Fréttablaðið - 03.07.2003, Side 9

Fréttablaðið - 03.07.2003, Side 9
10 3. júlí 2003 FIMMTUDAGUR HÁLENDI ÍSLANDS Umferðarlög gilda líka á hálendinu. Lögreglan á Suðurlandi: Löggæsla á hálendinu HÁLENDIÐ Ökumenn á hálendi Suð- urlands mega eiga von á að mæta lögreglu hvar og hvenær sem er í sumar. Lögreglan í Vík, Hvols- velli og á Selfossi hafa ákveðið að vinna saman að eftirlit á hálendi umdæmanna. Eftirlitið hófst í byrjun júní og mun standa út ágúst og jafnvel lengur ef þörf krefur. Meðal ann- ars verður fylgst með akstri á vegum, ástandi ökumanna og um- gengni um landið. Skorað er á þá sem varir verða við lögbrot að tilkynna þau til lög- reglu. Ökumenn eru hvattir til að taka tillit til annarra í umferðinni og virða umferðarlög og umferð- arreglur. ■ STEINUNN VALDÍS ÓSKARSDÓTTIR Framtíð bílastæðahúss undir Tjörninni mun skýrast í ágúst. Bílastæðahús undir Tjörninni: Beðið eftir umsögn BORGARMÁL Borgaryfirvöld bíða enn eftir umsögn umhverfis- og heilbrigðisnefndar um byggingu bílageymsluhúss undir Tjörninni. Á fundi borgarráðs á þriðju- daginn óskuðu Sjálfstæðismenn í borgarstjórn eftir upplýsingum um stöðu málsins. Í viðtali við Fréttablaðið sagði Steinunn Val- dís Óskarsdóttir, formaður skipu- lagsnefndar, að málið myndi skýr- ast þegar umhverfis- og skipu- lagsnefnd hefði skilað umsögn um málið. Það myndi væntanlega ger- ast í næsta mánuði. Hugmynd borgaryfirvalda er að byggja bílastæðahús fyrir 230 til 280 bíla undir norðausturhorni Tjarnarinnar. Samkvæmt hug- myndinni yrði ekið niður í húsið frá Lækjargötu. ■ SVEITARSTJÓRNARMÁL Sveitarfélög- um hér á landi hefur fækkað um 120 síðustu tvo áratugina. Árið 1983 voru sveitarfélögin 224 tals- ins en eru nú aðeins 104. „Það er ýmislegt sem næst fram með sameiningu sveitarfé- laganna en líka eitt og annað sem verður að varast,“ segir dr. Grét- ar Þór Eyþórsson, höfundur skýrslu um áhrif og afleiðingar sameiningar sveitarfélaganna á síðastliðnum árum. Skýrslan er niðurstaða úr viðamiklu rann- sóknarverkefni sem Rannsóknar- stofnun Háskólans á Akureyri vann fyrir félagsmálaráðuneytið. Að sögn Grétars er helsti ávinningurinn sem næst fram með sameiningu sveitarfélaganna að jafna og efla þjónustustig sem sveitarfélög geta veitt. „Sveitar- félögin verða stærri einingar til að standa fyrir félagsþjónustu, reka grunnskóla og standa fyrir menningarlífi,“ segir Grétar. Hann bendir þó á að margar sveit- ir sem áður voru eigin hreppar virðist hafa tapað nokkru af áhrif- um sínum til þess að taka ákvarð- anir. „Þær hafa ekki eins mikið sjálfræði yfir eigin málum,“ segir hann. Grétar segir þó sameiningar yfirleitt skila góðum árangri. „Ég held að rannsókn okkar hafi sýnt að í flestum tilfellum hafi menn gengið til góðs með sameiningu þótt auðvitað séu til undantekn- ingar,“ segir hann. ■ Sameiningar valda mikilli fækkun sveitarfélaga: Þjónustustig jafnað og eflt DREIFBÝLI Niðurstöður rannsóknar um áhrif og afleiðingar sameiningar sveitarfélaga á síðastliðnum árum gefa til kynna að þjónustustig í dreifbýli eflist mikið við sameiningu. Svona erum við VÖRUÚTFLUTNINGUR Í MAÍ 2002 2003 Sjávarafurðir 12.389,1 10.052,2 Landbúnaðarafurðir 222,3 251,0 Iðnaðarvörur 5.269,1 4.525,6 Aðrar vörur 271,8 225,2 Allar tölur eru í milljónum HEIMILD: HAGSTOFAN                            !     " #   $  %   % % %  & '  $%( )''  !#!                    !" #$%& ' ($ )*+ ", -+   !" # $ !%  &' # !()*$ . $ %/0 .12# $$" !  " %  ++-  &+  &  -   $ 3++ +,-*))+.-/0-1  ##%   2 4 56$!  " ($-  4  7 !  -   -  4 8--" +  + 4 /  4 9:-  !  + &-34*5)6. !#78 29' #    : %% ;(5<= 4 56$!  " ($-   4  7 ! ' -   ' -  4 2($ /  $   . !#78>,-?-,-,@@$ A B9' #    4  7 !  -   '"' -  &-34*5)60 C D A!E#!2 $ 4 ;  <&=  >: 4 ? @ $   4  > A   4 <1 BC@ 4 =   -& 4 *-!& D $6 4 E &F GH H&=E )0@,0(D F #     # !# 4 ;  H = , >: 4 ' @ $   4  > A   4 <1 BC@ 4 =   -& 4 *-!& D $6 4 E &F GH H&=E )0@,0)7D18(  ! %# #" #'!$  ! %# #" #'!$                                        4 >/ %I /   /   $  / %( - /!& 4 @+3  AJ 4 K+  /  L  !6   3 &+  6- ($ J %  %6 I -- 3 !& %  ##%  9' # ! G@HF54A*     

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.