Fréttablaðið - 20.06.2003, Page 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500
Tónlist 24
Leikhús 24
Myndlist 24
Bíó 28
Íþróttir 22
Sjónvarp 28
KVÖLDIÐ Í KVÖLD
FÖSTUDAGUR
20. júní 2003 – 137. tölublað – 3. árgangur
FÓTBOLTI
Öll félög
vilja Eyjólf
bls. 22
AFMÆLI
Dekur frá
toppi til táar
bls. 36
STA Ð R EY N D UM
MEST
LESNA DAGBLAÐIÐ
Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup í mars/apríl 2003
22,1%
52,3%
61,7%
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
M
O
R
G
U
N
B
LA
Ð
IÐ
D
V
Kópavogsslagur
FÓTBOLTI ÍBV tekur á móti FH í
Landsbankadeild kvenna klukkan
20. Fjórir leikir fara fram í 1. deild
karla á sama tíma. Þór tekur á móti
Víkingi á Akureyrarvelli, Keflavík
fær Leiftur/Dalvík í heimsókn,
Stjarnan og Njarðvík mætast í
Garðabæ og HK þarf ekki að fara
langt til að sækja Breiðablik heim.
Í nótt sefur
dagurinn
MYNDLIST Marý opnar myndlistar-
sýningu sína „Í nótt sefur dagur-
inn“ í versluninni 12 tónum á Skóla-
vörðustíg klukkan 16.30. Flest verk-
in eru olíumálverk þar sem leikið er
með ýmis form. Á sama tíma og
sama stað leikur hljómsveitin
SK/UM fyrir gesti og gangandi.
Blús og djass
TÓNLIST Andrea Gylfa, Seth Sharp
og Davíð Þór Jónsson halda tón-
leika á fjölmenningarstaðnum
Caffe Kulture í kvöld og hefjast
þeir klukkan 23. Á dagskránni er
blús og djass.
FLÓÐ EFTIR HELLIRIGNINGU Það var engin smá rigning sem féll í New Orleans og nágrenni í gær. Atgangurinn var slíkur að eftir
rigninguna í gær voru hlutar borgarinnar á floti eins og sjá má á þessari mynd.
M
YN
D
/A
P
REYKJAVÍK Norðvestan 5-10
m/s, skýjað með köflum og
stöku skúrir, einkum síðdeg-
is. Hiti 9 til 14 stig.
VEÐRIÐ Í DAG
+
+
VINDUR ÚRKOMA HITI
Ísafjörður 3-8 Skýjað 11
Akureyri 8-13 Skýjað 9
Egilsstaðir 3-8 Skýjað 10
Vestmannaeyjar 5-10 Bjartviðri 10
➜
➜
➜
➜
+
+
í fullum gangi
Kringlu
kast
GATNAGERÐ Árni Johnsen, fyrrver-
andi alþingismaður, hefur ritað
bæjarstjórn Vestmannaeyja harð-
ort bréf þar sem hann gagnrýnir
oftöku bæjarins á gatnagerðar-
gjöldum vegna
húss síns, Höfða-
bóls, í Vest-
m a n n a e y j u m .
Árni lýsir því í
bréfinu að fimm
árum eftir að
hann flutti inn í
hús sitt að
Höfðabóli hafi
r e i k n i n g a r
borist frá bæn-
um um að honum bæri að greiða
svokölluð gatnagerðargjöld vegna
gangstétta og þjónustu. Hann seg-
ist þá hafa löngu fyrr fullgreitt öll
gjöld og vísar til þess að hafa feng-
ið þær skýringar að þetta væri
með sama hætti og á Selfossi.
Höfðaból stendur utan byggðar
Vestmannaeyjabæjar og ætti að
mati Árna að vera skilgreint við
þjóðveg í þéttbýli og þar með bæn-
um óviðkomandi. Árni segist hafa
spurst fyrir og komist að því að
slík gjaldtaka hefði ekki átt sér
stað á Selfossi. Í bréfinu lýsir hann
því að hann hafi rætt málið við
Guðjón Hjörleifsson, þáverandi
bæjarstjóra, sem hafi sagt að
gjaldtakan væri hvergi annars
staðar á landinu innheimt utan
þéttbýlis. Höfðaból stendur utan
þéttbýlis í Eyjum og Árni segir að
ekki standi til að leggja þar gang-
stéttir.
Árni staðhæfir að Guðjón hafi
margsagt sér að ekki stæði
til að innheimta gjaldið.
Hann er harðorður í garð
flokksbróður síns og arf-
taka á Alþingi.
„Hringlið í fyrrum bæj-
arstjóra í þessum efnum
er einnig með ólíkindum.
Hann hafði margsagt við
mig og fleiri Ofan-
byggjara að þetta gjald
yrði ekki innheimt, það
væru mistök,“ segir í bréfi
Árna. Seinna í bréfinu ber hann
fram þá ósk að „þessu áreiti“ bæj-
aryfirvalda ljúki.
