Fréttablaðið - 20.06.2003, Side 40
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500
Bakþankar
GUÐMUNDAR
STEINGRÍMSSONAR
Fyrir viku skrifaði ég bakþankahér í blaðið þar sem ég varaði við
því að sólin og lognið sem þá hefðu
verið viðvarandi í Reykjavík myndu
án efa hafa eitthvað slæmt í för með
sér. Ég talaði um miklar hamfarir í
því sambandi. Ég ætla svosem ekkert
að vera að velta mér mikið upp úr
því, en það hefur auðvitað komið á
daginn að ég hafði rétt fyrir mér.
SÍÐAN ÉG SKRIFAÐI pistilinn hef-
ur nánast verið látlaus rigning. Á þjóð-
hátíðardag Íslendinga, 17. júní, rigndi
heil ósköp og nú á miðvikudaginn þótti
það heyra til sérstakra tíðinda í frétt-
um hvað regndroparnir voru stórir og
hvað það rigndi mikið. „Skýfall,“
sögðu menn. Vinur minn nánast
drukknaði á leiðinni út í sjoppu. Ég
sjálfur er kominn með hálsbólgu út af
raka í fötum. Fólk um allan bæ varð
að hætta að tala í símann út af regninu
sem buldi á þökunum. Ég leyfi mér að
vitna í orð mín frá því fyrir viku síð-
an: „Og rigningin?“ spurði ég. „Hún
verður ofsafengin.“
ÞETTA ER AUÐVITAÐ þörf
áminning. Reyndar höfðu einhverjir á
orði að þetta hefði ekki verið sú ís-
lenska rigning sem ég boðaði, sem
fýkur sífellt í andlitið á manni. Bent
er á að þessi rigning hafi fallið beint
niður eins og í steypibaði. Það kann
vel að vera að þessi rigning hafi ver-
ið dæmigerð miðevrópsk síðdegis-
skúr, eins og sjá má í frönskum hryll-
ingsmyndum. Margt bendir til að
rigningin hafi þar með slegið Íslend-
inga út af laginu á ákveðinn máta, því
ekki vitum við hvernig við eigum að
haga okkur í slíkri útlendri skúr,
fremur en í mikilli sól og logni. En
það breytir samt ekki því að af þessu
má draga ákveðinn lærdóm.
VIÐ EIGUM VITASKULD að
kunna að halda okkur á mottunni.
Ekki vera að rjúka í stuttbuxur við
minnsta tilefni. Vera með úlpuna í
bakpoka. Regnföt í bílnum. Horfa tor-
tryggin til himins, full grunsemda.
Sýna stillingu. En nú erum við búin
að læra okkar lexíu, lesendur góðir.
Það er nú alltaf gott. Allt er í heimin-
um hverfult. Herir koma og fara.
Bráðum kemur sólin aftur. Ég sé mik-
ið sólskin í aðsigi. Svo mikið reyndar,
að ég held að margir eigi eftir að
verða mjög uggandi.
Ég sagði
ykkur það
F le i r i ger› i r P ioneer b í l tækja á www.ormsson. is