Fréttablaðið - 20.06.2003, Qupperneq 2
2 20. júní 2003 FÖSTUDAGUR
Alveg eins.
Ásgeir Elíasson þjálfar nýliða Þróttar í úrvalsdeild
karla. Liðið hefur unnið þrjá leiki í röð, nú síðast
gegn Fylki, og er í þriðja sæti eftir fimm umferðir.
Spurningdagsins
Ásgeir, áttirðu von á þessu?
FASTEIGNIR Hæstiréttur hefur gert
erfingjum Einars Sigurðssonar,
útgerðarmanns í Vestmannaeyj-
um, að greiða Samtökum um
kvennaathvarf 4,5 milljónir
króna með dráttarvöxtum vegna
kaupa á húseigninni við Bárugötu
2 í Reykjavík.
Samtök um kvennaathvarf
stefndu erfingjum Einars Sig-
urðssonar útgerð-
armanns og kröfðu
þá um greiðslu 4,5
milljóna króna,
sem var mismunur
þess verðs sem
þau greiddu fyrir
húseign á Báru-
götu og rétts markaðsverðs eign-
arinnar á þeim tíma.
Kvennaathvarfið keypti húsið
af nunnureglu St. Jósefssystra.
Því er haldið fram að nunnurnar
hafi vísvitandi selt húsið á undir-
verði. Mismunurinn var sagður
hugsaður sem styrkur til
Kvennaathvarfsins.
Erfingjar Einars Sigurðssonar
áttu hins vegar forkaupsrétt að
húsinu og neyttu hans að undan-
gengnu dómsmáli gegn Kvenna-
athvarfinu.
Kvennaathvarfið keypti húsið
á 39 milljónir króna í nóvember
árið 2000. Í dómsmálinu vegna
forkaupsréttarins kom hins veg-
ar fram það álit dómkvaddra
matsmanna að markaðsverð
hússins hefði verið 43,5 milljónir
króna.
Í nóvember í fyrra krafðist
lögmaður Kvennaathvarfsins,
Jón Steinar Gunnlaugsson, þess
að erfingjarnir greiddu mismun-
inn. Þeirri kröfu var ekki svarað.
Því stefndi Kvennaathvarfið erf-
ingjunum til greiðslu upphæðar-
innar. Hæstiréttur hefur nú fall-
ist á kröfu samtakanna. Erfingj-
arnir fá nú húsið á markaðsverði
en Kvennaathvarfið fær gjöfina
frá nunnunum eins og ætlunin
var í upphafi.
Í dómi Hæstaréttar segir að
auðgun erfingjanna hafi verið
óréttmæt þar sem eigandinn hafi
ekki tekið ákvörðun um að
styrkja erfingjana fjárhagslega.
rt@frettabladid.is
DÓMUR Hæstiréttur dæmdi í gær
karlmann á sjötugsaldri í eins
mánaðar fangelsi skilorðisbundið
og svipti hann ökuleyfi í eitt ár.
Maðurinn var dæmdur fyrir
manndráp, líkamstjón af gáleysi
og brot á umferðarlögum. Með
þessu staðfestir Hæstiréttur dóm
Héraðsdóms Suðurlands.
Málsatvik eru þau að í janúar
2002 ók maðurinn fólksbifreið
austur Suðurlandsveg á röngum
vegarhelmingi á þeim vegarkafla
þar sem vegurinn liggur í all-
krappri beygju ofarlega í Kömb-
um, án nægilegrar aðgæslu miðað
við akstursskilyrði. Afleiðingarn-
ar urðu þær að bifreiðin skall
framan á jeppabifreið sem ekið
var í vestur.
Við árekstur bifreiðanna hlaut
farþegi í framsæti bifreiðar
mannsins svo mikla áverka að
hann lést nær samstundis auk
þess sem farþegar í báðum bif-
reiðum urðu fyrir líkamstjóni. Að
mati Hæstaréttar er það talið
sannað að maðurinn hafi ekið bif-
reiðinni án nægilegrar aðgæslu
við slæm akstursskilyrði í krappri
beygju og á röngum vegarhelm-
ingi þegar áreksturinn varð.
Ákærða er gert að greiða allan
sakarkostnað í héraði og áfrýjun-
arkostnað málsins, þar með talið
málsvarnarlaun verjanda síns á
báðum dómsstigum. Það eru sam-
tals 400 þúsund krónur. ■
Suður-Írak:
Fimmtungur
mjög fátækur
BAGDAD, AP Einn af hverjum fimm
íbúum suðurhluta Íraks glímir við
mjög mikla fátækt. Þetta er niður-
staða Matvælaáætlunar Samein-
uðu þjóðanna. Könnun hennar
hefur leitt í ljós að 4,6 milljónir af
22,3 milljónum íbúa í sunnan-
verðu Írak þurfa að reiða sig á
matargjafir. Jafnvel þær duga
ekki til þess að fullnægja matar-
og vatnsþörfum fólks.
Eins slæmt og ástandið er nú
telja fulltrúar Matvælaáætlunar-
innar að ástandið geti enn átt eftir
að versna. Vísa menn þá sérstak-
lega til þess að óstöðugleikinn eft-
ir fall Íraksstjórnar hafi haft slæm
áhrif á stöðu efnahagsmála. ■
Sjómaðurinn í Dubai:
Fátt um svör
FARBANN Flosi Arnórsson, sjómað-
urinn í Dubai, er ekki enn viss um
hvenær mál hans verður tekið
fyrir. Hann segist ekki lengur
taka mark á því þegar lögmaður
hans segir að biðin sé farin að
styttast, en samkvæmt lögmann-
inum ætti biðinni um að mál hans
verði tekið fyrir að vera lokið eða
ljúka á næstu dögum.
