Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.06.2003, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 20.06.2003, Qupperneq 24
■ ■ SÝNINGAROPNANIR  14.00 Heimildarmyndin What to do about Whales verður heimsfrum- sýnd á Íslandi í Þingsal 5 á Hótel Loft- leiðum.  16.30 Opnun á myndlistarsýning- unni “Í nótt sefur dagurinn“ eftir Marý. Flest verkin eru olíumálverk þar sem leikið er með hin ýmsu form. Sýningin er í versluninni 12 tónum á Skólavörðu- stíg.  20.00 Sýningin Nýir tímar í ís- lenskri samtímaljósmyndun opnar í Listasafni Reykjavíkur, Kjarvalsstöð- um. Á sýningunni sem opnuð verður á Kjarvalsstöðum getur að líta kjarnann ú sýningu sem fór héðan til Moskvu með aðaláherslu á samtímaljósmyndun. ■ ■ HÁTÍÐARHÖLD  Jónsmessuhátíð í Fiskiðjusundinu, Vestmannaeyjum. Hátíðin er formleg upphitun fyrir Þjóðhátíð. Sérstakir gestir eru Made in China. ■ ■ LEIKLIST  20.00 Aukasýning á Veislunni í Þjóðleikhúsinu. Verkið er eftir Thomas Vinterberg og Mogens Rukov en leik- gerð er í höndum Bo hr. Hansen. ■ ■ TÓNLIST  12.00 Hádegistónleikar í Hafnar- borg sem kallast Létt og ennþá léttara í hádeginu. Alda Ingibergsdóttir sópran syngur og Antonía Hevesi leikur á píanó. Á efnisskrá eru lög eftir Sigfús Halldórs- son og óperettu- og söngleikjatónlist fyr- ir sópran.  16.30 Í 12 tónum mun hljómsveit- in SK/UM leika fyrir gesti og gangandi en sveitin gaf nýverið út plötu.  20.00 Kór Flensborgarskólans flytur ásamt einsöngvurum og hljóð- færaleikurum úr röðum kórfélaga fjöl- breytta og skemmtilega tónlist. Stjórn- andi kórsins er Hrafnhildur Blomster- berg.  20.00 Jónas Ingimundarson pí- anóleikari og Ólafur Kjartan Sigurðar- son barítónsöngvari standa fyrir dagskrá í Hömrum Ísafirði sem nefnist Hvað ertu, tónlist? og munu þeir þar fara á kostum í tali og tónum. Tónleikarnir eru liður í dagskránni Við Djúpið sem fram fer á Vestfjörðum um helgina.  20.30 Fyrsta söngvaka sumarsins á vegum Minjasafnsins á Akureyri í Minjasafnskirkjunni. Á söngvökum er farið í söngferðalag um íslenska tónlist- arsögu. Flytjendur Íris Ólöf Sigurjóns- dóttir og Hjörleifur Hjartarson.  21.00 Tónleikar Guðrúnar Gunn- arsdóttur, Óður til Ellýjar, ásamt hljóm- sveitarmeðlimunum Eyþóri Gunnarssyni, Birgi Bragasyni, Sigurði Flosasyni, Erik Qvick og gestasöngvaranum Friðriki Ómari Hjörleifssyni. Tónleikarnir eru í Ketilshúsinu.  80’s disco danssveifla að hætti hússins í Leikhúskjallaranum.  Hljómsveitin Spútnik spilar í Pakk- húsinu.  Steini í Quarashi sér um tónlistina á skemmtistaðnum 11.  Fræbblarnir spila á Grand Rokk.  Rally-Cross verður að spila á skemmtistaðnum 22.  23.00 Andrea Gylfa, Seth Sharp og Davíð Þór Jónsson halda blús og djass tónleika á fjölmenningarstaðnum Caffe Kulture í kvöld.  Rokksveitin DYS heldur útgáfutón- leika í Nýlistasafninu. Sveitin spilar skemmtilegt rokk og er óhætt að lofa miklu stuði á tónleikunum. ■ ■ SÝNINGAR  Í Rauða húsinu á Eyrarbakka sýnir Lovísa Lóa Sigurðardóttir myndlistar- maður 11 myndverk unnin í olíu og blandaðri tækni á striga. Sýningin stend- ur fram í ágúst.  