Fréttablaðið - 19.06.2003, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 19.06.2003, Blaðsíða 38
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar STEINUNNAR STEFÁNSDÓTTUR Mikil undur eiga sér stað umþessar mundir í veðurmálum okkar Íslendinga. Rigningin er farin að haga sér undarlega miðað við það sem aðallega hefur þekkst hér á suð- vestanverðu landinu. Það rignir stór- um dropum, beint niður af himnum. Það rignir lóðrétt eins og í útlöndum. Þetta er heilmikið nýnæmi og kallar á nýjar umgengnisreglur við rign- inguna. Og hvað gerist? Fólk dustar auðvitað rykið af regnhlífunum sín- um og síkvikur regnhlífaskógurinn í miðbænum gefur honum nýjan stór- borgarbrag. Gaman. HEIMA HJÁ MÉR hefur einmitt safnast upp ógrynni af regnhlífum. Þessar regnhlífar hafa verið keyptar á ferðum í útlöndum þegar gert hefur skyndilegar lóðréttar skúrir. Þeim hef- ur svo verið pakkað niður í ferðatösk- ur og farið með þær heim. Fyrst eftir heimkomuna hefur maður stundum ætlað að vera voðalega kosmópólítan og tekið fram regnhlífina nýju í vætu- tíð. Yfirleitt þó aldrei nema einu sinni því fátt er minna heimsborgaralegt en að standa í rífandi hvassviðri með ranghverfa regnhlíf. Eftir svoleiðis reynslu hefur regnhlífinni verið kom- ið fyrir í fatahenginu þar sem hún hef- ur dagað uppi með áður keyptum systrum sínum. SAFNIÐ hefur byggst upp á mörg- um árum og er orðið dágott. Þarna eru langar og rennilegar regnhlífar, stuttar og kubbslegar og haganlegar regnhlífar sem brjóta má saman og geyma í tösku, allar keyptar eins og andinn blés í brjóst í tiltekinni rign- ingu í tilteknu landi. Ekki þarf að taka fram að næst þegar farið er úr landi gleymist að sjálfsögðu að fara í regnhlífasafnið góða og kippa með sér vel valinni regnhlíf. NÚ HAFA ALLAR þessar regnhlíf- ar allt í einu fengið hlutverk í hinu nýja tíðarfari höfuðborgarsvæðisins. „Mamma, hvar er rauða regnhlífin?“ „Hvar er regnhlífin með eplinu?“ Þessum spurningum rignir yfir mann dag eftir dag meðan dropar falla af himnum, lóðrétt. Regnhlífarnar eru dregnar fram úr dimmustu skotum fatahengisins og unglingsstúlkur rölta út í rigninguna vel varðar, því rigningin kemur að ofan. Það er ekki laust við að maður sakni gamla góða slagveðursins, eða hvað? ■ Regnhlífar fá hlutverk Fullkomin vörn með þeim raka sem húðin þarfnast. w w w .js h. is F le i r i ger› i r P ioneer b í l tækja á www.ormsson. is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.