Fréttablaðið - 20.06.2003, Side 16

Fréttablaðið - 20.06.2003, Side 16
16 20. júní 2003 FÖSTUDAGUR Mjódd • Dalbraut • Austurströnd Mjódd • Dalbraut • Austurströnd 1000 kr. tilboð Aukaálegg að eigin vali kr. 150 kr. 1.000 Stór pizza með 2 áleggstegundum sótt SEX VOPNUÐ RÁN Í ÁR Lyfja í Lágmúla 16. mars Maður á þrítugsaldri rændi verslun Lyfju í Lágmúla vopnaður kylfu sem hann ógnaði starfsfólki með. Maðurinn fór inn í lyfjageymslu versl- unarinnar þar sem hann hrifsaði nokkurt magn lyfja með sér. Ók hann því næst á brott á bifreið sem reyndist stolin og fannst hún skömmu síðar skammt frá Lágmúlanum. Málið telst nú að fullu upplýst. Sparisjóður Hafnarfjarðar 1. apríl Nítján ára piltur rændi Sparisjóð Hafn- arfjarðar. Ræninginn kom vopnaður hnífi inn í sparisjóðinn á Reykjavíkur- vegi skömmu eftir opnun. Hann hafði hulið andlit sitt og lét greipar sópa í hirslum eins gjaldkerans áður en hann hvarf út aftur. Hvorki lögregla né Sparisjóðurinn hafa viljað gefa upp upphæðina sem rænt var. Ræninginn beið hjá skósmiðnum við hlið spari- sjóðsins áður en hann réðst til atlögu. Málið telst upplýst. Sparisjóður Kópavogs 16. maí Maður um tvítugt ruddist inn í Spari- sjóð Kópavogs við Hlíðarsmára vopn- aður hnífi skömmu eftir opnun. Hann svipti sér inn í mannlausa gjaldkerastúku og hrifsaði pen- inga úr skúffu. Að því loknu hljóp hann út. Vitni sáu til ræningjans hlaupa til suðurs þegar hann kom út úr sparisjóðnum. Öryggismyndavélar náðu myndum af manninum, sem ekki huldi andlit sitt. Málið telst upplýst. Subway í Grafarvogi 3. júní Tvær unglingsstúlkur rændu Subway- veitingastað í Spönginni í Grafarvogi. Þær höfðu verið inni á staðnum í nokkra stund áður en þær réð- ust til atlögu vopnaðar hnífum og ógnuðu starfs- mönnum. Þær hrifsuðu til sín farsíma og veski starfsmanna. Síð- an læstu þær starfsmenn í kæliklefa. Eftir það tóku þær peninga úr af- greiðslukassa. Málið telst upplýst. Landsbankinn í Grindavík 5. júní Sami maður og framdi vopnað rán í Sparisjóði Hafnarfjarðar 1. apríl rændi Landsbankann í Grindavík vopnaður hnífi. Hann komst undan með þó nokkra fjármuni, en lögreglan handtók hann í bíl sínum þegar hann var á leið út úr bænum. Þá hafði hann falið þýf- ið, sem skömmu seinna komst í leit- irnar þegar ítalskir ferðamenn fundu það við Reykjanesvita. Málið telst upp- lýst. Söluturninn Biðskýlið í Kópavogi 18. júní Tveir menn vopnaðir hnífum rændu söluturn í Kópavogi. Þeir höfðu um það bil 30.000 krónur upp úr krafsinu. 19 ára stúlka sem var ein á staðnum þegar mennirnir frömdu ránið segir neyðarrofa ekki hafa virkað. Mennirnir flýðu í átt að höfninni í Kópavogi og þegar Fréttablaðið fór í prentun hafði lögreglan ekki haft upp á þeim. RÁN „Vopnuð rán virðast koma í bylgjum,“ segir séra Hreinn Há- konarson fangaprestur. Hann segir þau oft tengd ungu fólki, háð vímu, til að fjármagna eigin neyslu eða til að greiða skuld- ir. Spurning sé hvort ránum sem þessum sé að fjölga. Það þurfi að skoða það í félagslegu samhengi til lengri tíma. „Mér sýnist við á Íslandi búa við jafn harðan heim í þessum málum og í útlöndum. Hjá okkur er það í smærra sniði í þessu eins og öðru.“ Hreinn segir vopnuð rán vera mjög alvarlega glæpi. Menn hafi fengið mjög þunga dóma fyrir slíkt. Vopnað rán séu alvarlegt mál þó menn hafi lítið upp úr krafsinu. Það snúist um að lífi manneskju sé ógn- að. „Mér hefur skilist af félags- fræðingunum að afbrotatíðni hér sé minni en í öðrum löndum, ef eitt- hvað er. Oft hefur verið talið að of- beldisglæpum fari fjölgandi. Ég held þeir standi nokkuð í stað.