Fréttablaðið - 20.06.2003, Side 19

Fréttablaðið - 20.06.2003, Side 19
19FÖSTUDAGUR 20. júní 2003 ■ Asía INDÓNESÍA, AP Tíu uppreisnarmenn létu lífið þegar stjórnarhermenn veittu þeim fyrirsát í þorpinu Matang Kruet í Aceh-héraði í Indónesíu. Einnig féllu tveir her- menn í átökunum, sem eru einhver þau blóðugustu síðan stjórnvöld lýstu yfir stríði á hendur aðskilnað- arsinnum fyrir mánuði síðan. Herinn hefur nú á valdi sínu öll helstu vígi uppreisnarmanna, að sögn Sutarto herforingja. Vígamenn aðskilnaðarsinna eru aðeins um 5.000 talsins á móti 30.000 manna liði stjórnarhersins. Yfir 200 uppreisnarmenn og 26 hermenn hafa fallið í átökunum í Aceh-héraði auk á annað hundrað óbreyttra borgara. ■ Stálpípuverksmiðja: Tvö hund- ruð störf ATVINNUMÁL Bandaríska fyrirtæk- ið International Pipe and Tube hefur byggingu á stálpípuverk- smiðju í Helguvík, norðan Kefla- víkur, í október næstkomandi. Reiknað er með að við verk- smiðjuna starfi um tvö hundruð manns, og geta margfeldisáhrif leitt til tvö til þrjú hundruð starfa til viðbótar. Árni Sigfús- son, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir verksmiðjuna hafa átt að vera lið í sókn bæjarfélagsins, en sé nú liður í vörn bæjarfélagsins vegna yfirvofandi samdráttar hjá varnarliðinu á Keflavíkur- flugvelli. ■ Innritun mennta- skólanna lokið: 130 manns sóttu um í Hraðbraut SKÓLAR Um 130 umsóknir bárust um skólavist í Menntaskólanum Hraðbraut, sem tekur til starfa í haust. Að sögn Ólafs Hauks John- son, skólastjóra skólans, verður þó ekki öllum boðin skólavist. „Við ákváðum að fara af stað með heldur minni hóp en við höfðum áætlað, en mjög traustan hóp.“ Að sögn Ólafs hefur ekki enn verið ákveðið hvort 60 eða 75 nemend- um verður hleypt inn í skólann. Þorsteinn Þorsteinsson, skóla- meistari Fjölbrautaskólans í Garðabæ, telur ekki að sam- keppni á skólamarkaðnum hafi aukist. „Það ruglar fólk í ríminu að skólarnir eru farnir að auglýsa meira,“ segir hann, „en sam- keppnin er búin að vera lengi.“ Að sögn Þorsteins sóttu mjög margir um skólavist nú í ár, og neyðist skólinn því til þess að vísa all- mörgum nemendum frá. ■ FÍLAHJÖRÐ RÉÐST Á ÞORP Fjórir létust og 20 slösuðust þegar fíla- hjörð réðst á þorp í suðaustur- hluta Bangladesh. Dýrin, sem voru 20 talsins, jöfnuðu við jörðu yfir 50 kofa. Þorpsbúar voru flestir í fastasvefni þegar fílarnir létu til skarar skríða. Að minnsta kosti fjórtán manns hafa látið líf- ið í árásum fíla á svæðinu á und- anförnum sex mánuðum. FERJUSLYS Í KÍNA Að minnsta kosti þrír fórust þegar ferja sigldi á vöruflutningapramma og sökk á Yangtze-ánni í Kína. Tíu manns var bjargað úr ánni en allt að 20 er enn saknað. Siglingar á ánni höfðu verið bannaðar vegna þoku áður en slysið átti sér stað. Yangtze-áin er ein af aðalsam- gönguæðum Kínverja. HITABYLGJA KOSTAR 400 MANNS- LÍF Hátt í 400 manns hafa látist í hitabylgju í Pakistan í júnímán- uði. Hitinn er nú tekinn að lækka samfara monsún- rigningum en er þó enn yfir 40 gráð- ur. Þegar verst lét náði hitinn 53 gráðum í Punjab-héraði í aust- urhluta landsins. INDÓNESÍSKUR LANDGÖNGULIÐI Að minnsta kosti 40.000 óbreyttir borgarar hafa orðið að flýja heimili sín vegna átakanna í Aceh-héraði síðasta mánuðinn. Átök í Aceh-héraði: Uppreisnarmönnum veitt fyrirsát

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.