Fréttablaðið - 26.06.2003, Síða 28

Fréttablaðið - 26.06.2003, Síða 28
26. júní 2003 FIMMTUDAGUR28 Fréttiraf fólki Þegar Á móti sól skaust upp á yf-irborðið var hún ska-sveit, að hætti Madness, með öllu rudda- legri texta en hún eru nú þekkt fyrir, sem oftar en ekki fjölluðu um uppáfarir. Eftir að Austfirðing- urinn Magni Ásgeirsson bættist í hópinn mýktust yfirbragð og textainnihald sveitarinnar þó nokkuð. Hvort það hafi verið til- koma hans eða einfaldlega það að aldurinn hafi slípað piltana til er erfitt að segja. Sjálfur vill Magni nú meina að ruddinn lifi enn góðu lífi í sálartetri hljómsveitarinnar. „Þetta er eiginlega allt önnur hljómsveit,“ segir Magni. „Við hlustum samt ekki á neitt annað en ska þessa dagana og endum því ör- ugglega aftur í því. Plötulega séð erum við kannski orðnir að hefð- bundnari poppsveit en þú verður eiginlega að koma á ball. Þar erum við alveg jafn ruddalegir og við vorum. Ég er enginn kórdrengur, var til dæmis gagnrýndur fyrir guðlast á Þjóðhátíðardaginn. Var að blóta regnguðinum og átti þá að hafa sýnt alheimsmættinum van- virðingu.“ Magni lýsir nýju plötunni sem rökréttu framhaldi af metsölu- plötu þeirra frá jólunum 2001. „Við erum orðnir aðeins eldri, þannig að hún er aðeins rólegri. Það er meira um kántrí og kassagítara. Þetta er bara eðal- popp. Hún skiptist í helminga í Poppsveitin Á móti sól gefur út fjórðu breiðskífu sína í dag.Platan heitir „Fiðrildi“ og inniheldur 10 ný lög og eitt eldra lag sem áður var heimilislaust. JOHNNY ENGLISH kl. 3.45 THE MATRIX R.. 5.30, 8, 10.30 b.i 12 BRINGING DOWN... kl. 3.45, 5.50, 8, 10.15 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10 Sýnd kl. 6, 8 og 10 kl. 8.15NÓI ALBINÓI kl. 5.45 og 10 b.i. 16THE MATRIX REL... kl. 3.45 5.50. 8 og 10.15 Lúxus kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.15 TÖFRABÚÐINGURINN m/ísl. kl. 4 IDENTITY kl. 5.50 og 10.10 b.i 16 Sýnd kl. 5.40, 8, og 10.20 b.i. 16 ára Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20 b.i. 16Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 Sýnd í lúxus kl. 6 og 8.30 kl. 5.45, 8 og 10.15HOW TO LOSE A... kl. 10.10FILMUNDUR: L´ENFER kl. 6 og 8 b.i. 16FILMUNDUR: TRYCKY LIFE XMEN kl. 10.15 bi 12 AGENT CODY B... kl. 3.40, 5.50 og 8 SKÓGARLÍF 2 með ísl. tali kl. 4 KANGAROO JACK kl. 4, 6, 8 og 10 „Er enginn kórdrengur“ TÓNLIST Langþráð útgáfa fyrstu plötu Leaves í Bandaríkjunum verður að veruleika þann 9. september næst- komandi. Útgáfufyrirtæki þeirra Dreamworks, sem er eitt það stærsta þar í landi, byrjar að kynna plötuna frá og með 15. júlí næstkom- andi þegar fyrsta smáskífa sveitar- innar þar verður prufukeyrð í út- varpi. Einnig mun fyrirtækið eyða púðri í auglýsingar og kynningar- starfsemi í blöðum. Plata Leaves verður með breyttu sniði en Evrópuútgáfan sem kom út í lok ágúst á síðasta ári. Nokkur lög voru endurgerð auk þess sem nýju lagi, „Sunday Lover“, var bætt við. Það lag ætti að komast í spilun hér á landi á næstu dögum. Leaves mun halda í a.m.k. þrjár tónleikaferðir til Bandaríkjanna á komandi vetri. Nokkrar manna- breytingar hafa orðið á sveitinni á síðustu mánuðum. Bjarni Gríms trommuleikari er farinn en í hans stað var ráðinn Nói Steinn Einars- son, áður úr Náttfara, Ampop og Panorama. Einnig hefur hljómborðs- l e i k a r i N á t t f a r a , Andri Ás- grímsson, bæst aftur í hópinn en hann var í upphaflegu s k i p a n Leaves. Til þess að koma sér í spila- form fyrir væntanlegt B a n d a - ríkjaævin- týri mun L e a v e s halda þrenna tónleika hér á landi í byrjun júlí. Fyrst á Bar 11, þann 1. júlí, svo á Gauki á Stöng tveimur dögum síðar en eftir það halda lauf- in til Akureyrar. ■ LEAVES Svona er mannaskipan Leaves í dag. (f.v.) Arnar Guðjónsson söngur/gítar, Hallur Hallsson bassi, Andri Ásgrímsson á hljóm- borð, Arnar Ólafsson gítar og Nói Steinn Einarsson á trommur. (Ljósmynd Spessi) Leaves: Útgáfa í Bandaríkjunum Foo Fighters er á leiðinni tillandsins og heldur hér tónleika í Laugardalshöll 26. ágúst næstkom- andi. Aðdáendur Nirvana eru líkleg- ast ánægðir með þær fréttir því Dave Grohl, söngvari og gít- arleikari, lék með þeirri merku sveit á plötunum „Nevermind“ og „In Utero“. Sam- kvæmt fréttatilkynningu hefur lengi staðið til að fá Foo Fighters til landsins en miðasala hefst 18. júlí í verslunum Skífunnar, kl. 10:00. Tónleikar sígaunalúðrasveitar-innar Fanfare Ciocarlia sem áttu að fara fram á Nasa í gær- kvöldi verða þess í stað í kvöld. Sveitin leikur hefðbundna balk- neska tónlist sem ætti að hreyfa við flestum þeim sem höfðu gaman af tónleikum No Smoking Band eða tónlistinni í myndinni „Underground“. Húsið opnar klukkan 20. Nú þegar Kvikmyndin TheHulk tröllríður öllu og rakar inn tugum milljóna dollara í miðasölu er ein spurning um- fram aðrar sem brennur á vörum fólks; af hverju rifna nærbux- urnar ekki utan af Hulk þegar hann stækkar eins og öll hin fötin hans? Dagblað í Bretlandi spurði Eric Bana, að- alleikara myndarinnar, að þessu. Hann svaraði óðar: „Mér þykir þessi staðreynd alveg jafn stórfurðuleg og ykkur. Það hefur þó augljóslega eitthvað með það að gera að annars myndi gríðar- stór grænn getnaðarlimur flygs- ast um skjáinn, sem hefði gert okkur það erfitt að frumsýna myndina í tæpum 4.000 sölum. Það var annars mikið talað um þetta á tökustað, en ég vildi ekki taka þátt í framvindu umræðu um nákvæmnis- og heimspekileg atriði málsins. Ég vík iðulega frá mér ábyrgð af öllu tagi.“ Bana er þekktur sem gamanleikari í heimalandi sínu Ástralíu.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.