Fréttablaðið - 20.06.2003, Page 12

Fréttablaðið - 20.06.2003, Page 12
12 20. júní 2003 FÖSTUDAGUR LÖGREGLUNEMAR VIÐ ÆFINGU Palestínsk stjórnvöld leggja aukna áherslu á að þjálfa nýjar lögreglusveitir til að sinna öryggismálum. Æfingabúnaðurinn er ekki allur sá tæknivæddasti. VERSLUN Innfluttar mat- og drykkj- arvörur hafa lækkað í takt við lækkun á verði erlendra gjald- miðla samkvæmt greiningardeild Íslandsbanka. Verð á á bifreiðum, fötum, skóm og fleiri vörum hefur hins vegar ekki breyst mikið. Greining- ardeildin telur að ekki sé hægt að nefna eina skýringu á ólíkri verð- þróun vöruflokkanna samfara styrkingu krónunnar. Líklega sé um að ræða samband kerfisbreyt- inga, stöðu markaða, hagræðingar, notkunar gengisvarna, samdráttar og vaxta. Líkleg skýring á verðlækkun innfluttra mat- og drykkjarvara er talin sú að vöruvelta sé mikil í sölu þessara vara og því megi ætla að breytingar skili sér hratt inn í smá- söluverðið. Hvað verð á bifreiðum snertir telur greiningardeildin að á tímabili lækkandi gengis krónunn- ar og mikils samdráttar í sölu hafi fyrirtækin tekið á sig talsvert af áhrifum hækkandi gengis erlendra gjaldmiðla á innkaupsverð. Þetta hafi fyrirtækin síðan verið að bæta sér upp á síðustu mánuðum. Talið er að lækkun á gengi er- lendra gjaldmiðla eigi að einhverju leyti enn eftir að skila sér til neyt- anda. Tíminn sem það taki gengis- breytingar að skila sér út í hag- kerfið sé allt frá 12 upp í 24 mán- uði. Hækkun krónunnar kunni því að vera að skila sér inni í verðlagið eitthvað fram á næsta ár. ■ FJÖLMIÐLAR „Markverðasta niður- staðan er sú hversu mikill munur reyndist vera á Fréttablaðinu annars vegar og Morgunblaðinu og DV hins vegar. Það voru mun fleiri neikvæðar fréttir í garð R- listans í Morgunblaðinu og DV, en mikill meirihluti frétta í Frétta- blaðinu var hins vegar hlutlaus,“ segir Dagný Ingadóttir há- skólanemi. Hún mun útskrifast með BA-próf í stjórnmálafræði frá Háskóla Ís- lands á morgun. Í lokaritgerð sinni gerði hún innihaldsgreiningu á fréttaflutn- ingi dagblaðanna fyrir borgar- stjórnarkosningarnar 2002. Alls voru greindar 326 greinar sem birtust í Morgunblaðinu, DV eða Fréttablaðinu á tímabilinu 28. apríl til 25. maí. Dagný lagði viðurkenndar al- þjóðlegar aðferðir til grundvallar athugun sinni, auk þess sem hún studdist við aðferðafræði IMG- fjölmiðlavaktarinnar. Skoðaðar voru fréttir, fyrirsagnir, ritstjórn- arpistlar og aðrir pistlar. „Ég leit- aði að jákvæðum og neikvæðum lýsingarorðum og einnig að setn- ingum sem greinilega voru já- kvæðar eða neikvæðar í garð ann- ars listans,“ segir Dagný. Að sögn hennar varð hver umfjöllun að vera afdráttarlaust neikvæð eða jákvæð til að teljast hlutdræg. Dagný segir niðurstöðuna hafa komið sér á óvart. „Það kom mér á óvart hversu mikill munur var á Fréttablaðinu annars vegar og hinum blöðunum tveimur,“ segir hún. „Nær allar fréttirnar í Frétta- blaðinu voru hlutlausar í garð list- anna tveggja.