Fréttablaðið - 20.06.2003, Síða 21

Fréttablaðið - 20.06.2003, Síða 21
VEIÐAR „Veiðin hér hefur farið bet- ur af stað en nokkru sinni áður svo mig minni til,“ sagði Hólmfríður Jónsdóttir veiðivörður á Hofi sem stendur við eitt kunnasta urriða- svæði veraldar í Laxá í Aðaldal. „Það stafar að einhverju leyti af hlýindum og snjóleysi í vetur en svona góð hefur veiðin aldrei verið síðan ég man eftir fyrir 30 árum síðan. Veiðimennirnir eru náttúru- lega kátir með það en annars virð- ist litlu breyta hvort vel veiðist eður ei, það er fullbókað hér langt fram í tímann. Þeir vita af þessum staðbundna urriða sem hér er og svæðið nær alla leið niður að Lax- árvirkjun.“ Hómfríður sagði að langflestir veiðimennirnir kæmu að sunnan, frá Reykjavík og nágrenni, en færri erlendis frá. „Það hefur ver- ið mikil ásókn í veiði hér nú um langt skeið og það hefur verið full- bókað eitt ár fram í tímann núna um nokkurt skeið. Þannig að það er ekki hlaupið að því að komast hér að, einna helst mögulegt í gegnum vini og kunningja sem þegar hafa pantað.“ ■ 21FÖSTUDAGUR 20. júní 2003 hvað?hvar?hvenær? 17 18 19 20 21 22 23 MARS Föstudagur FÓTBOLTI „Við drifum í því að ráða Ásgeir og Loga þegar ljóst var að þeir unnu ötullega sín verk og ár- angurinn var eftir því,“ sagði Eggert Magnússon formaður Knattspyrnusambands Íslands um ráðningu Ásgeirs Sigurvins- sonar og Loga Ólafssonar sem landsliðsþjálfara til næstu tvegg- ja ára. „Það er meira en að segja það að ráða erlenda þjálfara eins og hugmyndin var. Í fyrsta lagi eru ekki allir sem gera sér grein fyrir okkar umhverfi hér á Íslandi. Svo eru peningamál annar þröskuldur því þeir eru flestir mun dýrari kostur en venjan er hér heima. Okkur finnst eðlilegt að landsliðs- þjálfarinn sé hæstlaunaðasti ís- lenski þjálfarinn í landinu en er- lendur þjálfari sem venjulega hefur reynslu af að stýra stórum félögum í Evrópu fer fram á mun meira en það.“ Ráðning Ásgeirs og Loga var upphaflega tímabundin á meðan leit að hæfum erlendum þjálfara stóð yfir. „Það voru mörg nöfn sem komu til greina og eitt sem stóð þar upp úr en eftir góðan ár- angur í fyrstu tveim landsleikjun- um var ákveðið að ráða Ásgeir og Loga enda góð framtíð í því.“ ■ MANCHESTER UNITED Titilvörnin hefst 16. ágúst með leik gegn Bolton. Enska knattspyrnan: Hefst 16. ágúst FÓTBOLTI Enska deildakeppnin hefst laugardaginn 16. ágúst. Englands- meistarar Manchester United leikur heima gegn Bolton, bikarmeistarar Arsenal fá Everton í heimsókn og Liverpool mætir Chelsea á Anfield. Nýliðar Úlfanna mæta Black- burn á útivelli, Leicester leikur heima gegn Southampton og Portsmouth heima gegn Aston Villa. Birmingham leikur heima gegn Tottenham, Charlton fær Manchest- er City í heimsókn, Fulham og Middlesbrough leika í Lundúnum og Leeds og Newcastle mætast á El- land Road. ■  17.45 Sýn Olíssport. Fjallað er um helstu íþrótta- viðburði heima og erlendis.  18.45 Sýn Álfukeppni FIFA. Bein útsending frá leik Frakklands og Japans.  20.00 Hásteinsvöllur ÍBV og FH keppa í 6. umferð Lands- bankadeildar kvenna.  20.00 Akureyrarvöllur Efstu liði 1. deildar, Þór og Víkingur mætast á Akureyri.  20.00 Kópavogsvöllur Grannaslagur Breiðabliks og HK í 1. deild karla.  20.00 Keflavíkurvöllur Keflavík fær Leiftur/Dalvík í heimsókn í 1. deild karla.  20.00 Stjörnuvöllur Stjarnan mætir Njarðvík í 1. deild karla. EGGERT MAGNÚSSON Árangur Ásgeirs og Loga talar sínu máli. KSÍ bárust margar fyrirspurnir og umsóknir: Starf landsliðs- þjálfara eftirsótt MÝVATNSVEIT Veiði í Mývatni sjálfu er dræm en Laxá er að fara vel af stað. Sjaldan meira af urriða í Laxá í Aðaldal: Besta opnun í 30 ár

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.