Fréttablaðið - 03.07.2003, Blaðsíða 26
28 3. júlí 2003 FIMMTUDAGUR
METALLlCA
TÓNLIST Árið 1991 varð Metallica
stærsta þungarokksveit heims.
Upp frá því hefur sveitin reynt að
halda í vinsældir sínar með
minnkandi árangri.
Metnaðurinn sem var lagður í
nýju plötuna er því mikið ánægju-
efni. Munu þeir halla aftur bökum
eða standa áfram uppréttir í end-
urreisn sinni? Þegar saga Metall-
icu er skoðuð kemur glögglega í
ljós að hér eru engir letingjar á
ferð. Gríðarlegar vinsældir
þeirra í upphafi síðasta áratugar
voru engin tilviljun, heldur af-
rakstur margra ára erfiðis. Við
skulum vona að þeir séu endan-
lega búnir að hrista af sér slenið.
Engan glamúr, takk!
Metallica var stofnuð í Los
Angeles árið 1982 af söngvaranum
og gítarleikaranum James Hetfi-
eld, trommaranum Lars Ulrich og
bassaleikaranum Ron McGovney.
Þeir auglýstu eftir gítarleikara í
dagblaði og Dave Mustaine svar-
aði. Hann deildi andúð Hetfield og
Ulrich á glamúrþungarokksveit-
um L.A. og ást þeirra á klassískum
þungarokksböndum á borð við
Black Sabbath, Thin Lizzy og
Aerosmith. Einnig heilluðust þeir
allir af nýrri bylgju breskra
þungarokksbanda á borð við Judas
Priest, Iron Maiden, Motorhead,
Diamond Head, Venom, Saxon og
Angel Witch. Þessar sveitir lögðu
allan metnað sinn í tónlistina, en
ekki útlit eða glamúr.
Fljótlega varð stofnliðsmönn-
um ljóst að samstarfið við bassa-
leikarann Ron McGovney gekk
ekki upp og komu þeir sér í sam-
band við bassaleikarann Cliff
Burton eftir að hafa séð hann á
sviði með þáverandi sveit sinni
Trauma. Burton tók vel í tilboðið
en sagðist ekki ætla að ganga í
sveitina nema hún færði sig um
set frá L.A., þar sem ekkert var að
ganga, yfir til San Francisco þar
sem öllu blómlegri þungarokks-
sena var í burðarliðnum. Ulrich,
Hetfield og Mustaine höfðu engu
að tapa og slógu til.
Á meðan flestar þunga-
rokksveitir á upphafsárum ní-
unda áratugarins voru með sótt-
hreinsaðan hljóm, útataðar í
farða, í teygjubuxum með blásið
hár voru liðsmenn Metallicu
skítugir, í götóttum gallabuxum,
með ógreitt sítt hár og léku rusl-
aralegri og þyngri metal. Þeir
kærðu sig lítið um meginstraum-
inn og höfðu andúð á ímynd og
myndböndum þungarokksveita.
Menn voru gefnir fyrir flöskuna
og þótti Mustaine duglegastur við
að súpa.
Metallica kemst á skrið
Stíft tónleikahald í San
Francisco færði sveitinni traust-
an aðdáendahóp og eftir að prufu-
upptökur þeirra, sem þeir gáfu út
á kassettu undir nafninu No Life
Til Leather, tók að seljast vel á
tónleikum var sveitinni boðinn
samningur hjá Megaforce útgáf-
unni. Upptökur á fyrstu breiðskíf-
unni áttu svo að fara fram í New
York en lifnaðarhættir Mustaine
voru byrjaðir að fara verulega í
taugarnar á hinum. Einhvers stað-
ar höfðu þeir heyrt af gítarleikar-
anum Kirk Hammett og var hann
boðaður í prufu. Eftir að hafa tek-
ið einn umgang í gegnum lagið
Seek & Destroy var honum boðin
staðan og Mustaine sparkað.
Dave Mustaine fór heim til
Arizona í fýlu og segir sagan að
hann hafi fengið vitrun í rútunni á
leiðinni heim og lagt hugmynda-
grunninn fyrir Megadeath, sem
hann sló síðar í gegn með.
Fyrsta plata Metallica, Kill
‘Em All, spurðist vel út og sveitin
gerði stóran upptökusamning við
Elektra sem keypti einnig útgáfu-
réttinn á frumrauninni. Með inn-
komu Hammetts þróaðist sveitin
út í melódískari áttir enda piltur-
inn afar flinkur. Þessi nýja stefna
sinfóníutóna kom strax í ljós á
annarri plötunni, Ride the Lightn-
ing sem kom út árið 1984. Yfir-
burðir þeirrar plötu yfir
frumrauninni voru miklir. Metall-
ica seldi strax slatta af plötum,
þrátt fyrir að komast hvergi að
hjá meginstraumsútvarpsstöðv-
um.
