Fréttablaðið - 20.06.2003, Page 25

Fréttablaðið - 20.06.2003, Page 25
MARÍN HRAFNSDÓTTIR Ég er nú langt frá því að verahlutlaus og sérstaklega þessa dagana þegar lífið hjá mér snýst nær einvörðungu um lista- og menningarhátíðina Bjarta daga í Hafnarfirði,“ segir Marín Hrafnsdóttir, menningarfulltrúi Hafnarfjarðar. „Ég mun því að sjálfsögðu mæta á Sólstöðutón- leika Kórs Flensborgarskólans í kvöld klukkan 20. Annars konar tónlist mun svo verða allsráðandi hjá mér á morgun en þá eru úti- tónleikar á Norðurbakkanum í Hafnarfirði frá 15 og fram undir miðnætti. Nú, mig eins og alla langar að sjá sýningu Matthew Barney í Nýló og vona að hún verði enn til sýnis þegar ég fer í sumarfrí. Þá þarf ég að finna mér gott næði til að skoða betur sýningarnar á Björtum dögum í Hafnarfirði, og þá kannski sérstaklega Rambeltu (vegasalt) sem er samsýning áhugaverðra listamanna í Hafn- arborg.“  Val Marínar Þetta lístmér á! FÖSTUDAGUR 20. júní 2003 25 Sjóvá-Almennar hafa verið aðalstyrktaraðili Kvennahlaupsins í 11 ár. Vertu með í Kvennahlaupinu 21. júní. Nánari upplýsingar á www.sjova.is.  Þóra Sigurþórsdóttir leirlistarkona er með myndlistarsýningu að Hvirfli í Mosfellsdal. Sýningin er haldin utan- dyra.  Díana Hrafnsdóttir og Elva Hreiðars- dóttir eru með sýningu á grafíkverkum í Óðinshúsi á Eyrarbakka. Sýningin nefnist Hafsýnir.  Ljósmyndir Yann Arthus-Bertrand eru sýndar á Austurvelli. Sýningin ber nafnið Jörðin séð frá Himni og hefur verið sýnd víðs vegar um heiminn.  Sýning á verkum Kristjáns Davíðs- sonar og Þórs Vigfússonar í Listasafni Árnesinga, Austurmörk 21 í Hveragerði. Sýningin stendur til 31. júlí.  Sýning á verkum Matthew Barney stendur í Nýlistasafninu. Sýningin stendur til 29. júní.  Stóra norræna fílasýningin í sýning- arsal Norræna hússins. Á sýningunni eru verk eftir dönsku listamennina Peter Hentze, Thomas Winding og Pernelle Maegaard. Victoria Winding hefur gert fræðslutexta. ✓ ✓

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.