“ Hún segir athyglisverðan mun einnig felast í mismunandi efn- isvali blaðanna. Þannig eyddi Morgunblaðið talsverðu púðri í að fjalla um málefni Heilsuræktar- miðstöðvarinnar í Laugardal og voru þær fréttir í miklum meiri- hluta neikvæðar í garð R-listans. Hins vegar beindi DV sjónum sín- um mest að Orkuveitu Reykjavík- ur og Alfreð Þorsteinssyni. Þær fréttir voru nánast allar neikvæð- ar í garð R-listans. Fréttablaðið fjallaði mest um skipulagsmál og reyndust þær fréttir hlutlausar, samkvæmt ritgerðinni. Í útdrætti ritgerðarinnar segir að hægt sé að „leiða líkum að því að bæði Morg- unblaðið og DV hafi verið hlut- dræg í umfjöllun sinni,“ en að „Fréttablaðið hafi verið hlutlaust“. gs@frettabladid.is JERÚSALEM, AP Ísraelskur kaupmað- ur lét lífið þegar palestínskur karlmaður sprengdi sig í loft upp í ísraelskri matvöruverslun í bænum Dseh Trumot, skammt frá Vesturbakkanum. Samtökin Ís- lamskt Jihad hafa lýst ábyrgð á tilræðinu á hendur sér. Talið er að árásarmaðurinn hafi ætlað að sprengja upp stræt- isvagn en farið inn í verslunina á meðan hann beið eftir næsta vagni. Eiganda verslunarinnar fannst maðurinn grunsamlegur en þegar hann ætlaði að gefa sig á tal við hann sprengdi hann sig í loft upp. „Kaupmaðurinn fórnaði lífi sínu til að bjarga öðrum,“ sagði talsmaður lögreglunnar. Skömmu eftir sjálfsmorðsárás- ina hófu ísraelskir her- og lög- reglumenn að brjóta niður land- nemabyggðir Ísraela á Vestur- bakkanum. Um 200 landnemar reistu vegatálma úr tjöldum, bíl- um og brennandi dekkjum til að reyna að hindra framför hers og lögreglu. Til ryskinga kom og hlutu nokkrir landnemanna minniháttar áverka. Eyðilegging landnemabyggða og stöðvun árása palestínskra vígamanna á ísraelska borgara eru fyrstu skrefin í vegvísinum til friðar. Colin Powell, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, kemur til Ísrael í dag til að reyna að miðla málum á milli leiðtoga Ísraela og Palestínumanna. ■ Samkynhneigður biskup: Tákn um von LUNDÚNIR Samkynhneigður guð- fræðingur, sem nýverið var skipað- ur í embætti biskups í Englandi, segist líta á sig sem tákn um von fyrir samkynhneigða um heim all- an. Í viðtali við The Times of London lýsir Jeffrey John því yfir að hann ætli að búa áfram með sambýlismanni sínum til 27 ára en leggur áherslu á að sambandið sé ekki lengur kynferðislegt. Skipun John í embætti hefur verið gagnrýnd af kirkjunnar mönnum. „Ég íhuga stöðugt að láta af embætti. Mér finnst það hræði- leg tilhugsun að verða valdur að klofningi innan biskupakirkjunn- ar,“ sagði John. Hann stefnir þó að því að þrauka, meðal annars til að styðja málstað samkynhneigðra.■ Styrking krónunnar skilar sér misjafnlega til neytenda: Mat- og drykkjarvara hefur lækkað DAGNÝ INGADÓTTIR Útskrifast með BA-próf í stjórnmálafræði frá HÍ á morgun. Kannaði umfjöllun dagblað- anna í borgarstjórnarkosningunum í lokaritgerð sinni. Fréttablaðið reyndist bera af hinum í hlutleysi. Hlutlausar fréttir í Fréttablaðinu Samkvæmt lokaritgerð í stjórnmálafræði reyndist Fréttablaðið nánast alltaf hlutlaust í umfjöllun sinni um D- og R-lista fyrir kosningarnar 2002. Umfjöllun hinna blaðanna var í miklum meirihluta neikvæð í garð Reykjavíkurlistans. „Nær allar fréttirnar í Fréttablaðinu voru hlutlaus- ar í garð list- anna tveggja. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M RÚSTIR MATVÖRUVERSLUNAR Ísraelskur lögreglumaður rannsakar rústir matvöruverslunar sem sprengd var til grunna í þorpinu Dseh Trumot á Vestur- bakkanum. Sjálfsmorðsárás í Ísrael: Kaupmaður fórnaði lífi sínu

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.