Fréttablaðið - 26.06.2003, Síða 26
■ ■ ÚTIVIST
20.00 Fimmtudagsganga á Þingvöll-
um. Adolf Friðriksson fjallar um forn-
leifarannskóknir á Þingvöllum.
20.00 Þriðja gangan í göngusyrp-
unni “Sumargöngur Skógræktarfé-
laganna“ í fræðslusamstarfi skóg-
ræktarfélaganna og Búnaðarbankans.
Gangan er á vegum Skóræktarfélags
Reykjavíkur. Að þessu sinni er gangan
um Heiðmörk. Þáttakendur safnast
saman á Víglundsflög við Heiðarveg.
Vignir Sigurðsson, Framkvæmdastjóri
Skógræktarfélags Reykjavíkur, leiðir
gönguna.
■ ■ SÝNINGAROPNUN
16.00 Opnun á sýningu í Þjóðar-
bókhlöðunni. Sýningin hefur þann til-
gang að sýna sögulega þróun barna-
bóka og draga fram samspil texta og
myndskreytinga í barnabókum.
■ ■ TÓNLIST
20.00 Lúðrasveitin logandi Fan-
fare Ciocarlia er með tónleika þar
sem hún leikur dillandi sígaunatólist.
Fanfare Ciocarlia er að mörgum talin
fremst hljómsveita sem leika balk-
anska danstónlist. Tónleikarnir eru á
veitingastaðnum Nasa við Austur-
völl.
20.30 Tónleikar í minningu Jóns
Kaldal. Hann var stjórnarmaður í
Jazzvakningu í mörg ár og kunnur fyrir
áhuga sinn á jazztónlist. Tónleikarnir eru
haldnir í Súlnasal Hótel Sögu og ætla
vinir hans að heiðra minningu hans
með þessum tónleikum.
22.00 Halldór Bragason og Guð-
mundur Pétursson halda blústónleika á
Vídalín við Aðalstræti.
Blúshljómsveitin Kentár verður
með útgáfutónleika á Grand Rokk í
tilefni plötu sem hljómsveitin hljóðrit-
aði á fyrrnefndum stað í mars sl. og
hefur nú hljómað á öldum ljósvakans
um nokkurt skeið.
Bandaríska rokksveitin Sick Of It All
er með tónleika á Gauknum. Mínus og
Botnleðja hita upp. Tónleikarnir eru lið-
ur í tónleikaröðinni X-Slash sem haldin
er í tilefni af 10 ára afmæli útvarpsstöðv-
arinnar X-ins.
■ ■ LEIKLIST
20.00 Grease sýnt í Borgarleikhús-
inu á stóra sviðinu.
■ ■ FUNDIR
20.30 Sameiginlegur fundur Sagn-
fræðingafélags Íslands og Reykjarvíkur
Akademíu. Fyrirlesari er Magnús Þ.
Bernharðsson, lektor í Mið-Austur-
landafræðum við Hofstra-háskólann í
New York. Hann flytur erindi um sögu
og framtíð Íraks. Fundurinn er í fundar-
sal RA á fjórðu hæð í JL-húsinu við
Hringbraut 121.
■ ■ KVIKMYNDASÝNINGAR
22.10 Kvikmyndaklúbbur Alliance
française - Filmundur sýnir „L’enfer“/
de Claude Chabrol með Emanuelle Bé-
art, François Cluzet og André Wilms.
Hún er sýnd í Háskólabíói.
■ ■ SÝNINGAR
María Svandís er með sýningu á
Energia Bar í Smáralind. Sýningin
stendur til 1. ágúst.
26 26. júní 2003 FIMMTUDAGUR
hvað?hvar?hvenær?
