Fréttablaðið - 20.06.2003, Síða 4
4 20. júní 2003 FÖSTUDAGUR
Hvernig líst þér á ráðningu Ás-
geirs Sigurvinssonar sem lands-
liðsþjálfara?
Spurning dagsins í dag:
Á Ísland að segja sig úr Alþjóðahval-
veiðiráðinu?
Niðurstöður gærdagsins
á www.frett.is
7,7%
19,4%
Frekar illa
11,7%Mjög illa
Frekar vel
61,2%Mjög vel
Kjörkassinn
Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun
frétt.is
Hugsanlegar vísindaveiðar á hrefnu:
Ekki vitað hverjir fengju að veiða
HVALVEIÐAR Að sögn Árna Mathiesen
sjávarútvegsráðherra hefur ekki
verið tekin nein ákvörðun um það
hvernig útdeilingu veiðileyfa yrði
háttað ef til hrefnuveiða kemur.
Árni bendir á að um vísindaveiðar
yrði að ræða, a.m.k. fyrst um sinn,
og því yrði líklega ekki notast við
kvótakerfi í þessum veiðum.
Jón B. Jónasson, skrifstofustjóri
í sjávarútvegsráðuneytinu, bendir
á að í tilviki vísindaveiða sé ekki
ólíklegt að Hafrannsóknastofnun
muni hafa umsjón og eftirlit með
veiðunum. „Stundum þegar hún
hefur gert slíka hluti hefur hún ein-
faldlega boðið út verkefnið,“ segir
Jón. Hann leggur þó áherslu á að
málið hafi ekki verið rætt.
Hrefnubátar notuðu ekki mikinn
útbúnað til að veiða hrefnu á sínum
tíma, og ef notast yrði við sambæri-
legan útbúnað nú, sem felst einkum
í byssu sem sett er framan á bátinn,
ættu hrefnuveiðar að geta hafist
með skömmum fyrirvara. „En hins
vegar gætu menn ef til vill hugsað
sér að hafa stærri báta í þessu nú
og aðrar aðferðir,“ segir Jón.
„Norðmenn eru til dæmis með
stærri skip í hrefnuveiðum. Við
höfum ekkert fetað okkur áfram í
þessu síðan þetta lagðist af hér á
landi.“ ■
Neyðarhnappur
kom ekki að notum
Neyðarhnappur virkaði ekki þegar afgreiðslustúlka ýtti á hann í vopnuðu
ráni í söluturni við Kópavogsbraut. Markaðsstjóri Securitas segir fyrirtæk-
ið ekki bera ábyrgð þar sem aðeins sé um tengingu við stjórnstöð að ræða.
ÖRYGGI „Neyðarhnappurinn var
ekki tengdur öryggiskerfi sölu-
turnsins,“ segir Bjarni Ingólfs-
son, markaðsstjóri Securitas, um
ástæður þess að
engin boð bárust
til Securitas
þegar vopnað
rán var framið í
s ö l u t u r n i n u m
við Kópavogs-
braut á miðviku-
daginn.
Í yfirlýsingu
frá Securitas
kemur fram að
u m r æ d d u r
neyðarhnappur
hafi ekki verið
tengdur innbrotskerfi Securitas.
Upphaflega hafi hann verið
tengdur en það hafi breyst eftir að
aðrir tóku við þjónustu og við-
haldi kerfisins. Árið 2002 var
kerfið aftur tengt við stjórnstöð
Securitas. Í millitíðinni hafi neyð-
arhnappurinn verið aðskilinn frá
öryggiskerfi söluturnsins. Þegar
aftur var tengt til Securitas hafi
hnappurinn ekki lengur verið
tengdur og sé það ástæða þess að
engin boð bárust þrátt fyrir að ýtt
væri á hnappinn.
Bjarni segir Securitas gera
mismunandi samninga við við-
skiptavini sína. Hægt sé að kaupa
tengingu við stjórnkerfið eitt og
sér. Hins vegar sé líka í boði,
ásamt tengingu, viðhald og þjón-
usta. Í þeim tilfellum sjái
Securitas um að yfirfara öryggis-
kerfið reglulega og taki ábyrgð á
ástandi þess. Í þessu tilfelli sé ein-
ungis um tengingu þangað að
ræða ekki viðhald.
