Fréttablaðið - 26.06.2003, Blaðsíða 6
ÍRAK, AP „Við hyggjumst draga þá
sem stóðu fyrir þessum árásum til
ábyrgðar,“ sagði Paul Bremer, yf-
irmaður bandaríska heraflans í
Írak.
Breskar hersveitir hafa gefið yf-
irvöldum í íraska bænum Majar al-
Kabir tveggja sólarhringa frest til
að framselja þá sem skutu sex bres-
ka herlögreglumenn til bana í bæn-
um. Ekki er gefið upp hvernig Bret-
ar bregðast við ef banamennirnir
verða ekki framseldir. Staðfest er
að óbreyttir Írakar í Majar al-Kab-
ir skutu á herlögreglu og felldu sex
manns. Heimamenn voru að mót-
mæla veru Breta í bænum, en þeir
hafa farið með löggæslu þar. Bret-
arnir skutu á mótmælendur og féllu
fjórir Írakar. Bæjarbúar urðu æfir,
gerðu aðsúg að bresku herlögreglu-
mönunum og féllu tveir strax. Fjór-
ir lögreglumenn flúðu inn í lög-
reglustöð. Bæjarbúar fóru þá heim,
sóttu riffla og vélbyssur og réðust á
Bretana á lögreglustöðinni. Eftir
tveggja klukkustunda skotbardaga
lágu bresku lögreglumennirnir í
valnum.
Geoffrey Hoon, varnarmála-
ráðherra Bretlands, sagði breska
þinginu eftir atburðina að þetta
hefðu aðallega verið herlögreglu-
menn sem hefðu verið að þjálfa
íraska lögreglumenn. Haft er eftir
Hoon að herafli Breta í Írak verði
efldur vegna atburðanna. Þá sé
verið að endurskoða allt skipulag
friðargæslu í Suður-Írak. Bresk
hermálayfirvöld segja hugsanlegt
að breskum hermönnum verði á
ný gert að bera hjálma og klæðast
skotheldum vestum við eftirlits-
störf.
Að minnsta kosti 18 bandarísk-
ir hermenn og 42 breskir hafa lát-
ið lífið í árásum Íraka frá 1. maí sl.
en þá lýstu Bandaríkjamenn því
yfir að stríðinu í Írak væri í raun
lokið. Árásirnar hafa einkum ver-
ið gerðar í Bagdad og nágrenni. ■
6 26. júní 2003 FIMMTUDAGUR
GENGI GJALDMIÐLA
Bandaríkjadalur 76.58 2.00%
Sterlingspund 127.79 1.95%
Dönsk króna 11.9 1.77%
Evra 88.38 1.76%
Gengisvístala krónu 124,24 0,21%
KAUPHÖLL ÍSLANDS
Fjöldi viðskipta 293
Velta 5.459 milljónir
ICEX-15 1.500 0,540%
Mestu viðskipti
Bakkavör Group hf. 354.100.692
Pharmaco hf. 271.144.368
Eimskipafélag Íslands hf. 73.032.013
Grandi hf. 54.747.991
Landsbanki Íslands hf. 42.908.239
Mesta hækkun
Líftæknisjóðurinn MP BIO hf. 43,33%
Sjóvá-Almennar tryggingar hf. 3,05%
Nýherji hf. 2,50%
Kaupþing Búnaðarbanki hf. 0,19%
Kögun hf. 1,33%
Mesta lækkun
Þormóður rammi-Sæberg hf . -4,76%
Samherji hf. -2,34%
Síldarvinnslan hf. -2,13%
Vátryggingafélag Íslands hf. -1,52%
Flugleiðir hf. -1,09%
ERLENDAR VÍSITÖLUR
DJ: 9137,0 0,3%
Nasdaq: 1625,4 1,2%
FTSE: 4067,9 0,2%
Nikkei: 8932,3 0,1
S&P: 989,1 0,6%
*Bandarískar vísitölur kl. 17.00
Veistusvarið?
1Hvaða Evrópuþjóð reykir mest og lifirjafnframt lengst, samkvæmt niður-
stöðum nýrrar rannsóknar?
