Fréttablaðið - 20.06.2003, Side 8

Fréttablaðið - 20.06.2003, Side 8
8 20. júní 2003 FÖSTUDAGUR ■ Evrópa Engin lánastarfsemi Símanum var lokað hjá mér. Elín Ása Ólafsdóttir. Morgunblaðið, 19. júní. Þjóðtrúin blívur Það er jafnan stórhætta á ferð- um þegar álagablettum sem þessum er raskað af manna- völdum. Eyjólfur Guðmundsson, sem veit lengra nefi sínu um dulræn mál. DV, 19. júní. Vel nýtt hátíðlegt tækifæri Getur einhver í fullri alvöru hald- ið því fram að hún hafi verið skýr eða skynsamleg? Davíð Oddsson um sjávar- útvegsumræðu í kosninga- baráttunni. Þjóðhátíðar- ræða 17. júní. Orðrétt NEW HAMPSHIRE, AP „Hann blekkti hvert og eitt einasta okkar,“ segir John Kerry öldungadeildarþing- maður um George W. Bush Bandaríkjaforseta og yfirlýsingar hans í aðdraganda innrásarinnar í Írak. Kerry segir Bush hafa geng- ið á bak orða sinna um að byggja upp samstöðu á alþjóðlegum vett- vangi og það sé ein ástæða þess að Kerry sækist eftir forsetaemb- ættinu. Kerry er einna sigurstrangleg- astur þeirra níu frambjóðenda sem hafa tilkynnt að þeir sækist eftir útnefningu Demókrata- flokksins fyrir forsetakosning- arnar á næsta ári. ■ Níu ára stúlka: Giftist hundi INDLAND, AP Á annað hundrað gesta mættu í brúðkaup níu ára stúlku í austanverðu Indlandi sem giftist flækingshundi. Með brúðkaupinu átti að bægja frá henni mikilli ógæfu. Ógæfuna sáu foreldrar stúlkunnar fyrir þegar tönn óx á innanverðum gómi hennar. Slíkt þykir boða ógæfu á þessum slóð- um en forða má henni með því að gifta stúlkur. Venjulega hefði stúlkan gifst strák en þar sem foreldrar hennar eru fátækir höfðu þau ekki efni á því. Faðir hennar brá því á það ráð að gifta hana flækingshundi. Ákveði stúlkan að giftast aftur síðar þarf hún ekki að sækja um skilnað við hundinn. ■ BYGGÐAKVÓTI „Nú þegar sveitar- stjórnin á Kópaskeri fer fram á meiri byggðakvóta vegna gjald- þrots rækjuverksmiðjunnar, þá finnst mér rétt að það komi fram að Kópasker fékk byggðakvóta fyrr á árinu, sem hefur ekki verið nýttur í sveitarfélaginu,“ segir Pétur Geir Helgason, sjómaður á Kópaskeri. Pétur segir að þvert á móti hafi kvótinn sem ætlaður var Kópaskeri allur farið til útgerðar á Raufarhöfn. Elvar Árni Lund, sveitarstjóri á Kópaskeri, sagði í blaðinu í gær að kvótinn sem merktur var Kópaskeri hafi farið til útgerðar Hólmsteins Helgasonar á Raufar- höfn af þeirri ástæðu að ætlunin hafi verið að veiða rækju fyrir kvótann sem kæmi til vinnslu á Kópaskeri. Af því varð hins vegar ekki. Pétur gagnrýnir mjög að byggðakvótinn hafi ekki komið í hlut smábáta á Kópaskeri, sem hefðu hæglega getað veitt fyrir hann þorsk og ýsu og þar með haldið uppi atvinnulífi sem hefði gagnast byggðarlaginu. Örn Páls- son hjá Landssambandi smábáta- eigenda tekur undir þá gagnrýni aðspurður. Sveitarstjóri hefur aft- ur á móti bent á að bæði smábáta- eigendur á staðnum og hreppur- inn hafi sótt um byggðakvótann á sínum tíma en ekki fengið frá ráðuneytinu. Það hafi verið ákvörðun þess að veita Hólm- steini Helgasyni kvótann. ■ John Kerry: Bush blekkti KERRY Í KOSNINGABARÁTTU John Kerry var á kosningaferðalagi í New Hampshire. SMÁBÁTAR Úthlutun og meðferð á byggðakvóta á Kópaskeri liggur undir gagnrýni. Nær hefði verið að deila honum á smábáta í byggðarlaginu, segir sjómaður á staðnum. Það hefði gagnast at- vinnulífinu betur. Sjómaður á Kópaskeri gagnrýnir sveitarstjórn út af atvinnumálum: Segir byggðakvóta ekki hafa gagnast LÖGREGLUBIFREIÐ EKIÐ YFIR JARÐSPRENGJU Þrír lögreglu- menn létu lífið og að minnsta kosti sex særðust þegar rútu var ekið yfir fjarstýrða jarðsprengju í Norður-Ossetíu í Rússlandi. Yf- irvöld segja að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Átök hafa margsinnis brotist út á milli þjóð- arbrota á svæðinu. Ekki er talið að tsjetsjenskir uppreisnarmenn hafi staðið á bak við ódæðið. FLUGVÉLAR AÐ VERÐMÆTI 370 MILLJARÐAR Talsmenn Qatar Airways hafa lýst því yfir að flugfélagið hafi pantað 32 flug- vélar að verðmæti sem svarar um 370 milljörðum íslenskra króna af Airbus-verksmiðjunum evrópsku. Flugvélarnar verða af- hentar á næstu sjö árum, þær fyrstu á næsta ári en þær síðustu árið 2010.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.