Fréttablaðið - 20.06.2003, Síða 10

Fréttablaðið - 20.06.2003, Síða 10
10 20. júní 2003 FÖSTUDAGUR Reyndist saklaus: Frjáls eftir átján ár MARYLAND, AP Bandarískur karl- maður sem sat á bak við lás og slá í átján ár var látinn laus úr haldi þeg- ar DNA-rannsókn leiddi í ljós að hár sem fundust á vettvangi glæpsins tilheyrðu honum ekki. Christopher Conover var dæmd- ur í lífstíðarfangelsi árið 1985 fyrir tvö morð og vopnað rán. Í ljósi ofan- greindra upplýsinga átti hann rétt á nýjum réttarhöldum. Conover, sem ávallt hefur haldið fram sakleysi sínu, tók þann kost að semja við sak- sóknara. Fallið var frá morðákær- unum og þar sem hann hafði þegar setið af sér dóm fyrir vopnað rán ákvað dómari að láta hann lausan. ■ Þjóð gegn þunglyndi: Markvissar aðgerðir skila árangri ÞUNGLYNDI „Við ætlum að gera al- menning meðvitaðri um hvað þunglyndi er,“ segir Salbjörg Bjarnadóttir, verkefnisstjóri Þjóðar gegn þunglyndi, langtíma- verkefnis Landlæknisembættis- ins í samvinnu við heilsugæsluna, félagsþjónustuna, skóla, presta, lögreglu og Hjálparsíma Rauða krossins. Að sögn Salbjargar fremja 40- 50 manns sjálfsvíg árlega, og hafa 80% þeirra þjáðst af þunglyndi á árs tímabili áður en þeir grípa til þessa örþrifaráðs. „Sjálfsvígum hefur verið að fjölga á Íslandi,“ segir Salbjörg, „en það hefur sýnt sig erlendis að þegar tekið hefur verið markvisst á vandamálinu af öllum sviðum samfélagsins hefur bæði sjálfsvígum og sjálfsvígstil- raunum fækkað.“ Meðalaldur fórnarlamba sjálfs- víga hefur verið að lækka og eru ungir karlmenn 20% þeirra sem fremja sjálfsvíg. Ungt samkyn- hneigt fólk er í sérstökum áhættu- hópi. „Við getum fækkað sjálfsvíg- um,“ segir Salbjörg. „Þetta er ekki bara heilbrigðisvandamál heldur samfélagsvandamál.“ ■ ÞUNGLYNDI Sjálfsvígum á Íslandi hefur fjölgað og því hefur langtímaverkefninu Þjóð gegn þung- lyndi verið hrundið af stað. Svonaerum við AÐSÓKN AÐ SÖFNUM Á ÍSLANDI Gestir 1997 939.000 1998 970.000 1999 960.000 2000 1.010.000 2001 957.000 Heimild: Hagstofa Íslands Ráðherrar gagnrýndu sjóræningjaveiðar: Pólitískan vilja skortir FISKVEIÐAR Sjávarútvegsráðherrar ríkja við Norður-Atlantshaf eru sammála um að pólitískan vilja skorti innan margra ríkja til að koma í veg fyrir ólöglegar veiðar á úthafsmiðum. Undanfarið hefur fjöldi erlendra skipa, sem sjávar- útvegsráðuneytið kallar sjóræn- ingjaskip, stundað ólöglegar veið- ar á úthafsmiðunum á Reykjanes- hrygg. Skipin eru frá ríkjum sem eru ekki aðilar að samningum um verndun úthafsstofna og verður ekki komið í veg fyrir þær nema fyrir tilstilli yfirvalda heimalands þeirra. Þetta kom fram á áttundu ráð- stefnu sjávarútvegsráðherra ríkja við Norður-Atlantshaf sem haldin var í Halifax í Kanada 16. til 18. júní. Auk Árna Mathiesen sóttu ráðstefnuna sjávarútvegsráðherr- ar Noregs, Færeyja, Grænlands, Rússlands og framkvæmdastjóri sjávarútvegsmála ESB. Ákveðið hefur verið að næsta ráðstefna ráðherranna verði hald- in á Íslandi og fjallar hún um að- ferðir til að auka verðmæti fiskaf- urða. ■ ÓLÖGLEGAR VEIÐAR Landhelgisgæslan hefur undanfarið orðið vitni að ólöglegum veiðum fjölda erlendra skipa, svokallaðra sjóræningjaskipa, á al- þjóðlega hafsvæðinu á Reykjaneshrygg. SJÁVARÚTVEGUR Höfuðborgar- svæðið og Vesturland styrktu verulega stöðu sína í aflaheim- ildum í sjávarútvegi frá árinu 1991 til ársins 2002. Á sama tíma og kvóti landsmanna í heild dróst saman um 2,5% jókst hann um 