Fréttablaðið - 26.06.2003, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 26.06.2003, Blaðsíða 8
KALIFORNÍA Nýkjörinn ríkisstjóri Kaliforníu á það á hættu að verða vikið úr embætti í krafti umdeildra laga sem kveða á um að boða skuli til nýrra kosninga ef tólf prósent kosningabærra manna skrifa undir beiðni þar að lútandi. Auðkýfingurinn Darrell Issa, ö l d u n g a d e i l d a r þ i n g m a ð u r repúblikana, stendur fyrir undir- skriftasöfnun til þess að knýja fram kosningar. Issa hefur gagn- rýnt Gray Davis ríkisstjóra harð- lega fyrir að hafa ekki brugðist við efnahagsvanda Kaliforníu og seg- ist tilbúinn að leggja allt í sölurnar til koma honum frá völdum. Issa og félagar hans segjast hafa safnað hátt í 800.000 undirskriftum en talið er að þeir þurfi um 300.000 í viðbót. Í gegnum tíðina hafa verið gerð- ar margar misheppnaðar tilraunir til að koma ríkisstjóra frá völdum með þessum hætti. Aldrei áður hef- ur málið þó verið sótt af þvílíkum krafti og nú. Andstæðingar undir- skriftasöfnunarinnar segja hana ógn við lýðræðið og stjórnskipun landsins og bera vott um það vald sem fólgið sé í peningum. Issa heldur því aftur á móti fram að markmið sitt sé að koma frá van- hæfum ríkisstjóra og bjarga efna- hag Kaliforníu. ■ HEILSUFAR „Offita er verulegt og vaxandi vandamál og óhætt að fullyrða að offitan er annar tveggja stórra faraldra 21. ald- arinnar. Hinn er tóbaksreyking- ar. Hvort tveggja er verulegt lýðheilsuvandamál í vestrænum löndum,“ segir Sigurður Guð- mundsson landlæknir. Tilfellum sykursýki 2, sem oft er nefnd öldrunarsýkursýki, hefur fjölgað mjög á Íslandi á síðustu árum. S j ú k d ó m u r i n n greinist einnig oftar hjá yngra fólki en áður og er skýringanna meðal annars að leita í vaxandi offitu. „Um það bil 20% níu ára barna eru of þung og það hlut- fall fer vaxandi hröðum skre- fum. Manneldisráð hefur fylgst með þessu allt frá árinu 1938 og það virðist ekkert lát á. Þetta er raunar sama þróun og í öllum öðrum vestrænum löndum. Við erum kannski 5 til 10 árum á eftir Bandaríkjamönnum en erum á góðri leið með að ná þeim. Svo ört vex vandamálið hjá okkur. Offitan fylgir svo meirihluta barna og unglinga á fullorðinsárin, með tilheyrandi sálarkvölum, heilsufarslegum vandamálum og minni lífslík- um,“ segir Sigurður Guðmunds- son. Vaxandi offitu má skýra með minni hreyfingu og aukinni neyslu, fleiri kaloríur fara ofan í ungmennin í dag og brennslan er minni. Erfðir hafa reyndar mikið að segja hjá stórum hópi. „Við höfum vakið athygli á þessu að undanförnu en við vilj- um gera enn betur. Einfaldasta lausnin er að hreyfa sig meira og borða minna en það er hæg- ara um að tala en í að komast. Umhverfið er mjög breytt og það þarf að verða vakning með- al almennings. Útivera og hreyfing hefur vikið fyrir sjón- varpi og tölvuleikjum, skyndi- bitastaðir eru allsráðandi. Þetta og fleira stuðlar að offitu. Þetta er ekkert einkamál heilbrigðiskerfisins heldur kemur þetta okkur öllum við,“ segir Sigurður Guðmundsson. the@frettabladid.is 8 26. júní 2003 FIMMTUDAGUR ■ Úrskurður ■ Offitan er annar tveggja stórra faraldra 21. aldarinnar. Björn var þá Pippin fjórði Vilhjálmur V. (les fimmti, hann er nr. fimm í leitarröðinni hjá íhaldinu) verður ekki konungur, Íhaldið þarf að leita allt að Hin- rik VIII, eða hvað? Jón Ármann Héðinsson fyrrverandi alþingismaður. Morgunblaðið, 25. júní. Og Vilhjálmur miklu seinna Hins vegar langar mig til að benda Bjarna á að siðfræði var ekki til á undan Guði því hann kom fyrstur. Jónína Benediktsdóttir. Morgunblaðið, 25. júní. Einfalt og gott Ef hann passar inn í mínar fjár- festingar, þá er það gott mál, ef hann gerir það ekki þá verður það einhver annar. Baldur Sigurðsson fótboltafjárfestir um Guðjón Þórðarson. DV, 25. júní. Orðrétt              !"!