Fréttablaðið - 20.06.2003, Page 37

Fréttablaðið - 20.06.2003, Page 37
37FÖSTUDAGUR 20. júní 2003 ■ Jarðarfarir Málning hf. hefur tekið þátt í viðamiklum rannsóknum á áhrifaþáttum yfirborðsmeðhöndlunar með helstu sérfræðingum á þessu sviði hér innanlands. Á rannsóknastofu Málningar er jafnframt haft strangt eftirlit með framleiðslu og hráefnum og unnið kröftuglega að vöruþróun þar sem nýjungar á sviði yfirborðsmeðhöndlunar með tilliti til íslenskra aðstæðna hafa skapað málningu frá okkur algjöra sérstöðu. ÞOL - létt í notkun og myndar sterka lakkfilmu. - mikið veðrunarþol. - fyrir bárujárnsþök og aðra málmfleti utanhúss Þakmálning sem þolir íslenskt veðurálag Akrýl - ÞOL - létt í notkun. - mjög gott veðrunarþol - fyrir bárujárn, ýmsar gerðir af klæðningum og aðra málmfleti utanhúss. Við erum sérfræðingar í útimálningu fyrir íslenskar aðstæður. Útsölustaðir Málningar: Byko Kópavogi • Byko Hringbraut • Litaver Grensásvegi • Byko Hafnarfirði • Málningarbúðin Akranesi • Byko Akranesi • Axel Þórarinsson, málarameistari, Borganesi • Verslunin Hamrar, Grundafirði • Litabúðin Ólafsvík • Núpur byggingavöruversl. Ísafirði • Vilhelm Guðbjartsson, málarameistari, Hvammstanga • Verslunin Eyri, Sauðárkróki • Byko Akureyri • Versl. Valberg, Ólafsfirði • Versl. Vík, Neskaupstað • Málningarþjónustan Selfossi • Miðstöðin Vestmannaeyjum • Byko Keflavík • Bláfell Grindavík. Femínistafélag Íslands afhentihelstu ráðamönnum þjóðar- innar bleika steina í gær í tilefni af kvennadeginum 19. júní. „Við viljum með þessu hvetja ráða- menn til þess að hafa jafnréttis- sjónarmið að leiðarljósi við alla ákvarðanatöku,“ segir Erla Hlynsdóttir frá Femínistafélag- inu. „Félagið er þriðja bylgja femínisma sem er að rísa, ekki bara hér heldur um allan heim.“ 19. júní er einmitt til að minnast afraksturs fyrstu bylgjunnar, en þann dag árið 1915 fengu ís- lenskar konur kosningarétt. Erla segir að hver tími kalli vissulega á sínar baráttuaðferð- ir. „Lykilverkefnið í okkar huga er jafnrétti. Það virðast margir halda að við göngum með hug- myndir um kvenréttindi ofar karlréttindum, en það er stór misskilningur. Það er jafnrétti sem við erum að berjast fyrir.“ Erla segir að innan félagsins séu starfandi margir málefna- hópar sem ræði ýmis málefni út frá sjónarhóli jafnréttisins. Femínistafélagið hefur verið áberandi upp á síðkastið og bleiki liturinn sem er táknlitur þess verið áberandi. „Við viljum auðvitað vekja athygli. Ekki fyr- ir félagið, heldur fyrir málstað- inn,“ segir Erla. Í gær tóku Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra, Þórólfur Árnason borgarstjóri og herra Karl Sigurbjörnsson biskup við steinunum. Ritari forseta Ís- lands tók við steini fyrir hans hönd, þar sem forsetinn er ekki á landinu. Í bréfi sem fylgdi steinunum eru þeir hvattir til þess að kynna sér femínisma, því grundvallarþekking á þeim fræðum sé forsenda þess að geta unnið skilvirkt að jafnréttissjón- armiðum. Erla segir að meiningin sé að afhenda slíka steina 19. júní ár hvert. „Bleikur steinn fer varla framhjá ráðamönnum og minnir þá á jafnréttissjónarmiðin.“ ■ TEKIÐ VIÐ STEINI Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra tók við bleikum steini sem fulltrúi ríkisstjórnarinn- ar. Steinninn á að minna ráðherrann á að hafa jafnréttissjónarmið að leiðarljósi í störfum sínum. Bleikir leiðarsteinar Femínismi ■ Hver kynslóð mótar sínar aðferðir til að vekja athygli á málefnum sínum. Femínistafélag Íslands hefur vakið athygli fyrir frískleg uppátæki til þess að vekja athygli á jafnréttismálum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Ingibjörg borgarlista- maður VIÐURKENNING Ingibjörg Haralds- dóttir skáld er borgarlistamaður Reykjavíkur þetta árið. Borgar- stjóri afhenti Ingibjörgu ágrafinn stein og ávísun að upphæð ein millj- ón króna og lét þess getið að borg- arráð hefði á fundi sínum samþykkt tillögu menning- armálanefndar um þá reglu- breytingu að hækka viður- kenningarfram- lagið úr hálfri í eina milljón króna í samræmi við þann heiður sem þessari til- nefningu ætti að fylgja. I n g i b j ö r g Haraldsdóttir hefur gefið út sex ljóðabækur og hlaut hún Íslensku bókmenntaverðlaunin 2002 fyrir ljóðabókina Hvar sem ég verð. Ingibjörg er, fyrir utan að vera gott skáld, mikilvirkur þýðandi. Liggja eftir hana þýðingar á heims- bókmenntum, aðallega úr rúss- nesku og spænsku. Má þar nefna þýðingar á bókum rússneska stór- skáldsins Dostojevski. Ingibjörg þakkaði viðurkenninguna og kvaðst leitast við að bera hana með sóma, þannig að hvorki hún né borgin sem fæddi hana þyrfti að skammast sín. Við sama tækifæri var Eþoskvartettinum veittur styrkur tónlistarhóps. Kvartettinn hefur á undanförnum árum ráðist í flutn- ing merkilegra kvartetta helstu tónskálda heims. Hann skipa: Auð- ur Hafsteinsdóttir fiðluleikari, Greta Guðnadóttir fiðluleikari, Guðmundur Kristmundsson víólu- leikari og Bryndís Halla Gylfadótt- ir sellóleikari. ■ 13.00 Lone Kastberg Rebsdorf, Sdr. Moselvej 40, Hornslet, veður jarð- sungin frá Hornsletkirku. 13.30 Ingvi Gunnar Ebenhardsson, Ár- skógum 6, Reykjavík, verður jarð- sunginn frá Selfosskirkju. 13.30 Sæunn Pétursdóttir, áður Ferju- bakka 4, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju. 13.30 Þorkell Einarsson, Hlaðhömrum 2, Mosfellsbæ, verður jarðsunginn frá Lágafellskirkju. 14.00 Jóhannes Bergmann Guð- mundsson, Klapparstig 16, Ytri Njarðvík verður jarðsunginn frá Njarðvíkurkirkju. 15.00 Kristrún Þorsteinsdóttir Cortes verður jarðsungin frá Fossvogs- kapellu. 15.00 Ólafur Geirsson, Arnarási 6, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju í Garðabæ. Elínborg Jóna Jóhannsdóttir, Hjalla- braut 6, Hafnarfirði, lést 16. júní. Hulda Pálsdóttir, Álfaskeiði 64, Hafnar- firði, lést 16. júní. Rögnvald Kjartansson, Víðigrund 35, Kópavogi, lést 16. júní. ■ Andlát INGIBJÖRG HARALDSDÓTTIR Ljóðskáld og mikil- virkur þýðandi er borgarlistamaður Reykjavíkur í ár.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.