Fréttablaðið - 20.06.2003, Side 17

Fréttablaðið - 20.06.2003, Side 17
FÖSTUDAGUR 20. júní 2003                !"##     $ % & # '  ()*+,, -(.  "    ,/ 01 Vestfirðir: Samið um sjúkraflug SAMGÖNGUR Samningur ríkisins við Íslandsflug um sjúkra- og áætlun- arflug á Vestfjörðum hefur verið framlengdur til ársloka 2005. Fréttavefurinn bb.is hefur eftir El- ínu Ingimundardóttur, skrifstofu- stjóra Íslandsflugs, að líklegt sé að félagið ráði undirverktaka til að sjá um flugið líkt og gert hefur verið síðustu tvö ár. Mýflug tók við þjónustunni fyrir Íslandsflug eftir að flugfélagið Jórvík missti flug- rekstrarleyfi sitt síðastliðinn vet- ur. ■ Grænlandsmótið 2003: Ritstjórinn ólæs á eigið blað TÍMARIT Skákfélögin Hrókurinn í Reykjavík og Skák í norðri, sem standa fyrir fyrsta al- þjóðlega skákmótinu á Grænlandi í næstu viku, gefa út tímarit um skák sem dreift verður víða um Grænland. Þetta er í fyrsta sinn sem skák- tímarit er gefið út á Grænlandi, þar sem skák er lítt þekkt íþrótt. Bene- dikte Thorsteinsson, fyrrum félagsmálaráð- herra grænlensku lands- stjórnarinnar, þýðir allar greinar blaðsins úr ís- lensku á grænlensku og dönsku. Þeirri vinnu fylgdi að hún þurfti að semja nýyrði tengd skák- inni á grænlensku. Hrafn Jökulsson, for- seti Hróksins, er annar tveggja ritstjóra blaðsins. Hann segir að þetta sé í fyrsta sinn sem hann rit- stýri blaði þar sem hann skilur ekki textann. Hrafn stjórnar átaki um að skákvæða grænlenskt samfélag á næstu árum. Þegar hafa verið stofnað- ir skákklúbbar á Suður- Grænlandi í tengslum við átakið. Prentsmiðjan Oddi hf. styrkir framtakið og mun prenta skákritið. ■ ÍSLANDSFLUG Hefur samið um að halda áfram uppi sjúkraflugi á Vestfjörðum. HRAFN JÖKULSSON Forseti Hróksins og Skákar í norðri er annar tveggja ritstjóra tímarits um skák sem gefið er út á grænlensku.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.