Fréttablaðið - 20.06.2003, Side 27
27FÖSTUDAGUR 20. júní 2003
Í KVIKMYNDAHÚSUM ÞESSA VIKUNA
Morgunblaðið DV IMDb Empire Rottentomatoes Meðaltal
(af 4) (af 4) (af 10) (af 5) (af 100%) (af 10)
Nói Albínói 3 1/2 3 1/2 7.7 X X 8,3
X-Men 2 3 1/2 3 7.8 4 80% Fersk 8,1
Respiro 3 1/2 3 7.4 X 83% Fersk 8
Narc 3 3 7.4 X 85% Fersk 7,7
The Matrix Reloaded X 2 7.4 4 75% Fersk 7
Identity 3 3 7.0 2 66% Fersk 6,5
Töfrabúðingurinn X X 5.8 X X 5,8
Anger Management 2 1/2 X 6.0 3 42% Rotin 5,6
Johnny English X 2 1/2 5.7 3 6% Rotin 5,4
Agent Cody Banks 2 1/2 X 5.4 X 42% Rotin 5,3
They 2 1/2 X 4.0 X X 5,1
Old School X 1 6.7 2 58% Rotin 4,8
Bringing Down... X 2 5.9 2 35% Rotin 4,6
How to lose a guy... X 1 1/2 6.2 X 39% Rotin 4,6
2Fast2Furious 1 1/2 2 5.0 X 32% Rotin 4,2
View from the Top X 2 4.9 X 11% Rotin 3,7
Darkness Falls X 2 4.6 X 9% Rotin 3,5
Skógarlíf 2 X X 5.1 1 21% Rotin 3
Kangaroo Jack 2 X 2.8 X 8% Rotin 2,9
Bræðurnir Bobby og PeterFarrelly kynntu hálfvitana
Lloyd Christmas og Harry Dunne
til sögunnar fyrir níu árum síðan í
gamanmyndinni Dumb &
Dumber. Leikararnir Jim Carrey
og Jeff Daniels fóru á kostum í
hlutverkum vitleysinganna sem
hengsluðust í gegnum lífið í full-
komnu tilgangsleysi og úr öllu
sambandi við raunveruleikann og
umhverfi sitt.
Dumb & Dumber var fyrsta
leikstjórnarverkefni bræðranna
og gaf þann gróteska tón sem er
eitt helsta höfundareinkenni
þeirra en þeir gengu síðan enn
lengra í subbuskapnum í hinum
kostulegu myndum Kingpin og
There’s Something About Mary.
Þeir bræður fengu Jim Carrey svo
aftur til liðs við sig í geðklofagrín-
inu Me, Myself & Irene árið 2000
en virðast einhverra hluta vegna
ekki hafa séð ástæðu til þess að
gera sér frekari mat úr þeim Lloyd
og Harry. Það breytir því þó ekki
að vinirnir eru mættir aftur til
leiks í bíó, tæpum áratug eftir að
þeir komu fram á sjónarsviðið.
Þar sem bræðurnir koma ekki
nálægt nýju myndinni og þeir
Carrey og Daniels endurtaka hlut-
verk sín ekki hefur verið brugðið
á það ráð að láta framhaldsmynd-
ina gerast á undan fyrri mynd-
inni. Þar voru þeir félagar at-
vinnulausir og á barmi gjaldþrots
þegar þeir lögðust í ferðalag til
þess að koma tösku fullri af pen-
ingum til bráðhuggulegrar konu
sem leikin var af Lauren Holly,
sem var til skamms tíma eigin-
kona Carreys.
Dumb & Dumberer gerist átta
árum áður og þar fáum við að
fylgjast með fyrstu kynnum
þeirra félaga, sem eru enn í skóla
og langan veg frá því að ná þeim
áfanga í lífinu að missa vinnuna.
Ævintýrin eru þó alltaf á næsta
leyti þegar Harry og Lloyd eru
annars vegar og fíflagangurinn er
síst minni en á síðustu öld. ■
JIM CARREY OG JEFF DANIELS
Upprunalegu erkifíflin eru ekki með í framhaldsmyndinni um þá félaga Harry og Lloyd.