2Hvað borgaði samgönguminjasafnið íSinsheim í Þýskalandi fyrir Concorde-
þotu Air France?
3Guðjón Þórðarson, fyrrverandi lands-liðsþjálfari, hefur augastað á ensku
knattspyrnufélagi. Hvað heitir félagið?
Svörin eru á bls. 39
TÆKNIHÁSKÓLI ÍSLANDS
Miðað við fyrirhuguð fjárlög verður Tækni-
háskólinn að vísa frá 140 umsækjendum
af tvö hundruð, þrátt fyrir aukna þörf iðn-
fyrirtækja fyrir tæknimenntað starfsfólk.
Samtök iðnaðarins:
Þörf fyrir
fleiri tækni-
menntaða
ATVINNUMÁL Stjórn Samtaka iðnað-
arins kallar á auknar fjárveiting-
ar til tæknimenntunar í landinu
og vill að ríkisstjórnin framfylgi
ákvæðum í nýjum stjórnarsátt-
mála um sókn á sviði starfs- og
verkmenntunar. Könnun Samtaka
iðnaðarins árið 2000 leiddi í ljós
að fyrirtæki í iðnaði töldu nauð-
synlegt að fjölga tæknifræðing-
um og verkfræðingum um 80 pró-
sent árin 2000 til 2005.
Í ályktun frá stjórn Samtaka
iðnaðarins kemur fram að tvö
hundruð manns hafi sótt um
skólavist í Tækniháskóla Íslands,
en vegna fjárskorts verði að vísa
140 frá. Samtökin hvetja stjórn-
völd til að tryggja fjárhagslegan
grunn að tækninámi við háskól-
ann í samræmi við þarfir iðnfyrir-
tækja fyrir tæknimenntað starfs-
fólk. ■
BAUGUR
Aðeins eitt yfirtökutilboð er á borðinu en
beðið er frétta af því hvort önnur berist.
Yfirtökutilboð Baugs
í Hamleys:
Baugur með
eina tilboðið
HLUTABRÉFAMARKAÐUR Hlutabréf í
Hamleys hafa selst á 208,5 pens,
sem er 2,2 prósentum hærra en
Baugur býður í yfirtökutilboði
sínu í Hamleys-leikfangakeðjuna.
Er hækkunin talist tengjast frétt-
um af því að Tim Waterstone,
stofnandi Waterstone bókabúð-
anna, sé með tilboð á prjónunum.
Þegar Fréttablaðið leitaði eftir
viðbrögðum hjá Baugi vegna
þessa fengust þau svör að aðeins
eitt tilboð væri á borðinu og það
væri frá Baugi. Það tilboð er gert
með samþykki Hamleys og í sam-
ráði við framkvæmdastjóra og
fjármálastjóra. ■
FISKELDI Norsk laxeldisfyrirtæki
kvarta sáran undir lágu verði á
eldislaxi í Evrópu og er greint
frá því í norska ríkisútvarpinu
að búist sé við fjölda gjaldþrota í
greininni á næstunni. Íslensk
fyrirtæki sækja hins vegar fyrst
og fremst á Ameríkumarkað,
þar sem verðið er tæplega helm-
ingi hærra. Guðmundur Valur
Stefánsson, framkvæmdastjóri
laxeldisfyrirtækins Sæsilfurs á
Mjóafirði, segir áhrifin á Ísland
óveruleg. „Verðið fer upp og nið-
ur eins og sjávarföllin á milli
ára. Við höfum stöðvað útflutn-
ing tímabundið til Evrópu og bíð-
um eftir að verðið hækki þar.“
Norðmenn hafa fjárfest veru-
lega í laxeldi á uppgangstíma
síðustu ára og eru að sögn kunn-
ugra að súpa seyðið af því. ■
Húsavík:
Eldur í
verkstæði
ELDSVOÐI Eldur kviknaði í tré-
smiðju í Reykjahverfi sunnan við
Húsavík. Slökkviliðið á Húsavík
kom fljótt á staðinn og greiðlega
gekk að slökkva eldinn. Ekki urðu
meiðsl á fólki. Litlar skemmdir
urðu af völdum elds en í gær var
nokkuð óljóst hversu miklar
skemmdir urðu af völdum reyks.