23 24 25 26 27 28 29
JÚNÍ
Fimmtudagur
Ég var mikill aðdáandi Greaseþegar ég var lítil stelpa og
horfði á myndina í ótal skipti. Ég
var vön að syngja hástöfum með í
hárburstann og læra sporin. Mig
óraði hins vegar aldrei fyrir að ég
ætti eftir að fara með hlutverk í
sýningunni,“ segir Tinna Hrafns-
dóttir leikkona. Draumur Tinnu
hefur ræst því hún fer með hlut-
verk Tottu í nýrri uppfærslu á
Grease sem frumsýnd verður í
Borgarleikhúsinu í kvöld.
„Vinnan er búin að vera mjög
skemmtileg og hópurinn er góður.
Það koma saman listamenn úr öll-
um áttum, leikarar, söngvarar og
dansarar. Það er líka allt öðruvísi
að taka þátt í söngleik þar sem
tæknivinnan er mikil og tengja þar
saman allt þrennt, leik tónlist og
dans.“
Að sögn Tinnu er verkið stað-
fært yfir á Ísland og nútímann.
„Við ákváðum að fara aðra leið en í
myndinni því við vildum alls ekki
setja upp einhvers konar eftiröpun.
Einnig verður að líta til þess að það
er mjög stutt síðan verkið var sett
upp á Íslandi og til þess að for-
senda sé fyrir því að setja það upp
aftur er skemmtilegra að fara nýja
leið. Persónurnar í verkinu eiga
heima á Íslandi í dag og ganga í
Verkmenntaskólann í Grafarvogi
eða Verkó Graf og Sandí og Danni
kynnast í Munaðarnesi.“
Aðspurð um sitt hlutverk í sýn-
ingunni segir Tinna að Totta, sem
hún leikur, sé skrautlegur karakt-
er. „Totta á sér draum um að verða
förðunarfræðingur og gengur
nokkuð langt í útfærslum á sínu
eigin útliti. Hún leiðir einnig Sandí
inn í stelpuklíkuna og er sú sem
Sandí leitar alltaf til.“
En hvernig ætli það sé að hafa
poppara eins og Birgittu og Jónsa
með sér í söngleik? „Það er mjög
gaman að hafa þau með. Við get-
um líka lært mikið af þeim þeg-
ar kemur að söngnum, en þar
eru þau algerlega á heimavelli,
og þau geta síðan á móti lært af
okkur í leiknum. Það eru líka all-
ir að standa sig ótrúlega vel og
fólk hefur verið mjög duglegt
að vinna sína vinnu.“
Grease er sjálfstæð
uppfærsla og að sögn
Tinnu hefur það mikil
áhrif á andann í hópnum.
„Það hefur þau áhrif að
hópurinn verður þéttari og
mikil samstaða myndast.
Þetta hefur síðan auðvitað
mjög jákvæð og smitandi
áhrif á sýninguna sjálfa
sem ætti vonandi að skila
sér til áhorfenda.“
Sýningin er í leik-
stjórn Gunnars Helga-
sonar, tónlistarstjóri er
Þorvaldur Bjarni Þor-
valdsson og danshöf-
undar eru systurnar
Birna og Guðfinna
Björsdætur. Sýning-
in er í Borgarleik-
húsinu.
PÉTUR PÉTURSSON
Það væri áhugavert að fara ífimmtudagsgöngu á Þingvöll-
um í kvöld,“ segir Pétur Péturs-
son, upplýsingafulltrúi Og
Vodafone. „Ég þykist vita að Ad-
olf sé hafsjór af fróðleik um þetta
svæði og efni. Þetta væri þó stutt
stopp á Þingvöllum þar sem Sagn-
fræðingafélagið og Reykjavíkur-
akademían standa að fyrirlestri
Magnúsar Bernharðssonar um
sögu og framtíð Íraks kl. 20.30.
Þetta er áhugavert efni sem renn-
ur saman við áhugasvið mitt;
sagnfræði. Mér rennur líka blóðið
til skyldunnar, ef svo má segja,
þar sem ég er með pungapróf í
sagnfræði, eins og einhver kallaði
BA-próf í því fagi. Þá væri gaman
að sækja Breiðholtssýningu Þjóð-
skjalasafns og Menningarmið-
stöðvarinnar í Gerðubergi aftur
þar sem sonur minn 2ja ára var
full óþolinmóður þegar ég sótti
hana í fyrra skiptið. Þá væri
skemmtilegt að fara með frúnni
og skoða sýningarnar í Hafnar-
húsinu og um leið að nýta frábæra
farsímaleiðsögn safnsins, sem
gestum gefst kostur á að nýta í
boði Og Vodafone.“
Val Péturs
Þetta lístmér á!
