Fréttablaðið - 26.06.2003, Side 2

Fréttablaðið - 26.06.2003, Side 2
2 26. júní 2003 FIMMTUDAGUR “Já, hún er á Klaustri en ég veit ekki alveg hvort hún ætlar suður- eða norðurleiðina. Hallgrímur Helgason fæst við skriftir sumar, vetur, vor og haust. Spurningdagsins Hallgrímur, er ný bók á leiðinni? ■ Viðskipti ■ Lögreglufréttir ÍSRAEL, AP Leiðtogar palestínskra vígasamtaka hafa samþykkt að hætta árásum á Ísraela í þrjá mánuði, að sögn Kadoura Fares, háttsetts embættismanns innan Fatah-hreyfingarinnar. Samn- ingamenn hafa ekki staðfest þess- ar yfirlýsingar en Mohammad al- Hindi, leiðtogi samtakanna Ís- lamskt Jihad á Gaza-ströndinni, fullyrðir að leiðtogar Hamas hafi samið um vopnahlé og leiti nú samþykkis annarra vígasamtaka. Undanfarna daga hafa margir gert því skóna að vopnahlé sé á næsta leiti. Al-Hindi segir að leið- togar Hamas hafi samþykkt að leggja niður vopn gegn því að Ísraelar hættu herferð sinni gegn liðsmönnum samtakanna og létu palestínska fanga í Ísrael lausa úr haldi. Háttsettur ísraelskur ráða- maður segir að viðbrögð Ísraela ráðist af því hvort árásirnar hætti í raun og veru. Bendir hann á að þó leiðtogarnir séu fylgjandi vopnahléinu geti þeir átt erfitt með að hafa hemil á vígamönnum á Vesturbakkanum og Gaza. Í gær skutu ísraelskir hermenn tvo liðsmenn Hamas-samtakanna til bana á Gaza-ströndinni. Að sögn ísraelsku lögreglunnar höfðu mennirnir í hyggju að ráð- ast á ísraelska borgara en tals- menn Hamas segja að þeir hafi ráðist gegn ísraelskum hermönn- um. ■ LEIKA SÉR Í RÚSTUM Palestínskir drengir leika sér í húsarústum í Rafah á Gaza-ströndinni. Ísraelskir hermenn jöfnuðu húsið við jörðu þar sem þeir töldu að undir því lægju göng sem notuð væru til að smygla vopnum frá Egyptalandi. Friðarviðræður fyrir botni Miðjarðarhafs: Sáttatónn hjá vígasamtökunum KOMIN Í 1.500 STIG Úrvalsvísi- talan hækkaði um 0,54% í gær og stendur nú í 1.500 stigum. Vísital- an var síðast í 1.500 stigum 2. október árið 2000. MP BIO HÆKKAR Gengi bréfa í líftæknisjóðnum MP BIO hækk- aði um 43,3% í gær í kjölfar já- kvæðra frétta um niðurstöður rannsóknar á nýju lyfi. LONDON, AP Alastair Campbell, upp- lýsingafulltrúi og einn nánasti ráð- gjafi Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, játaði fyrir breskri þingnefnd í gær að mistök hefðu verið gerð þegar skýrsla um ger- eyðingarvopn Íraka var unnin. Skýrslan hafði mikil áhrif þeg- ar breska þingið samþykkti að taka þátt í hernaðaraðgerðum gegn Írak. Campbell sagði að það hefðu verið mistök að taka inn í skýrsluna kafla úr tíu ára gamalli ritgerð námsmanns sem aðgengi- leg var á Netinu. Skýrslan var önnur tveggja sem bresk stjórnvöld unnu um gereyð- ingarvopn í Írak og vó þungt þegar Bretar samþykktu að taka þátt í af- vopnun Íraka. Þvert á fullyrðingar skýrslunnar, hafa engin gereyðing- arvopn fundist í Írak. Tony Blair fullyrti í breska þinginu í gær