Undanfarið hafa afbrot af þessu
tagi færst í vöxt ásamt aukinni
hörku. Því vill Securitas hvetja
eigendur söluturna og annarra
staða sem hafa orðið bitbein af-
brotamanna af þessu tagi til að
fara vandlega yfir sín öryggismál
til að búa starfsfólki eins mikið ör-
yggi og hægt er. „Við megum ekki
keyra í forgangsakstri. Því er ekki
tryggt að við komum á staðinn
áður en nokkuð gerist. Bílar frá
okkur geta verið í stuttu færi frá
viðkomandi stað þar sem þeir eru
alltaf á ferðinni. Þegar brotist var
inn í Hans Petersen á sínum tíma
tók okkur um fjörutíu sekúndur að
koma á staðinn. Í samanburði við
önnur öryggisfyrirtæki um heim
allan erum við með mjög stuttan
viðbragðstíma,“ segir Bjarni.
Eigendur söluturnsins og sá
sem hefur séð um viðhald örygg-
iskerfisins undanfarin ár segja
takkann aldrei hafa verið aftengd-
an, heldur hafi verið bilun sem
ekki kom fram, en því verði hins
vegar kippt í liðinn. Gott sé að
umræða um þetta fari af stað til
að minna aðra á að ganga úr
skugga um að sá öryggisbúnaður
sem er til staðar sé í lagi.
hrs@frettabladid.is
Borgin hyggst spara 500 milljónir króna:
Færri símtöl og ferðalög
SVEITARSTJÓRNIR Reykjavíkurborg
hyggst spara 500 milljónir króna
með hagræðingu.
Mesti niðurskurðurinn í krón-
um talið er í stærstu málaflokkun-
um. Í fræðslumálum á að draga úr
útgjöldum um 200 milljónir. Und-
ir liðnum lausafjárkaup, sem er
kaup á ýmsum búnaði, á að spara
120 milljónir. Þá eiga 50 milljónir
að dragast frá Félagsþjónustunni
og sama upphæð frá Íþrótta- og
tómstundaráði.
Þriggja manna nefnd borgar-
fulltrúanna Stefáns Jóns Hafstein
og Árna Þórs Sigurðssonar auk
Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur
borgarstjóra, síðar Þórólfs Árna-
sonar, segir þróunina hafa verið
þannig í nokkrum kostnaðarliðum
að rétt væri að beina því til stjórn-
enda að skera þá niður um 20%.
Þetta eigi til dæmis við um síma-
og fjarskiptakostnað, ráðstefnur,
fundahöld, risnu og auglýsingar.
Þá er lagt til að ferðakostnaður
verði lækkaður um 30% og að
dregið verði úr útgjöldum vegna
aðkeypts sérfræðikostnaðar um
5%.
Nefndin segir að örugglega sé
gott svigrúm til að draga úr kostn-
aði „þótt örugglega megi finna því
stað að gengið sé hart nærri eðli-
legri og þarfri starfsemi.“ ■
STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON
Kosningabarátta Vinstri grænna kostaði
samtals um 32 milljónir.
Kosningabarátta Vinstri
grænna:
Kostaði 32,4
milljónir
KOSNINGABARÁTTA Vinstrihreyfing-
in – grænt framboð hefur sent frá
sér bráðabirgðauppgjör vegna ný-
afstaðinnar kosningabaráttu.
Samkvæmt því varði flokkurinn
32 milljónum og 449 þúsund krón-
um til baráttunnar.
Stærsti liðurinn var 15,5 millj-
ón króna styrkur til kjördæmafé-
laga vegna kostnaðar við kjör-
dæmabundin verkefni, en næst-
mestur var kostnaður vegna aug-
lýsinga, sem nam 6,6 milljónum
króna. Kostnaður vegna hönnunar
á auglýsingum var 2,7 milljónir.
Kosningabaráttan fór 1,5 millj-
ónir króna fram úr áætlun. ■
Bílvelta í Oddsskarði:
Bílbeltin
björguðu
UMFERÐARSLYS Bíll lenti utan vegar
og valt í Blóðbrekkum í Odds-
skarði. Klippa þurfti ökumanninn
úr bílnum. Hann var í bílbelti og
slapp lítið meiddur. Að sögn lög-
reglunnar í Neskaupstað er með
ólíkindum hvað ökumaðurinn
slapp vel, þarna hafi bílbeltin
sannað sig. Bíllinn er gjörónýtur
og var fluttur af staðnum með
dráttarbíl. ■
BJARNI INGÓLFSSON, MARKAÐSSTJÓRI SECURITAS
Bjarni bendir eigendum söluturna og annarra staða á að ganga úr skugga um að öryggis-
búnaður sé virkur.
