Fréttablaðið - 26.06.2003, Síða 27

Fréttablaðið - 26.06.2003, Síða 27
 Þrjár nýjar sýningar í Safnasafninu – Alþýðulistarsafni Íslands, á Svalbarðs- strönd í Eyjafirði. Í Hornstofu verða sýnd málverk eftir Sigurð Einarsson í Hveragerði. Í garðinum er sýning á trjáköttum eftir Aðalheiði Eysteinsdóttur á Akureyri og nær ánni er samsýning 11 og 12 ára nemenda í Valsárskóla.  Sýningin Ísjakar og Sahara opnar í Hveragerði að Klettahlíð 7. Hún er í Stúdíó-gallerí Jóhönnu Bogadóttur en þar verða málverk og múrristur bæði úti og inni. Sérstök áhersla er þó núna á nýjar litógrafíur sem Jóhanna hefur unn- ið að í vetur út frá skissum sem hún hefur unnið á ýmsum stöðum í heimin- um. Sýningin stendur frá 14. til 29. júní frá kl. 14 til 18 alla daga.  Þrjár sýningar í Listasafni Reykjar- víkur - Hafnarhúsinu. Sýningarnar Humar eða frægð - Smekkleysa í 16 ár, Innsýn í alþjóðlega samtímalist á Ís- landi og Erró Stríð.  Sýngin Hvað viltu vita? Sýningin er á vegum Þjóðskjalasafns Íslands og Menningarmiðstöðvarinnar Gerðu- bergi. Sýningin er byggð að nokkru leyti á skjölum frá 18. og 19. öld sem varða jörðina í Breiðholti og íbúa þar. Jafn- framt er varpað ljósi á þróun Breiðholts fram til dagsins í dag í máli og myndum. FIMMTUDAGUR 26. júní 2003 27 föstudaginn 27. júní kl. 11:00 laugardaginn 28. júní kl. 13:00 SICK OF IT ALL Þrátt fyrir nafnið á hljómsveitinni virðist hún ekki hafa fengið nóg af Íslandi. Hljóm- sveitin er komin hingað í annað skipti og heldur tónleika á Gauknum í kvöld. Fá ekki nóg af Íslandi TÓNLIST Bandaríska harðkjarna- hljómsveitin Sick Of It All heldur tónleika á Gauknum í kvöld. Hljómsveitin hefur verið starf- andi frá því um miðjan níunda áratuginn og gefið út níu breið- skífur. Sveitin kemur nú í annað sinn til Íslands en hún kom hingað fyrst 1999 þegar hún hélt tónleika í Útvarpshúsinu. Hljómsveitin er nú við tónleikahald í Evrópu og kemur hér við á þeirri för. Á tón- leikunum í kvöld hyggst hún spila úrval af sínum bestu tónleikalög- um auk þess sem kynnt verður nýtt efni af plötu sem væntanleg er með haustinu. Sick Of It All kemur fram ásamt íslensku hljómsveitunum Mínus og Botnleðju á Gauknum í kvöld. Tónleikarnir eru þriðji hlutinn í tónleikaröðinni X-Slash sem haldin er í tilefni af 10 ára af- mæli X-ins. ■ Það kom ekkert annað til greinaen að halda veglega tónleika í minningu Jóns Kaldal,“ segir Vernharður Linnet, einn skipu- leggjandi tónleikanna. Jón lést í febrúar síðastliðnum og má með sanni segja að við frá- fall hans hafi stórt skarð verið höggvið í hóp íslenskra jazzáhuga- manna. „Jón vann á teiknistofunni ARKO við Laugarveg en þar hélt hann ásamt félögum sínum ótal jazzkvöld í risinu. Þessi kvöld skipuðu brátt stóran sess í jazzlíf- inu í Reykjavík og margir tónlist- armenn stigu þar sín fyrstu skref.“ Tónleikarnir í kvöld eru mjög glæsilegir og að sögn Vernharðs er lagavalið litað af smekk Jóns. „Það koma fram meðal annars félagar hans úr Jazzvakningunni, Ellen Kristjánsdóttir með ARKO-lof- kvartettinum sem var vanur að syngja í risinu og danska jazztríóið Sophisticated Ladies með norsku söngkonunni Hilde Hefta.“ Tónleikarnir eru í Súlnasal Hót- el Sögu og hefjast klukkan 20.30. ■  Þóra Sigurþórsdóttir leirlistarkona er með myndlistarsýningu að Hvirfli í Mosfellsdal. Sýningin, sem er haldin ut- andyra, verður opin kl. 14-16 alla daga fram til næstu mánaðamóta.  Höggmyndalistamaðurinn Teddi (Magnús Th Magnússon) verður með sýningu á viðarhöggmyndum á vinnu- stofu sinni til 1. júlí. Vinnustofan er á horni Skúlagötu og Klapparstígs.  Ljósmyndir Yann Arthus-Bertrand eru sýndar á Austurvelli. Sýningin ber nafnið Jörðin séð frá Himni og hefur verið sýnd víðsvegar um heiminn. Á sama tíma verður upplýsingamiðstöð að Kirkjustræti 12 (Skjaldbreið) þar sem sjá má kvikmynd um tilurð verkefnisins.  Steinunn Marteinsdóttir er með sýningu á Hulduhólum í Mosfellsbæ. Þar sýnir hún málverk og verk úr leir. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. ■ TÓNLIST Í minningu Jóns Kaldal JÓN KALDAL Tónleikar verða í minningu Jóns Kaldal í kvöld. Dagskrá tónleikanna er fjölbreytt og skipar Chet Baker, einn af uppáhalds jazzleikurum Jóns, veglegan sess. Bæði íslenskir og er- lendir tónlistarmenn koma fram. Mér finnstsýningin á Austurvelli vera frábær að því leyti að hún veitir öllum aðgang að listinni. Það er líka skemmtilegt að í hvert skipti sem maður gengur í gegnum mið- bæinn er fólk að virða myndirnar fyrir sér. Þetta er því gott aðdrátt- arafl fyrir miðbæinn og Austur- völl,“ segir Sæunn Stefánsdóttir, aðstoðarmaður heilbrigðisráð- herra. Mittmat ✓ ✓

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.