Fréttablaðið - 26.06.2003, Side 23
■ Í ferðalagið
23FIMMTUDAGUR 26. júní 2003
Það var nú lengi framan afLondon,“ segir Júlíus Brjánsson
leikari, aðspurður um uppáhalds-
borg í útlöndum. „Ég hef hins vegar
verið að færast örlítið sunnar í álf-
unni nú seinni árin.“
Júlíus hefur komið oftar til
London en hann hefur tölu á og seg-
ist finna til mikillar samkenndar
með Bretum. „Það er svo margt sem
heillar við London, þar eru menn
ekki alltaf að finna upp hjólið. Það
er þetta gamla, skíturinn og hefð-
irnar, að ógleymdu leikhúslífinu
sem er engu líkt,“ segir Júlíus og
kveðst vera gamall Breti, en er þó
ekki viss hvort hann er gamall
aristókrat eða hjú, eða jafnvel bara
hvort tveggja.
„En svo hef ég sumsé verið að
færa mig sunnar í álfunni seinni
árin. Suður-Þýskaland og Austurríki
eru í uppáhaldi, München og
Salzburg til dæmis. Það er náttúr-
lega gjörólíkt London, allt svo „spik
og span“ hjá Þjóðverjanum,“ segir
Júlíus hlæjandi, „en ég er farinn að
aðhyllast það meira núna.“ Júlíus
segist þó vera á leið í 30 ára píla-
grímsferð til London ásamt vini sín-
um Gísla Rúnari. „Þangað fórum
við saman okkar fyrstu utanlands-
ferð, sem var ævintýri líkust. Það
var svakalega gaman, við tókum
meðal annars upp lengstu auglýs-
ingu Íslandssögunnar þar sem Flug-
leiðir, Herragarðurinn og fleiri aðil-
ar sameinuðust um sömu auglýsing-
una. Það verður örugglega ekki leið-
inlegt að fara með Gísla Rúnari til
London og rifja þetta upp,“ segir
Júlíus, „hann er nefnilega sérfræð-
ingur í borginni, eins og reyndar
öllu sem hann kemur nálægt.“ ■
Uppáhaldsborgin:
Gamall aristókrat
frá London
JÚLÍUS BRJÁNSSON LEIKARI
Segir London standa hjarta sínu næst þó hann sé afar hrifinn af borgum í Þýskalandi og
Austurríki nú seinni árin.
Tímaritið Vestfirðir er komiðút. Blaðið, sem er frétta- og
þjónustublað fyrir ferðafólk á leið
um Vestfirði, kemur nú út í átt-
unda skipti, en það er gefið út
einu sinni á ári og er dreift ókeyp-
is um land allt.
Sem fyrr er mikið af áhuga-
verðu efni í blaðinu, margs konar
fróðleikur um allt það sem er að
gerast á Vestfjörðum í sumar,
greinar um áhugaverða og fallega
staði og viðtöl við fjölda manns. Í
leiðara blaðsins segir m.a.: „Það
er von útgefenda að blaðið verði
sem flestum ferðamönnum á leið
um Vestfirði til gagns og gamans
og að það veki áhuga hjá fleirum
til að heimsækja þetta stókostlega
landsvæði.“ Ritstjóri og ábyrgð-
armaður blaðsins er Sigurjón J.
Sigurðsson. ■
TÍMARITIÐ
VESTFIRÐIR
Blaðinu er dreift ókeypis um allt land.
Tímarit:
Vestfirðir
sumarið 2003
Með þjóðskáldum við þjóðveg-
inn heitir ný bók eftir Jón R.
Hjálmarsson. Í henni er farið
eftir hringveginum og heim-
sóttir fæðingarstaðir 42 stór-
skálda. Ævi þeirra er rifjuð upp
og fléttað inn í frásögnina ljóð-
um sem sum eru orðin órjúfan-
legur hluti af þjóðarvitundinni.
Samhliða þessu fjallar höfund-
ur bókarinnar um ýmislegt
merkilegt sem mætir ferða-
manninum.
Skógarganga
á Heiðmörk
fimmtudaginn 26. júní kl. 20.
Farið verður frá Vígsluflöt
og gengið um skógarstíga, skógurinn
og lífríki hans skoðað.
Léttar veitingar, allir velkomnir.
Sjá nánar á www.skograekt.is
Skógræktarfélag Reykjavíkur
Reiðtúr og grill
í Mosfellsbæ
Frábær skemmtun fyrir stóra sem smáa
hópa. Farið er í ca. 2 tíma reiðtúr um
nágrenni Mosfellsbæjar á eftir er
slegið upp grillveislu.
Mjög hagstætt verð.
s. 691-2388 og 695-8766
Reiðnámskeið
Byrjendareiðnámskeið fyrir konur og karla
á öllum aldri hefjast á næstunni í
Hestamiðst. Hindisvík í Mosfellsbæ.
Frábær undirbúningur fyrir komandi vetur.
Kennt bæði inni og úti, útvegum hesta og
reiðtygi.
Upplýsingar: Ástmundur 691 2388
og Guðrún 695 8766, 568 0771