„ Í saman-
burði við önn-
ur öryggisfyr-
irtæki um
heim allan
erum við með
mjög stuttan
viðbragðs-
tíma.
RÁÐHÚS REYKJAVÍKUR
Nefnd um sparnað í borgarkerfinu segir í
greinargerð með tillögum sínum að sér-
stök þörf sé á að setja þak á símakostnað
og farsímanotkun starfsmanna. Skilgreina
beri þörf fyrir ferðir og fundahöld strangar.
HVALVEIÐIBÁTAR
Bátarnir eru í viðbragðsstöðu í Reykjavíkurhöfn ef til veiða á stærri hvölum kemur. Ekki
þarf jafn mikinn útbúnað til veiða á hrefnu.
HARRY SCHMIDT
Varpaði sprengjum á kanadísku hermenn-
ina eftir að hafa verið varaður við því að
vinveittar hersveitir væru á svæðinu.
Herflugmenn:
Ekki réttað
WASHINGTON, AP Tveir bandarískir
flugmenn verða ekki leiddir fyrir
herrétt fyrir að hafa varpað
sprengjum á kanadíska hermenn í
Afganistan. Ákvörðun bandaríska
flughersins þessa efnis vakti
furðu og reiði í Kanada þar sem
margir vildu að flugmennirnir
yrðu ákærðir fyrir að valda dauða
fjögurra hermanna.
Flugmennirnir tveir höfðu ver-
ið kærðir fyrir manndráp af gá-
leysi. Ef réttað hefði verið í máli
þeirra hefðu þeir getað fengið allt
að 64 ára langan fangelsisdóm. ■
KARLAR
L U J T Mörk Stig
KR 5 3 1 1 6:6 10
ÍBV 5 3 0 2 11:7 9
Fylkir 5 3 0 2 9:4 9
Þróttur 5 3 0 2 8:7 9
KA 5 2 2 1 8:6 8
FH 5 2 2 1 7:5 8
ÍA 5 1 3 1 5:4 6
Valur 5 2 0 3 7:9 6
Grindavík 5 1 0 4 5:10 3
Fram 5 0 2 3 4:12 2
ÍBV 5:0 Fram
Samkynhneigðir
Bandaríkjamenn:
Giftast í
Kanada
DETROIT, AP Samkynhneigð banda-
rísk pör eru farin að notfæra sér
þann möguleika að geta ferðast yfir
landamærin að Kanada og láta gefa
sig saman í borginni Windsor í Ont-
ario.
Dómstóll í Ontario úrskurðaði í
síðustu viku að stjórnvöldum væri
ekki stætt á því að skilgreina hjóna-
band sem samband karls og konu.
Síðan þá hafa 13 samkynhneigð pör
gengið í hjónaband. Þrjú paranna
koma frá Bandaríkjunum og fleiri
munu vera á leiðinni.
Úrskurður dómstólsins gildir
aðeins í Ontario en stjórnvöld
hyggjast breyta lögum svo samkyn-
hneigðir geti gengið í hjónaband
hvar sem er í Kanada. ■
Hæstiréttur:
Dómur fyrir
kynferðis-
brot
DÓMSMÁL Hæstiréttur dæmdi
mann í eins árs fangelsi, þar af
níu mánuði skilorðsbundið, fyrir
að hafa haft samræði við stúlku
sem ekki gat spornað við verknað-
inum vegna ölvunar og svefn-
drunga. Héraðsdómur hafði áður
dæmt manninn í tólf mánaða
fangelsi, allt skilorðsbundið.
Framburður stúlkunnar var
talinn trúverðugur en framburður
mannsins aftur á móti ekki. Hann
kvað þau hafa haft samræði með
hennar vilja. Hæstiréttur taldi
næga sönnun þess að maðurinn
hefði brotið 196. grein hegningar-
laga og þyngdi dóminn. ■
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T