Fréttablaðið - 20.06.2003, Page 11
11FÖSTUDAGUR 20. júní 2003
Áhöfnin á Skógafossi bjargaði tveimur Grænlendingum:
Sátu fastir á eyju í rúman sólarhring
BJÖRGUN Áhöfnin á Skógafossi,
flutningaskipi Eimskips, bjargaði
tveimur grænlenskum mönnum
sem lent höfðu í hrakningum
fjarri byggð á Grænlandi.
Þegar skipið var að sigla inn
Skógfjörðinn, á vesturströnd
Grænlands, veitti áhöfnin því at-
hygli að reyk lagði frá eyju norð-
anmegin í firðinum. Þegar betur
var að gáð sást að það logaði eldur
og maður sást veifa appel-
sínugulri veifu. Guðmundur Kr.
Kristjánsson skipstjóri stöðvaði
þegar ferð skipsins og lét sjósetja
björgunarbát undir stjórn stýri-
manns, sem siglt var að eyjunni.
Þar hittu þeir fyrir tvo Grænlend-
inga, 17 og 20 ára gamla, sem
höfðu setið fastir í rúman sólar-
hring eftir að bátur þeirra varð
bensínlaus Mennirnir höfðu lagt
upp frá Julianehaab á smákænu
með utanborðsmótor til að skjóta
sel og fugla. Báðir voru svangir
og kaldir en að öðru leyti í þokka-
legu ástandi og björguninni afar
fegnir. ■
MÓTMÆLT Í PRAG
Hundruð manna komu saman í Prag, höf-
uðborg Tékklands, til að mótmæla hug-
myndum stjórnvalda um umbætur í ríkis-
fjármálum.
Uppbygging ferðaþjónustu á hálendinu:
Mikilvægt að bæta skipulagsmál
HÁLENDIÐ Búast má við því að árið
2020 verði erlendir ferðamenn
sem heimsækja landið árlega um
ein milljón talsins, samkvæmt nið-
urstöðum rannsóknar sem Rögn-
valdur Guðmundsson vann fyrir
Orkustofnun vegna rammaáætlun-
ar um nýtingu vatnsafls og jarð-
varma.
Rögnvaldur segir mjög mikil-
vægt að bæta skipulagsmál á há-
lendinu. „Ef við ætlum að taka á
móti milljón gestum eftir 17 ár gef-
ur augaleið að eitthvað verður að
gera til að skipuleggja hálendið,“
segir Rögnvaldur. „Menn hafa hing-
að til ekki skoðað möguleika á
ferðaþjónustu og útivist á hálend-
inu, en það eru miklir möguleikar á
uppbyggingu í ferðaþjónustu.“
Nokkur svæði voru tekin fyrir
og framtíðargildi þeirra í ferða-
þjónustu skoðuð. „Menn eru að
reyna að forgangsraða virkjunar-
kostum,“ segir Rögnvaldur. Þau
svæði sem skoðuð voru sérstak-
lega eru svæðin norðan Hofsjökuls
og Vatnajökuls, Síðuvatnasvæði og
Torfajökulssvæði. Lagt var mat á
framtíðargildi útivistar og afþrey-
ingar, sérstæð náttúrufyrirbæri,
staðsetningu og aðsókn og var nið-
urstaðan sú að af þessum svæðum
hefði Torfajökulssvæðið mest
framtíðargildi fyrir ferðaþjónustu
og útivist. ■
KOMIÐ TIL HJÁLPAR
Fimm áhafnarmeðlimir Skógafoss sóttu
mennina á björgunarbát.
ÞAKKLÁTIR FYRIR BJÖRGUNINA
Mennirnir sem áhöfn Skógafoss bjargaði
voru svangir og kaldir eftir vistina á eynni
en að öðru leyti í góðu formi.
HÁLENDISVEGUR
Mjög mikilvægt er að bæta skipulagsmál á hálendinu, segir Rögnvaldur Guðmundsson,
sem vann að nýrri rannsókn að framtíðarmöguleikum í ferðaþjónustu á hálendinu.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
Ráðist gegn innrásar-
hernum:
Skotið á
sjúkrabíl
BAGDAD, AP Bandarískur hermaður
lét lífið og tveir særðust þegar
sprengju var skotið á sjúkrabíl
innrásarhersins í al-Iskandariyah,
skammt suður af Bagdad.
Skömmu áður var sprengju varp-
að á bækistöðvar íraska hersins í
bænum Samarra með þeim afleið-
ingum að einn Íraki lést og tólf
særðust.
Árásum á innrásarhermenn
og bandamenn þeirra hefur farið
fjölgandi að undanförnu. Ástæð-
an er meðal annars talin reiði
íraskra hermanna sem misstu
vinnuna þegar stjórn Saddams
Husseins var hrakin frá völdum.
Bandaríski herinn hefur hvatt
þessa menn til að aðstoða við
löggæslu í Bagdad og Fallujah
en fengið takmarkaðar undir-
tektir. ■
Straumur kaupir 57% í
Framtaki:
Greiðir 2,8
milljarða
króna fyrir
VIÐSKIPTI Fjárfestingarfélagið
Straumur hf. hefur gert samn-
ing um kaup á meirihluta hluta-
fjár í Framtaki Fjárfestingar-
banka hf. Kaupin eru gerð með
fyrirvara um samþykki Fjár-
málaeftirlitsins og Samkeppn-
isstofnunar.
Straumur hefur keypt 57%
hlut í Framtaki fyrir tæpa 2,8
milljarða króna og fóru við-
skiptin fram á genginu 1,9
krónur á hlut. Um 71% verður
greitt með hlutum í Straumi á
genginu 3,3 en 29% með reiðu-
fé.
Norvik hf. keypti einnig í
gær stóran hlut í Framtaki, eða
rúmlega 24%. ■