að skýrslan um- deilda væri kórrétt þótt hann hefði á fyrri stigum ekki vitað að Camp- bell hefði tekið hluta hennar af Netinu. Blair var krafinn svara um það hve lengi breskir hermenn yrðu í Írak. Forsætisráðherrann sagði að breskum hermönnum hefði þegar verið fækkað úr 46 þúsund í 14 þúsund en óvíst væri hvenær hægt yrði að draga allt herliðið til baka. Umfram allt ætluðu Bretar að standa við loforð um að hjálpa Írökum við að byggja upp að nýju. Að öðrum kosti stafaði heiminum áfram ógn af Írak. ■ JÁTAÐI MISTÖK Alastair Campbell, upplýsingafulltrúi Blair, játaði við yfirheyrslur hjá breskri þingnefnd að mistök hefðu verið gerð við vinnslu skýrslu um gjöreyðingarvopn Íraka. Upplýsingafulltrúi Tony Blair: Viðurkenndi mistök við gerð Íraksskýrslu DÓMSMÁL Bankaræninginn sem framdi vopnuð rán bæði í Spari- sjóði Hafnarfjarðar og Lands- bankanum í Grindavík náði sam- tals 2.606.048 krónum. Ákærur vegna ránanna voru birtar hon- um í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Fyrri ákæran er vegna ránsins í Sparisjóði Hafnar- fjarðar. Þar er hann sakaður um að hafa farið inn í Sparisjóðinn með nælonsokk á höfði, ógnað starfsfólki með búrhnífi og skip- að því á brott, og hrifsað 1.692.000 krónur úr gjaldkera- skúffunni og haft á brott með sér. Í seinni ákærunni, vegna ráns- ins í Landsbankanum í Grinda- vík, segir að hann hafi tekið með sér 914.048 krónur. Annars eru ákærurnar áþekkar. Í Grindavík- urmálinu segir í ákærunni að ræninginn hafi hulið höfuðið með hettu. Ræninginn, sem er nítján ára gamall, játar bæði ránin. Hann segist ekki hafa ógnað nokkrum með hnífunum. Ákæruvaldið tel- ur hann sakhæfan en vill samt sem áður hafa geðlækni sem matsmann í málinu vegna að- stæðna ræningjans og spurn- ingar um andlegt heilbrigði hans. Ránsfengurinn úr ráninu í Grindavík komst nánast allur til skila. Ræninginn var gripinn svo skömmu eftir ránið að hann hafði ekki færi á að eyða neinu af pen- ingunum. Lögreglan hafði snör handtök og lokaði vegum að og frá bænum. Ræninginn hafði hins vegar náð að eyða talsverðum hluta ránsfengsins úr Hafnar- fjarðarráninu. Hann náðist ekki fyrr en nokkrum sólarhringum síðar eftir það rán. Sjóvá Almenn- ar krefjast bóta upp á 820.000 kr. ásamt vöxtum vegna ránsins í Sparisjóði Hafnarfjarðar. hrs@frettabladid.is BANKARÆNINGINN Á rétt rúmum tveimur mánuðum rændi hann tvo banka og náði á þriðju milljón. Ránsfengur á þriðju milljón Ungi maðurinn sem rændi bæði Sparisjóð Hafnarfjarðar og Landsbank- ann í Grindavík náði samanlagt 2.606.048 krónum í ránunum tveimur. Hann neitar að hafa ógnað nokkrum manni með hnífi en játar ránin. ■ Hann segist ekki hafa ógn- að nokkrum með hnífunum. Kaupin á Barnsley: Munnlegt samþykki ÍÞRÓTTIR Líklegt er að Guðjón Þórðarson, fyrrverandi landsliðs- þjálfari, verði næsti knattspyrnu- stjóri Barnsley þrátt fyrir allt. Miklar sviptingar hafa verið í