14% á á ð u r n e f n d u m svæðum. Við úthlutun 1991 komu tæp 104 þúsund þorskígildistonn í hlut eigenda skipa á ofan- greindu svæði. Við síðustu út- hlutun, fyrir fiskveiðiárið sem hófst 1. september í fyrra, nam úthlutunin nærri 119 þúsund tonnum. Akurnesingar hafa bætt við mestum kvóta allra sveitarfé- laga á þessu svæði. Aflaheim- ildirnar fóru úr tæpum 15.600 tonnum í nærri 24.500 tonn. Aukningin nemur meira en 9 þúsund tonnum, eða 57%. Kvótaeignin hefur sömuleið- is tekið kipp upp á við í Hafnar- firði. Þar hafa bæst 3.500 tonn við þau 17.200 tonn sem þar voru 1991. Kópavogur hefur séð á bak nærri 90% af sínum kvóta. Eftir eru aðeins 232 af 1.606 tonnum. Þó að höfuðborgin hafi siglt tiltölulega lygnan sjó í kvóta- sviptingum síðasta áratugar hafa bæst 5% við aflaheimild- irnar frá 1991. Í þorskígildum talið er aukningin rúm 2000 tonn. Kvótaeign skipa í Reykja- vík er nú 40 þús- und tonn. Þó að í ein- stökum sveitar- félögum hafi bæst við mikill kvóti hafa önnur misst talsvert frá sér. Í magni talið hefur mest færst frá Ólafs- vík, eða rúm 2.700 tonn af 10 þúsund tonna aflaheimildum. Önnur byggðar- lög í næsta ná- grenni hafa hins vegar styrkt stöðu sína að sama skapi. Á Rifi hafa bæst tæp 2.200 tonn við 3.500 tonna kvóta og á Hellissandi juk- ust aflaheimild- irnar úr 1.300 tonnum í tæp 2.200 tonn. Skip í Grund- arfirði er nú með hátt í 1.900 tonnum meira en þar var skráð árið 1991 og standa heimildirn- ar í 10.200 þorskígildistonnum. Í Stykkishólmi hefur frekar hallað á. Þar eru nú 13% minni aflaheimildir en voru 1991; hafa minnkað úr 5.900 tonnum í 5.150. Hinu megin á Snæfellsnesi hefur kvótinn í smábátaútgerð- inni á Arnarstapa nærri fimm- faldast og er nú upp á 568 tonn. Á Hellnum er hins vegar 130 tonna kvóta nærri að engu orð- inn. gar@frettabladid.is HERJÓLFUR Ferjan er sjaldan fullnýtt þótt fullbókað sé, þar sem oft bregst að bókaðir farþegar mæti. Breytingar hjá Herjólfi: Borgi bílinn fyrir fram FERJA Samkvæmt breytingum á bókunarkerfi ferjunnar Herj- ólfs milli lands og Vestmanna- eyja þurfa farþegar á bílum að staðfesta bókanir með fullnað- argreiðslu fyrir hádegi daginn fyrir brottför. Að öðrum kosti verða þeir felldir út af bókunar- lista. Ákvörðun um breytingarnar réðist af því að bókaðir farþeg- ar mæta oft ekki þegar til taks kemur og er ferjan því sjaldn- ast fullsetin, þótt fullbókað sé. Nýja fyrirkomulagið tekur gildi 1. júlí. ■ Landsbankinn fjár- magnar bankakaup: Seldi fyrir 18 milljarða VIÐSKIPTI Landsbankinn hefur lokið við útboð skuldabréfa að upphæð 18 milljarða króna á al- þjóðamarkaði. Bréfin eru til tveggja ára og fór þriðjungur þeirra til Ítalíu, auk þess sem stór hluti fór til Frakklands, Ben- elux-landanna og Þýskalands. Tilgangur útgáfunnar var annars vegar endurfjármögnun eldri lána og hins vegar fjármögnun vegna kaupa á Búnaðarbankan- um International í Luxemborg. ■ VESTURLAND OG HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Á landsvæðinu frá Hafnarfirði að Búðardal hefur bæst verulega við aflaheimildir skipa sem þar eru skráð til hafnar. Mikil kvótasöfnun víða vestanlands Aflaheimildir skipa á Vesturlandi og höfuðborgarsvæðinu hafa aukist um 15 þúsund tonn frá 1991. Akurnesingar hafa bætt langmestu við sig, 9 þúsund tonnum. ■ Þó að í einstök- um sveitarfé- lögum hafi bæst við mikill kvóti hafa önn- ur misst tals- vert frá sér.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.