Ormarnir sýna í fyrsta sinn saman listir sínar í húsnæði sem þeir fengu lán- að Hafnarhvoli, Tryggvagötu 11 í Reykjavík. Ormarnir eða The Worms er nýr hópur myndlistarfólks sem ögra og gleðja augað, þeir láta ljós sitt skína þó að nú sé sá tími ársins sem birtuskilyrð- in eru sem best. Sýningin nefnist Haf- sýnir.  Þrjár nýjar sýningar í Safnasafninu – Alþýðulistarsafni Íslands, á Svalbarðs- strönd, Eyjafirði. Í Hornstofu verða sýnd málverk eftir Sigurð Einarsson í Hvera- gerði. Í garðinum er sýning á trjáköttum eftir Aðalheiði Eysteinsdóttur á Akureyri og nær ánni er samsýning 11 og 12 ára nemenda í Valsárskóla.  Sýning sem nefnist Ferskt ungnauta- hakk á Björtum dögum. Myndlistarsýn- ingin er í nýjum sal í menningar- og kaffihúsi fyrir ungt fólk í Gamla bóka- safninu Mjósundinu. 24 20. júní 2003 FÖSTUDAGUR hvað?hvar?hvenær? 17 18 19 20 21 22 23 JÚNÍ Föstudagur Hilmir Snær snýr aftur umhelgina og mun fara með sitt gamla hlutverk í Veislunni,“ segir Stefán Baldursson, leikstjóri sýn- ingarinnar og Þjóðleikhússtjóri. Aðspurður hver ástæða brott- hvarfsins hafi verið segir hann að Hilmir hafi fengið stórt hlutverk í þýskri kvikmynd sem tekin var upp nú í vor. „Við bjuggumst ekki við að sýningin yrði ennþá í gangi þegar hann þyrfti frá að hverfa,“ segir Stefán. Það var þó öðru nær því Veislan er enn þann dag í dag sýnd fyrir fullu húsi með nýjan leikara innanborðs, Hilmar Jóns- son. „Sýningin breyttist í raun ekki mikið eftir að Hilmar tók við hlut- verkinu þrátt fyrir að persónan hafi auðvitað verið sköpuð á ný í samræmi við leikarann.“ Nú um helgina mun Hilmir Snær hins vegar leika hlutverk sitt á ný og að mati Stefáns er við hæfi að hann taki þennan enda- hnykk þar sem hann hlaut Grímuna á dögunum fyrir leik sinn. Aðspurður segir Stefán þó að stóri vinningurinn hafi verið fólginn í því að Veislan hafi verið tilnefnd til ellefu Grímna og allt annað hafi verði bónus, það má því segja að sýningin hafi hlotið tvöfaldan bónus þar sem Björn Bergsteinn Guðmundsson fékk Grímuna fyrir lýsingu auk Hilm- is. Tvær aukasýningar verða nú um helgina en rétt þykir að upp- lýsa að sökum mikillar eftirspurn- ar eftir miðum munu nokkrar aukasýningar verða í lok septem- ber. ■ Þetta er ómiss-andi sýning,“ segir útvarps- maðurinn Ólafur Páll Gunnarsson um Smekkleysu- sýninguna í Hafnarhúsinu. „Ég ætla að fara aftur þar sem ég náði ekki að skoða þetta allt nógu vel. Þarna eru flottar myndir og þetta er bara skemmtilegt fyrir alla sem hafa gaman af popptónlist og öllu þessu. Þetta er líka merkilegt fyr- irbæri, Smekkleysa, og í raun al- veg ótrúlegt hvað þetta lið er búið að gera mikið. Ég segi bara til hamingju með afmælið Smekk- leysa og rock on.“ Mittmat                        ! ! " # $  % &    '   ! (       & ! )  ! *      +,-  . *     / 0,1 2.3) 4 53 647 8698:;4 <98;/  <=3 9>; ? @AB;>)8  49 9 > .! C CC  ! & %  0,    $     Hilmir snýr aftur ■ LEIKLIST HILMIR SNÆR GUÐNASON Fékk Grímuna fyrir leik sinn í Veislunni. ✓ ✓

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.