ára gamall. Hann vakti snemma at- hygli fyrir leikni sína og var ekki nema fjögurra ára þegar hann hóf fyrst að leika á fiðlu og hefur á ferli sínum hlotið fjölda viður- kenninga, hreppt fyrsta sæti í tón- listarkeppnum um víða veröld og hlotið tvær Grammy-tilnefningar svo eitthvað sé nefnt. ■ Bílbeltinn bjarga ÍSLENSKU LEIKLISTARVERÐLAUNIN ÚTVARPSVERK ÁRSINS Stoðir samfélagsins eftir Henrik Ibsen í þýðingu Einars Braga og í leikstjórn Maríu Kristjánsdóttur. Hljóðvinnsla: Grétar Ævarsson. BARNASÝNING ÁRSINS Völuspá eftir Þórarin Eld- járn, í leikstjórn Peter Holst og í sviðsetningu Möguleikhússins. DANSVERÐLAUN ÁRSINS Erna Ómarsdóttir fyrir Evu í þriðja veldi í sviðsetningu Dans leikhúss með ekka. DANSSÝNING ÁRSINS Eva í þriðja veldi í svið- setningu Dansleikhúss með ekka. BÚNINGAR ÁRSINS Þórunn Elísabet Sveinsdóttir fyrir búningahönnun í Rómeó og Júlíu í sviðsetn- ingu Íslenska dansflokksins, Leikfélags Reykjavíkur og Vesturports. LEIKMYND ÁRSINS Sigurjón Jóhannsson fyrir leikmyndahönnun í sýningunni Sölumaður deyr í sviðsetningu Leikfélags Reykjavíkur. LÝSING ÁRSINS Björn Bergsteinn Guðmundsson fyrir Grettissögu í sviðsetningu Hafnarfjarðarleik- hússins og Hægan Elektra og Veisluna í sviðsetn- ingu Þjóðleikhússins. VINSÆLASTA SÝNINGIN Sellófon eftir Björk Jak- obsdóttur. TÓNLIST ÁRSINS Hjálmar H. Ragnarsson fyrir frumsamda tónlist í Cyrano. Flutningur tónlistar: Hljómsveitin Rússíbanar. LEIKSKÁLD ÁRSINS Þorvaldur Þorsteinsson fyrir handritið að leiksýningunni And Björk, of course... í sviðsetningu Leikfélags Reykjavíkur. LEIKKONA ÁRSINS Í AUKAHLUTVERKI Edda Heiðrún Backman fyrir hlutverk sitt í Kryddlegnum hjörtum í sviðsetningu Leikfélags Reykjavíkur. LEIKARI ÁRSINS Í AUKAHLUTVERKI Ólafur Darri Ólafsson fyrir hlutverk sín í Kvetch í sviðsetningu Leikhópsins Á senunni og Rómeó og Júlíu í svið- setningu Íslenska dansflokksins, Leikfélags Reykjavíkur og Vesturports. HEIÐURSVERÐLAUN Heiðursverðlaun Leiklistar- sambands Íslands hlýtur Sveinn Einarsson fyrir ævistarf í þágu leiklistar á Íslandi. LEIKKONA ÁRSINS Í AÐALHLUTVERKI Edda Heiðrún Backman fyrir hlutverk sitt í Hægan El- ektra í sviðsetningu Þjóðleikhússins og Kvetch í sviðsetningu Leikhópsins Á senunni. LEIKARI ÁRSINS Í AÐALHLUTVERKI Hilmir Snær Guðnason fyrir hlutverk sitt í Veislunni í sviðsetningu Þjóðleikhússins. LEIKSTJÓRN ÁRSINS Stefán Jónsson fyrir leik- stjórn sína í leiksýningunni Kvetch í sviðsetningu Leikhópsins Á senunni. SÝNING ÁRSINS Leikhópurinn Á senunni fyrir Kvetch eftir Steven Berkoff. Sinfónían ■ Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur starfs- ár sitt með glæsibrag í september með tónleikum fiðluleikarans Maxim Vengerov. Koma hans telst til slíkra tíðinda að miðasala á tónleikana hefst strax í dag. 1 7 8 10 11 12 14 18 15 16 13 17 2 3 4 5 9 6 MAXIM VENGEROV Mun leika Symphony espagnole eftir Edouard Lalo og Tzigane eftir Maurice Ra- vel. Hljómsveitarverk á tónleikunum eru eftir Victor Urbancic, Emmanuel Chabrier, William Walton og Nikolaj Rimskíj-Korsa- kov á viðhafnartónleikum Sinfóníunnar í haust. Vengerov snýr aftur KANNA NOTKUN Umferðarfulltrúi Slysavarnafélagsins Lands- bjargar og Umferðarstofu og Björgunarfé- lagið Blanda fylgjast með því að ökumenn noti bílbelti, sem margsannað er að bjarga mannslífum. Lausn: Lárétt:1öskrar, 7starfa, 8kól,9ak,10 ullur, 12sa,14trosna,17taug,18varða. Lóðrétt: 1öskustó,2stólar,3kall,4rr, 5 afar, 6rak,11ufsar, 13saga,15ota,16 nuð. ■ Krossgáta ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Hamleys. Real Madrid. Geirmundur Valtýsson. Lárétt l æpir, 7 vinna, 8 fraus, 9 keyr, 10 einn af ásum, 12 átt, 14 slitna, 17 reipi, 18 vegvísir. Lóðrétt 1 brunaleifar í arni, 2 húsgögn, 3 hróp, 4 tveir eins, 5 áar, 6 vísaði burt, 11 fiskar, 13 frásögn, 15 pota, 16 nöldur. ■ Leiðrétting Að gefnu tilefni skal ítrekað að landvættirnar fjórar eru Bush, Rumsfeld, Bjarnason og Oddsson.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.