Þeir lögðu á magnaðan flótta með tösku fulla af peningum fyrir níu árum og kepptu um
ást sömu stúlkunnar. Nú fáum við hins vegar að fylgjast með brokkgengri skólagöngu
þeirra átta árum áður.
Bakkabræður:
Aftur til fortíðar
HILLARY DUFF
Stúlkan skartaði sínu fínasta þegar hún
mætti á frumsýningu Lizzie McGuire í Los
Angeles. Myndin er frumsýnd á Íslandi í
dag og stúlkan er því í tveimur myndum í
bíó þessa dagana en hún fer með stórt
hlutverk í Agent Cody Banks.
Kurt Russell:
Disneystrákurinn sem varð töffari
Kurt Russell fer mikinn í löggu-dramanu Dark Blue, sem hefur
göngu sína í kvikmyndahúsum í
dag. Hann er 52 ára og á að baki
rúmlega 50 kvikmyndir, enda hóf
hann feril sinn aðeins 10 ára gamall
í Presley-myndinni It Happened at
the World’s Fair. Árið 1960 gerði
Disney svo tíu ára samning við hann
og festi hann í sessi sem barna-
stjörnu.
Hann lék Elvis Presley með
miklum tilþrifum í sjónvarpsmynd
leikstjórans John Carpenter árið
1979 og árið 1981 hristi hann það
sem eftir var af barnastjörnuí-
myndinni af sér þegar Carpenter
fékk hann til að leika ofurtöffarann
Snake Plissken í hinni sígildu
Escape from New York og síðan þá
hefur hann leikið hvern harðhaus-
inn á fætur öðrum.
Samstarf þeirra Russells og
Carpenters varð býsna ábatasamt
og þeir leiddu aftur saman hesta
sína í hryllingsmyndinni The Thing
árið 1982, Big Trouble in Little
China 1986 og Escape from L.A. árið
1996.
Russell kynntist leikkonunni
Goldie Hawn við gerð myndarinnar
Swing Shift árið 1983 og þau hafa
verið saman síðan. Swing Shift gekk
þó ekkert sérstaklega vel og það
gerði gamanmyndin Overboard
ekki heldur þannig að þeim hefur
gengið betur í einkalífinu en á hvíta
tjaldinu þó slúðurblöðin hafi gert
nokkuð af því að flytja fregnir af
brestum í sambandi þeirra síðustu
misserin.
Árið 1989 lék Russell á móti
Sylvester Stallone í Tango & Cash
og síðan þá hefur hann verið dug-
legur að taka að sér hlutverk harð-
ara nagla í myndum á borð við Star-
gate, Tombstone, Backdraft og
Soldier. ■
En La Puta Vida:
Óvæntur smellur frá Úrúgvæ
Kvikmyndin En La Puta Vida,eða Flókið líf, gerði stormandi
lukku í heimalandi sínu, Úrúgvæ,
í fyrra. Myndin þykir einkar
metnaðarfull og hreppti meðal
annars aðalverðlaunin á spænsku
Iberoamerican-kvikmyndahátíð-
inni í nóvember. Þá er hún eina
myndin frá Úrúgvæ sem hefur
verið tilnefnd til Óskarsverðlauna
sem besta erlenda myndin og vel-
gengni hennar á erlendri grundu
hefur glætt vonir þarlendra um að
hægt sé að blása lífi í kvikmynda-
iðnaðinn í landinu, sem hefur ver-
ið í hálfgerðum lamasessi undan-
farin ár.
Styrkur myndarinnar þykir
ekki síst liggja í feikilega góðum
leik aðalleikkonunnar Mariana
Santangelo en hún er nánast í
hverju einasta atriði myndarinnar
og því ekki ofsögum sagt að hún
beri hana uppi. ■
KURT RUSSELL
Hefur verið iðinn við kolann
í hasarmyndum síðustu áratugi.
MARIANA SANTANGELO
Þykir sýna frábær tilþrif í hlutverki vændis-
konunnar Elisu í En La Puta Vida og talið
er víst að myndin marki upphaf á glæstum
leikferli hennar.