# $%&'($%&')  ELÍSABET ENGLANDSDROTTNING Hér eftir þurfa breskir sendiherrar ekki að klæðast kjólfötum þegar þeir fara á fund drottningar. Klæðnaður sendiherra: Of dýrt að leigja kjólföt LUNDÚNIR, AP Elísabet Englands- drottning hefur samþykkt að leyfa breskum sendiherrum að koma á fund sinn í venjulegum jakkafötum til að ríkið komist hjá því að eyða hundruðum þúsunda í að leigja handa þeim viðhafnarklæðnað. Jack Straw, utanríkisráðherra Breta, segir að á undanförnum þremur árum hafi það kostað ríkis- stjórnina sem nemur tæplega hálfri milljón íslenskra króna að leigja kjólföt fyrir sendiherrana. Hefð er fyrir því að drottningin af- hendi nýjum sendiherrunum trún- aðarbréf sín áður en þeir halda af landi brott. ■ ÚTBOÐ EKKI STÖÐVAÐ Kæru- nefnd útboðsmála hafnaði kröfu Hafnarbakka ehf. um að stöðva útboð Landsvirkjunar vegna fær- anlegra vinnubúða fyrir Kára- hnjúkavirkjun. Hafnarbakki taldi útboðið hafa verið svo óskýrt að það varðaði við lög. SVEITARSTJÓRNIR Sjálfstæðismenn í borgarráði segja tillögu meiri- hluta R-listans um 500 milljóna króna sparnað lítt rökstudda. Gagnrýnisvert sé að stærsta hluta af 380 milljónum sem eigi að spara í rekstri, 311,5 milljónir, eigi að taka af fræðslu-, tóm- stunda- og félagsmálum: „Á hinn bóginn eiga yfirstjórn borgarinn- ar, skipulags- og byggingarsvið og umhverfis- og tæknisvið einungis að spara 12,2 milljónir.“ Að sögn sjálfstæðismanna var ekki haft samráð við forstöðu- menn einstakra sviða og skýrir það hversu lítt rökstudd sparnað- artillagan sé. Fulltrúar R-lista sögðu samráð hafa verið haft við formenn fag- nefnda. Nákvæm útfærsla sparn- aðarins væri eftir. Áhersla væri á almennt aðhald án þess að þjón- usta við borgarbúa skertist svo nokkru næmi, „en vitanlega kem- ur í hlut stærstu málaflokkanna að leita hagræðingar og gæta að- halds í hlutfalli við stærð. Fyrst og fremst er unnið að sparnaði í ferðakostnaði, ráðstefnuhaldi, símakostnaði, risnu, kynningar- og útgáfumálum og stjórnun.“ ■ Ungir sjálfstæðismenn: Gagnrýna 90% lán ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna varar við hækkun lánshlutfalls Íbúðalána- sjóðs í 90% og hækkun hámarks- lánsupphæðar. Telur stjórnin að þetta stuðli að hækkun fasteignaverðs sem leiði til aukinnar verðbólgu. Einnig bendir hún á að útlánaaukning Íbúðalána- sjóðs geti leitt til versnandi láns- hæfismats íslenska ríkisins. Ungir sjálfstæðismenn leggja til að Íbúðalánasjóði verði komið úr höndum ríkisins til einkaaðila, því þannig megi spara ríkinu rekstrar- útgjöld. Telja þeir að bankakerfið geti vel boðið húsnæðiskaupendum hagstæð vaxtakjör á húsnæðislán- um. ■ RÚSTIR EINAR Fólk hugar að persónulegum eigum sínum í rústum húss í Deshler í Nebraska. Nebraska: Skýstrokkar valda usla NEBRASKA, AP Að minnsta kosti einn lét lífið og nokkrir slösuðust þegar fjórir skýstrokkar gengu yfir Nebr- aska í miðhluta Bandaríkjanna. Fjögur hús splundruðust og tugir annarra skemmdust mikið. Raf- magnslaust varð á nokkrum stöðum í ríkinu. Strokkunum fygldi úrhellis- rigning en úrkoman mældist víða um og yfir 30 millimetrar og olli flóðum. Þá gekk mikið haglél yfir suðurhluta Nebraska og norðurhluta Kansas þar sem stærstu höglin voru á stærð við melónur, rúmir 16 sentí- metrar í þvermál. ■ Indónesía: Beinagrind í móðurkviði JAKARTA, AP Indónesísk kona sem leitaði til læknis vegna kvið- verkja reyndist hafa gengið með beinagrind fósturs í móðurlífinu í meira en sjö ár. Konan hafði orðið þunguð árið 1995 en aldrei fætt barnið. Hún ákvað að láta það vera að leita sér hjálpar af ótta við að þurfa að greiða háan sjúkra- kostnað. Rúmum sjö árum síðar leitaði hún loks til læknis vegna verkja í kviðarholi. Sérfræðing- ar töldu að hún væri með æxli en þegar konan var skorin upp kom í ljós beinagrind fósturs í móður- kviði. ■ RÁÐHÚS REYKJAVÍKUR Sjálfstæðismenn vilja frekar spara í yfirstjórn en félags- og fræðslumálum. Sjálfstæðisflokkur: R-lista skortir sparnaðarrök AP M YN D AP M YN D SIGURÐUR GUÐMUNDSSON Segir vaxandi offitu ekkert einkamál heilbrigðiskerfisins. Offitan ekki einkamál heilbrigðiskerfisins Offita vex ört meðal íslenskra barna og ungmenna. Fimmtungur 9 ára barna er of þungur og 5% teljast of feit. Faraldur 21. aldarinnar, segir landlæknir. SLAKAÐ Á MEÐAL VINA Gray Davis, ríkisstjóri Kaliforníu, stendur við hlið djasspíanóleikarans Dave Brubeck í afmælisveislu níræðs vínframleiðanda. Undirskriftasöfnun gegn ríkisstjóra Kaliforníu: Andstæðingarnir leggja allt í sölurnar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.