Burton deyr
Þriðja breiðskífa Metallicu,
Master of Puppets, kom út
tveimur árum síðar og þótti enn
betri en önnur platan. Hún rauk
beint inn á topp 30 í Bandaríkj-
unum og náði gullplötusölu, aftur
án þess að fá nokkra aðstoð frá
útvarps- eða sjónvarpsstöðvum.
Sveitin var á allra vörum og var
boðið í heljarinnar tónleikaför
um Bandaríkin með Ozzy Osbo-
urne. Gleðin var mikil innan
sveitarinnar og hún fylltist
metnaði. Næst átti að leggja Evr-
ópu að fótum sér þar sem eftir-
spurn hafði farið stigvaxandi
með hverri plötunni. Sú ferð
reyndist þeim dýrkeypt.
Þann 27. september 1986 valt
hljómsveitarrúta Metallicu í
Sviðþjóð með þeim hræðilegu af-
leiðingum að bassaleikarinn
Cliff Burton lést. Harmi slegnir
ákváðu Ulrich, Hetfield og
Hammett að halda áfram. Þeir
auglýstu strax eftir nýjum
bassaleikara og var Metallicu að-
dáandinn Jason Newsted á meðal
þeirra sem sóttu um. Hann var
þá meðlimur í sveitinni Flotsam
& Jetsam. Honum var kippt inn í
sveitina í flýti og eftir nokkra
vikna stopp kláraði hún tónleika-
ferðalagið um Evrópu. Newsted
fékk þó aldrei að blómstra innan
sveitarinnar. Hann tók þátt í
vinnslu plötunnar, ...And Justice
for All, en bassinn var hafður
sérstaklega lágt stilltur í hljóð-
blönduninni.
Þessi fjórða plata Metallicu
kom út árið 1988 og þótti heppn-
ast sæmilega. Hún var þema-
plata sem fjallaði um hnignun
bandaríska þjóðfélagsins séð frá
ýmsum hliðum. Þar á meðal frá
sjónarhorni særðs hermanns
sem var lamaður og blindur eftir
stríðsátök í laginu One. Það varð
óvæntur slagari og komst á topp
40 smáskífusölulistans í Banda-
ríkjunum. Breiðskífan komst svo
inn á topp 10 breiðskífusölulist-
ann, aftur án allrar aðstoðar
meginstraumsútvarps- og sjón-
varpsstöðva.
Metallica gaf út á dögunum St. Anger, sína bestu breiðskífu í 12 ár. Sveitin er án
efa ein stærsta rokksveit heims og hefur svo sannarlega unnið sér inn fyrir því.
Á 22 ára ferli þeirra hafa liðsmenn þurft að þola málsóknir, baráttu við eiturlyf,
áfengi og dauða eins liðsmannsins.
METALLICA
Útlitið var ekki gott á köflum, en
nú virðist sem nýjum eldmóði
hafi verið blásið í liðsmenn.
METALLICA Nýjasti meðlimur
Metallicu heitir Robert Trujillo
og gekk hann til liðs við sveitina
eftir að upptökum á St. Anger
lauk. Hann hefur áður plokkað
bassann með Suicidal Tendencies
auk þess að hafa verið liðsmaður
í sveit Ozzy Osbourne.
Trujillo kynntist fyrst liðs-
mönnum Metallicu þegar Suici-
dal Tendencies hitaði upp fyrir
sveitina á tónleikaferðalagi þeir-
ra um Bandaríkin árið 1994. Liðs-
menn kynntust honum ágætlega
og heilluðust af bassastíl hans og
sviðsframkomu. Þegar kom að
því að ráða nýjan mann í stöðuna
kom nafn Roberts strax upp og
var hann sá fyrsti sem boðið var
að mæta í prufu.
Eftir prufuna reyndu liðs-
menn Metallicu að finna ástæður
til þess að ráða hann ekki, alger-
lega án árangurs. Upptökustjóri
sveitarinnar, Bob Rock, var sann-
færður um að maðurinn væri
fundinn. Hann þurfti ekki að
eyða mikilli orku í það að sann-
færa liðsmenn um að aflýsa öll-
um frekari prufum. Frá og með
24. febrúar á þessu ári hefur Rob
Trujillo verið fjórði liðsmaður
Metallicu. ■
ROB TRUJILLO
Þykir hafa sérstak-
lega líflega sviðs-
framkomu.
Nýr bassaleikari Metallicu:
Bassarumurinn
Robert Trujillo
Endurreisn Metallicu
15%
AFSLÁTTUR
AF NO NAME
FÖRÐUNARVÖRUM
Í JÚLÍ
FINNDU NÆSTA
ÚTSÖLUSTAÐ Á
WWW.NONAME.IS
Í SUMARSKAPI