“ Hreinn segir að hann haldi að ekki sé mikil hætta á að vopnin sem séu notuð færist frá eggvopnum yfir í byssur. Hér sé ekki sama byssuhefð og t.d. í Bandaríkjunum. „Hættan að vopnum verði beitt er alltaf fyrir hendi. Um leið og ógnað er með einhverju er stutt í að ógnunin gangi eftir í framkvæmd. Sá sem ógnar er ekki í jafnvægi. Athæfi sem þetta er stressandi fyr- ir báða aðila þó með ólíkum hætti sé. Í mörgum morðmálum verður morðið vegna aðstæðna. Ásetning- ur til morðs verður til á einhverju augnabliki í aðstæðum sem meint- ur morðingi býr til.“ ■ SÉRA HELGI HÁKONARSON FANGA- PRESTUR Helgi segir vopnuð rán alvarlegt mál þó menn hafi lítið upp úr krafsinu. Séra Helgi Hákonarson fangaprestur: Þunn lína milli ógnunar og framkvæmdar RÁN Erlendur Baldursson, afbrota- fræðingur hjá fangelsismála- stofnun, segir að allir sem fremji vopnuð rán fái dóma. Sex slík rán hafa verið framin hérlendis fyrstu sex mánuði ársins. „Það er litið mjög alvarlegum augum þegar fólk beitir vopnum eða ofbeldi til að ná sér í verðmæti,“ segir Erlendur. Hann segir að þegar dæmt sé í málunum sé tekið tilliti til aldurs, sakaferils, endurtekinna brota og annars slíks. Dómur fyrir verkn- að eins og vopnað rán geti verið fangelsi í nokkur ár. Samkvæmt almennu hegningarlögunum getur hann verið allt að 16 ár. „Enginn hefur meiðst í þessum síðustu ránum, sem betur fer. Af- sagaðar haglabyssur eru gjarnan notaðar í ránum erlendis, en þær eru sjaldan eða ekki notaðar hér.“ Erlendur segir að umfjöllun í fjölmiðlum geti hugsanlega haft áhrif. Menn heyri um ránin. Vit- leysingar sem séu nokkuð sið- blindir fari og geri slíkt hið sama til að ná sér í peninga. Í gegnum árin hafi svona komið í kippum, kippurinn sé reyndar orðin nokk- uð stór núna. Hann segir að í dag sitji ekki margir inni fyrir vopnað rán. Þeir sem hafi framið rán und- anfarið bíði ýmist dóms eða ákæru. Að mati Erlends er ekki hægt að rekja afbrotin undanfarna mánuði til aukinnar stéttaskipt- ingar í þjóðfélaginu. „Ég held að þessi rán að undan- förnu hafi ekki mikið með bil á milli ríkra og fátækra að gera. Eitthvað hefur þetta með fíkni- efnaneyslu að gera, en þó held ég að það sé heldur ýkt. Auðvitað er ákveðið samhengi þarna á milli, en ég held að það sé ekki eins mik- ið og menn vilja vera láta. Margir virðast hins vegar sætta sig við þá skýringu. Ungu mennirnir segjast hafa verið í mikilli neyslu og það á að þýða allt. Ástæða fólks til að gera svona er fljótfenginn gróði og spenna. Margir fá útrás við það, jafnvel kynferðislega útrás,“ segir Erlendur. hrs@frettabladid.is Fljótfenginn gróði og spenna Afbrotafræðingur Fangelsismálastofnunar segir marga ræningja fá út- rás við verknaðinn, jafnvel kynferðislega útrás. Hann telur að tengslin milli fíkniefna og ránanna undanfarið séu heldur ýkt. ■ Afsagaðar haglabyssur eru gjarnan notað- ar í ránum er- lendis, en þær eru sjaldan eða ekki notaðar hér. BANKARÆNINGI Í KÓPAVOGI Öryggismyndavél í Sparisjóði Kópavogs náði mynd af unga manninum sem rændi bank- ann í apríl. Maðurinn lét ekki þar við sitja heldur rændi Landsbankann í Grindavík tveimur mánuðum síðar. Hyrjarhöfði 7, sími 567 8730/6937154 www.teflon.is LAKKVÖRN BRYNGLJÁI Á BÍLINN! Blettun-djúphreinsun-alþrif. Mörkinni 6, sími 588 5518. Opið 9-18 virka daga og 10-15 laugardaga. Síðar heilsárskápur 29.900 kr.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.