samskiptum Guðjóns við hóp fjár- festa sem hefur gert tilboð í enska 2. deildarliðið. Á íþróttasíðu Fréttablaðsins í dag er viðtal, sem tekið var fyrir hádegi í gær, og þar segist Guðjón ekki hafa áhuga á að starfa með hópnum. Síðdegis í gær varð hins vegar kúvending í málinu. Í Ríkisútarpinu lýsti Bald- ur Sigurðsson því yfir að náðst hefði munnlegt samkomulag við eiganda Barnsley um kaup á 60% hlut í félaginu. Þá sagðist Baldur reikna með því að Guðjón verði ráðinn knattspyrnustjóri. ■ Ekið var á dreng í Fossvogi: Alvarlega slasaður BÍLSLYS Tíu ára drengur á hlaupa- hjóli varð fyrir jeppabifreið á gatnamótum Ljósalands og Kúr- lands í Fossvogi í gærdag. Hann var fluttur mikið slasaður á slysa- deild. Drengurinn liggur nú á gjör- gæsludeild Landspítalans. Hann er með alvarlega áverka og er í önd- unarvél, að sögn Kristins Sigvalda- sonar, læknis á Landspítalanum. Að sögn lögreglunnar í Reykja- vík liggur ekki fyrir með hvaða hætti slysið gerðist en málið er í rannsókn. Jeppinn var fjarlægður af slysstað með dráttarbíl. Ekki fékkst uppgefið hjá lögreglu hvers vegna. ■ Tilraun til nauðgunar: Átján mán- aða fangelsi DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykjavík- ur dæmdi í gær nítján ára mann með nokkurn sakaferil í 18 mánaða fangelsi fyrir tilraun til nauðgunar. Þá var honum gert að greiða fórn- arlambinu, konu um þrítugt, 300 þúsund í bætur. Nauðgunartilraunin átti sér stað á hestamannamóti á Vindheimamel- um í Skagafirði í fyrrasumar. Mað- urinn, sem var nýsloppinn úr gæslu- varðhaldi, fékk konuna með sér inn í tjald og reyndi þar að þröngva henni til kynmaka. Hún neitaði stöðugt, en maðurinn beitti hana valdi og hleypti henni ekki út úr tjaldinu. Það var ekki fyrr en fólk í nágrenninu heyrði hvað fram fór og opnaði tjaldið að konan slapp út. ■ Tollstjórinn í Reykjavík: Rannsókn Draumsins til lögreglu LÖGREGLUMÁL Rannsókn varðandi ólöglegt áfengi og tóbak sem fannst við húsleit í versluninni Draumnum á Rauðarárstíg er langt komin hjá rannsóknardeild tollgæslunnar. Hjá tollstjóranum í Reykjavík fengust þær upplýs- ingar að þegar tollgæslan hefur lokið öllum þáttum málsins verði það sent til frekari meðferðar hjá lögreglunni í Reykjavík. ■ LENTI UNDIR DRÁTTARVÉL Aftur- hjól dráttarvélar fór yfir ung- lingsdreng í Holtum í Rangár- vallasýslu. Hann var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Landspítal- ans. Reyndust meiðsl hans ekki vera meiriháttar. Að sögn lög- reglunnar á Hvolsvelli virðist dráttarvélin, sem var mannlaus, hafa hrokkið í gír. KARLAR L U J T Mörk Stig Fylkir 7 4 1 2 12:6 13 FH 7 3 2 2 12:9 11 KR 7 3 1 3 8:10 10 ÍA 7 2 4 1 9:6 10 ÍBV 6 3 0 3 12:10 9 Þróttur 6 3 0 3 9:9 9 Valur 7 3 0 4 10:13 9 Grindavík 7 3 0 4 9:12 9 KA 6 2 2 2 9:8 8 Fram 6 1 2 3 7:14 5 ÍA 1:1 Fylkir KR 1:2 Grindavík KA 1:2 Valur FH 2:3 Fram

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.