Í vikunni stytti Flosi sér stund-
ir í sundi í 48 stiga sól, sem var
heldur heitt að hans mati. ■
Femínistabolir seldust vel:
Manneskja
ekki söluvara
FEMÍNISTAR „Það þýðir ekkert að
setja gínurnar í
bolina, því þá
þurfum við bara
alltaf að vera að
rífa þær úr,“ segir
Jóhanna Sigurð-
ardóttir, af-
greiðslukona í
versluninni GK á
Laugavegi. Bleik-
ir bolir með ýms-
um áletrunum
sem tengjast
femínisma seld-
ust mjög vel í
búðinni, en í gær-
dag voru einungis
fáeinir bolir eftir.
M i s m u n a n d i
áletranir eru á bol-
unum, en meðal
áletrana má nefna
„Ég er femínisti“
og „Manneskja
ekki söluvara“. Að
sögn Jóhönnu
voru það nær eingöngu konur sem
festu kaup á femínistabolum. ■
Ránið í Biðskýlinu:
Lögga leitar
ræningja
RÁN Enginn er grunaður sem
stendur vegna vopnaðs ráns í
söluturninum Biðskýlinu við
Kópavogsbraut.
Á miðvikudag komu tveir
menn inn í söluturninn, báðir með
hníf. Annar lagði hníf að þind
afgreiðslustúlku og sagði henni að
koma með peningana. Hún sagði
hnífinn vera eins konar „rambó-
hníf“ með um það bil tuttugu
sentímetra blaði.
Að sögn Þóris Steingrímssonar
hjá rannsóknarlögreglunni í Kópa-
vogi er ekki enn vitað hverjir voru
að verki. Unnið er hörðum hönd-
um að rannsókn málsins. ■
HVALVEIÐAR „Þessi niðurstaða er eft-
ir öðru og kemur ekki sérstaklega á
óvart,“ segir Árni Mathiesen sjáv-
arútvegsráðherra um niðurstöðu
atkvæðagreiðslu í Alþjóðahval-
veiðiráðinu þar sem ráðið greiddi
atkvæði gegn vísindaveiðum á
hval. Árni bendir hins vegar á, að
hann telji skýrslu Vísindanefndar
ráðsins að mörgu leyti jákvæða fyr-
ir Íslendinga. „Það sem ég hef
heyrt af skýrslu Vísindanefndar-
innar er jákvætt,“ segir Árni, „sér-
staklega varðandi hrefnustofninn. Í
skýrslunni er sagt að hrefnustofn-
inn myndi þola veiðar bæði okkar
og Norðmanna.“
Þrátt fyrir að ekkert sérstakt
hafi gerst á fundinum sem hann
hafi ekki átt von á, að sögn Árna, er
hann ekki reiðubúinn að lýsa því
yfir að Íslendingar muni hefja vís-
indaveiðar. „Það er ekki þar með
sagt,“ segir Árni. „Við verðum að
skoða afstöðu Vísindanefndarinnar,
afstöðu ráðsins og afstöðu einstakra
ríkja til þessara atriða sem skipa
máli áður en ákvörðun er tekin.“
Hann segir markmiðið að kom-
ast að niðurstöðu sem fyrst. „Það er
best fyrir alla.“ ■
HÆSTIRÉTTUR
Dæmdi mann á sjötugsaldri fyrir
að valda mannsláti með því að
keyra án nægilegrar aðgæslu.
Sakfelldur fyrir að valda dauða farþega í bíl sínum:
Maður dæmdur fyrir
manndráp af gáleysi
FLOSI ARNÓRSSON
Hér er Flosi ásamt norska konsúlnum í
Dubai, Thor Haseid.
Auðgun erfingja
dæmd óréttmæt
Hæstiréttur dæmdi erfingja Einars Sigurðssonar til að greiða Samtök-
um um kvennaathvarf 4,5 milljónir króna. Í dómsorði segir að nunn-
urnar hafi ekki ætlað að styrkja erfingjana fjárhagslega.
BÁRUGATA 2
Erfingjarnir halda húsinu en verða að greiða Samtökum um Kvennaathvarf þá upphæð
sem munar á kaupverði og markaðsverði.
■
Samtök um
kvennaathvarf
stefndu erfingj-
um Einars Sig-
urðssonar út-
gerðarmanns.
ÁRNI MATHIESEN
Segir ætla að taka ákvörðun
um vísindaveiðar sem fyrst.
Sjávarútvegsráðherra um niðurstöðu Alþjóðahval-
veiðiráðsins:
Kemur ekki á óvart
Fáskrúðsfjörður:
Rambaði á
gröf afa síns
FERÐAMENN Franskur siglinga-
kappi gekk fram á gröf týnds afa
síns á Fáskrúðsfirði í fyrradag, en
hann var þar ásamt löndum sínum
sem taka þátt í siglingakeppninni
„Skippers d’Islande“. Fjölskylda
franska sjómannsins hefur ekki
vitað til þessa hver örlög hans
voru, önnur en þau að hann fórst
annað hvort við strendur Íslands
eða Nýfundnalands.
Að því er fram kemur á vef-
miðlinum faskrudsfjordur.is var
afinn einn 4-5.000 skútusjómanna
sem hafa týnst á Íslandsmiðum og
eru grafir þeirra víða um suður-
og austurströndina. ■
FEMÍNISTA-
BOLUR
Bolir með áletr-
unum sem tengj-
ast femínisma
hafa selst mjög
vel í versluninni
GK á Laugavegi.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T