■ LEIKLIST
TINNA
HRAFNS-
DÓTTIR
Tinna fer með
hlutverk Tottu í Grease og
lýsir henni sem skrautleg-
um karakter sem gengur
langt í útfærslum á eigin
útliti. Grease er frumsýnt í
Borgarleikhúsinu í kvöld.
Söng hástöfum
í hárburstann
vbe@frettabladid.is
Hyrjarhöfði 7, sími 567 8730/6937154
www.teflon.is
LAKKVÖRN
BRYNGLJÁI
Á BÍLINN!
Blettun-djúphreinsun-alþrif.
Mörkinni 6, sími 588 5518.
Opið 9-18 virka daga og 10-15 laugardaga.
ÚTSALA
ÚTSALA
Borgarskjalasafn Reykjavíkur
www.rvk.is/borgarskjalasafn, sími: 563 1770
Hver var Lárus?
Sýning um Lárus Sigurbjörnsson,
skjala- og minjavörð Reykjavíkurbæjar
1954-1968 á 3. hæð, Tryggvagötu 15.
Opin alla virka daga kl. 10-16.
Aðgangur ókeypis.
www.ljosmyndasafnreykjavikur.is • 563 1790
Frumefnin Fimm -
Ferðadagbækur Claire Xuan
24. maí - 1. sept. 2003
Tekið er á móti hópum eftir samkomulagi,
nánari upplýsingar í síma 563 1790.
Afgreiðsla og skrifstofa opin virka daga
frá 10-16. Opnunartími sýninga virka daga
12-19 og 13-17 um helgar.
Aðgangur ókeypis
www.listasafnreykjavikur.is
Sími 590 1200
HAFNARHÚS, 10-17
Smekkleysa í 16 ár,
Alþjóðleg samtímalist á Íslandi, Erró - Stríð
Leiðsögn alla sunnud. kl. 15.00
KJARVALSSTAÐIR, 10-17
Íslensk samtímaljósmyndun
Kjarval
Leiðsögn alla sunnud. kl. 15.00
ÁSMUNDARSAFN, 10-16
Ásmundur Sveinsson – Nútímamaðurinn
Minjasafn Reykjavíkur
Árbæjarsafn - Viðey
www.arbaejarsafn.is
s: 577-1111
Tónleikar laugardag
Byggingardagur sunnudag
Ljúffengar veitingar í Dillonshúsi
Fjölskyldunámskeið í næstu viku
Viðey:
Ganga þriðjudag kl. 19.30
Menningarmiðstöðin Gerðuberg
www.gerduberg.is • sími 575 7700.
Gagn og gaman: vikusmiðja fullbókuð.
Nokkur laus pláss í þriggja vikna smiðju 18.6-8.7.
Sýningar:
Brýr á þjóðvegi 1
Gunnar K. Gunnlaugsson sýnir
ljósmyndir af brúm á þjóðvegi 1.
Hvað viltu vita?
Sögusýning um Breiðholtið.
Opnun 13. júní.
Lokað um helgar frá 31. maí - 1. sept.
s. 563 1717
BÆKUR Í FRÍIÐ
til að lesa úti í sólinni
eða inni í rigningunni.
Hugmyndir að sumarlestri
á heimasíðu Borgarbókasafns.
Upplýsingar á heimasíðu safnsins
www.borgarbokasafn.is
Minjasafn Orkuveitunnar
Minjasafn Orkuveitunnar í
Elliðaárdal er opið
sun. 13-17
og eftir samkomulagi
í s. 567 9009
✓
✓
✓
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/VILH
ELM