Mál þetta var tekið fyrir á fundi
bæjarráðs fyrr í þessum mánuði.
Þar lagði meirihlutinn til að af-
greiðslu málsins yrði frestað og
„bæjarstjóra verði falið að kanna
hvaða útgjöld bæjarsjóð-
ur hefur orðið fyrir vegna
gatnagerðarframkvæmda
við hvert eitt hús sem
deilurnar standa um, enn
fremur hvaða fjárhæðir
deilt er um, hvernig
gatnagerðargjöldum hjá
öðrum sem bréfritari
nefnir er háttað, og hvern-
ig þau mál voru afgreidd
hjá bæjarsjóði“.
Í ályktun meirihlutans
er skorað á fyrrverandi bæjar-
stjóra að upplýsa fyrir næsta bæj-
arráðsfund „hvort og þá hvaða lof-
orð hafi verið gefin“. Guðjón hafði
ekki svarað þessu á síðasta fundi
en þá var ítrekuð sú krafa að hann
svaraði ávirðingum Árna Johnsen.
rt@frettabladid.is
Alþjóðahvalveiðiráðið:
Hvalveiði-
þjóðum ögrað
BERLÍN, AP Minoru Morimoto, for-
maður japönsku sendinefndarinn-
ar á ársfundi Alþjóðahvalveiði-
ráðsins í Berlín, lét enn liggja að
því við lok ársfundarins að Japanir
myndu segja sig úr ráðinu vegna
þess hversu áhrifamiklar hvalfrið-
unarþjóðir séu orðnar innan þess.
Hann sagði líklegt að fundarins
í ár yrði minnst fyrir það að þjóð-
um sem vildu veiða úr stórum
hvalastofnum hefði verið ögrað til
að kanna aðrar leiðir til að tryggja
að þær nytu sögulegs réttar síns.
Hann beindi gagnrýni sinni sér-
staklega að Bandaríkjamönnum,
sem voru í fararbroddi þeirra sem
beittu sér gegn hvalveiðum. Þeir
hefðu snúið við blaðinu eftir að
ráðið hefði samþykkt hvalveiði-
kvóta til handa frumbyggjum í
Alaska. ■
Árni Johnsen sakar
samherja um hringl
Í bréfi þingmannsins fyrrverandi til bæjarstjórnar Vestmannaeyja er því lýst að bæjaryfirvöld
áreiti hann stöðugt með kröfu um óréttmætt gangstéttargjald. Árni Johnsen er þreyttur á
hringlandahætti Guðjóns Hjörleifssonar, fyrrverandi bæjarstjóra.
„Hringlið í
fyrrum bæjar-
stjóra í þess-
um efnum er
einnig með
ólíkindum.
VIÐSKIPTI Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir, varaþingmaður Samfylk-
ingarinnar, hyggst nota sumarið
til að velta fyrir sér framtíðar-
stöðu sinni í flokknum. „Það er
margt í stöðunni. Spurningin
snýst um formennsku, varafor-
mennsku, formennsku í fram-
kvæmdastjórn flokksins eða að
láta mér nægja að vera formaður
í framtíðarnefnd,“ segir Ingi-
björg.
Á flokksfundi Samfylkingar-
innar í gær lýsti Ingibjörg því
yfir að hún myndi gegna þeim
störfum sem flokksmenn fælu
henni og hygðist sækja umboð sitt
til landsfundar. Sumir stuðnings-
menn hennar túlkuðu það sem
vísbendingu um að hún kynni að
gefa kost á sér í embætti for-
manns.
„Ég ákveð þetta ekki og tel
ótímabært að ræða það frekar
núna, enda er langt í landsfund-
inn. Mér liggur ekkert á og ég
ætla að nota sumarið í að hugsa.
Hins vegar hef ég engan áhuga á
því að efna til formannsslags í
Samfylkingunni, það er ekki það
sem hún þarf,“ segir hún.
Össur Skarphéðinsson, sitjandi
formaður, hefur lýst því yfir að
hann muni bjóða sig fram að nýju
til formanns á komandi lands-
fundi flokksins í haust. Þá hefur
Margrét Frímannsdóttir varafor-
maður gefið í skyn að hún kunni
að draga sig í hlé. ■
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hyggst íhuga framtíð sína í sumar:
Útilokar ekki formannsframboð
ÁRNI JOHNSEN
Ósáttur við „hringl-
andahátt“ fyrrver-
andi bæjarstjóra.
bíó o.fl.
bakkabræður ● disneystrákurinn
En La Puta Vida:
▲
SÍÐUR 26-27
Óvæntur smell-
ur frá Úrúgvæ
Söngferðalag
SÖNGVAKA Fyrsta söngvaka sum-
arsins á vegum Minjasafnsins á
Akureyri hefst í Minjasafnskirkj-
unni klukkan 20.30. Á söngvökum
er farið í söngferðalag um íslenska
tónlistarsögu. Flytjendur eru Íris
Ólöf Sigurjónsdóttir og Hjörleifur
Hjartarson.