Eldurinn átti upptök sín í
sprautuklefa. Frekari rannsókn
málsins er ólokið. ■
Hvalfjarðargöngin 5 ára:
Ókeypis í
göngin
SAMGÖNGUR Stjórn Spalar ehf., sem
á og rekur Hvalfjarðargöng, hefur
ákveðið að bjóða vegfarendum að
aka ókeypis undir Hvalfjörð 11.
júlí næstkomandi, en þá verða
fimm ár liðin frá því að göngin
voru formlega opnuð. Ókeypis
verður um göngin frá klukkan 7.00
að morgni til klukkan 7.00 að
morgni 12. júlí. Þrátt fyrir að ekk-
ert veggjald sé innheimt verður
vakt og öryggisgæslu sinnt með
venjulegum hætti í gjaldskýli.
Gera má ráð fyrir mikilli umferð
enda ber afmælið upp á föstudag. ■
LAXASLÁTRUN
Nálega helmingi hærra verð fæst nú fyrir
eldislax í Ameríku en Evrópu, sem knýr ís-
lensk laxeldisfyrirtæki til að flytja laxinn í
vaxandi mæli vestur um haf.
Verð á eldislaxi hrynur í Evrópu:
Ameríkuverð helmingi hærra
VAXANDI SPENNA
Írakar skoða sundurtætt farartæki breskra hermanna við Amarah. Mikil spenna er í samskiptum hersveita og heimamanna eftir að skotið
var á breskar hersveitir þar sem sex létust og átta særðust, þar af þrír alvarlega.
AP
M
YN
D
Bretar gefa Írökum
tveggja daga frest
Óbreyttir Írakar í Majar al-Kabir urðu æfir þegar bresk herlögregla
skaut á óbreytta borgara sem voru að mótmæla veru herliðsins. Fjórir
Írakar féllu og skutu bæjarbúar sex herlögreglumenn í hefndarskyni.
GRIKKLAND, AP Skipstjóri og áhöfn
flutningaskipsins Baltic Sky, sem
Grikkir kyrrsettu um helgina, kom
fyrir dómara í Messolongi á Grikk-
landi í gær. Reynt er að skýra hver á
farm skipsins, 680 tonn af sprengi-
efnum, en grunsemdir eru uppi um
að farmurinn tengist hryðjuverka-
starfsemi. Súdönsk yfirvöld segja að
svo sé alls ekki, farmurinn sé í eigu
fullkomlega löglegs fyrirtækis í Súd-
an og sé ætlaður til ýmissa fram-
kvæmda í almannaþágu, svo sem
vegagerðar. Grikkir taka það ekki
trúanlegt og spyrja meðal annars
hvers vegna skipið hafi dólað um
Miðjarðarhafið í sex vikur en ekki
siglt beint til Súdans. Utanríkisráð-
herra Súdans kallaði sendiherra
Grikklands í höfuðborginni Karth-
oum á sinn fund og krafðist þess að
skipinu yrði þegar í stað leyft að
sigla. Utanríkisráðherrann segir
grísk yfirvöld fara offari í málinu.
„Ef til vill hafa Grikkir áhuga á
að taka þátt í stríðinu gegn hryðju-
verkum og vilja með þessu sýna
hvar þeir standa,“ sagði Mustafa
Osman Ismail, utanríkisráðherra
Súdans. ■
HÖFUÐSTÖÐVARNAR
Fyrirtækið umdeilda í Súdan sem kveðst eiga tæplega 700 tonn af sprengiefnum í flutn-
ingaskipi sem Grikkir hafa kyrrsett lætur ekki mikið yfir sér. Súdanir krefjast þess að Grikk-
ir leyfi skipinu að sigla, enda sé farmurinn ætlaður til framkvæmda í almannaþágu.
AP
/M
YN
D
Sprengjuskipið í Grikklandi:
Súdanir krefjast þess
að skipið fái að sigla
HVALFJARÐARGÖNG
Vegfarendum boðið ókeypis 11. júlí.