Fréttablaðið - 03.07.2003, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 03.07.2003, Blaðsíða 14
Ég ætla að hætta mér einusinni enn inn á sérsvið fem- inista sem hafa haldið því fram að klám sé ofbeldi þar sem konur eru fórnarlömbin og karlarnir sem horfa á klámið gerendur. Fyrir skömmu mættu félagar í Femínistafélaginu til dæmis fyrir utan einhverja búllu í Kópavogin- um og réttu karl- v iðskiptavinum hennar blöðunga með útskýringum á þessu; að klám væri ofbeldi og að þeir beittu nektardansmeyj- arnar ofbeldi. Ég fæ þetta ekki alveg til að ganga upp í mínum kolli. Það er kunn staðreynd að nektardansmeyjar eru tregar til að líta á sig sem fórnarlömb karl- anna. Í viðtölum tala þær ágæt- lega um vinnuna sína, hrósa vinnutímanum og laununum – og þar sem þær eru margar útlend- ar bæta þær margar við hrósi um landið okkar. Ef marka má orð þeirra líta þær á sig eins og hverja aðra farandverkamenn og segja aðstöðu sína svipaða og þeirra. Ef þær kvarta yfir ein- hverju þá er það yfir því að vinna langt að heiman eða eiga erfitt með að aðlaga sig að siðum í nýju landi. Þrátt fyrir þetta hafa komið fram mál sem sýna að klámiðnaðurinn er um margt andstyggilegur starfsvettvang- ur. Við höfum heyrt um nauðung- arflutninga kvenna milli landa og hvernig þær eru leiddar út í klámvinnu og vændi; stundum með hótunum og stundum með því að gera þær bjargarlausar á ókunnum slóðum. Það er hins vegar ekki víst að þetta sé und- antekningalaus regla. Þótt dæmi séu um svona óþveraskap er ekki þar með sagt að þetta eigi við um allar konur sem dansa á nektar- stöðum. Gefum okkur það. Að forsögu kvennanna á svið- inu slepptri sitja karlar á klám- búllum og horfa á hálfnaktar konur dilla sér. Og spurningin er: Hver er fórnarlambið? Ég held að það velkist enginn í vafa um að karlarnir eigi bágt. Ég vil ekki vera of fordómafullur en kynhvöt manna sem eyða kvöld- unum svona hlýtur að hafa ratað í eitthvað vitlausir rásir í kollin- um (og klofinu) á þeim. Þeir eru ekki að sækja sér raunverulega útrás fyrir kynhvöt eða ástleitni heldur einhverskonar líki þess – eins og smjörlíki er ekki smjör. Og ef þeir dvelja langdvölum á þessum búllum þarf ekki djarfa hugsun til að ætla að þeir séu drifnir áfram að einhverskonar fíkn; en fíkn er yfirleitt afvega- leidd leit að útrás fyrir ein- hverja grunnþörf. Áfengis- og eiturlyfjafíkn er þannig oft af- vegaleidd leit að einhverslags sátt. Sjúklingurinn er úr lagi genginn en finnst sem hann sé í lagi drukkinn eða dópaður. Nið- urstaðan er síðan yfirleitt þver- öfug við það sem að var stefnt. Sjúklingurinn verður alltaf verr og verr farinn og brennivínið og dópið gerir hann sífellt verri. En þetta vita allir. En ef karl- inn á klámbúllunni er haldinn einhverslags fíkn má líkja þess- ari búllu við hverja aðra búllu. Karlinn er þá fyllibyttan og nektardansmeyjan barþjóninn. Í þeirri uppstillingu dytti okkur í hug að segja karlinn geranda en barþjóninn fórnarlamb. Við myndum heldur ekki flokka bar- þjóninn sem geranda. Ef hann væri ekki þarna væri örugglega einhver sem myndi skaffa fylli- byttunni skammtinn sinn – og þótt það væri enginn tilbúinn til þess myndi hún samt finna bokku einhversstaðar svo lengi sem hún ætlaði sér það. Afhverju ætti klámfengni karlinn á klámbúllunni að vera í annarri stöðu en drykkfelldi maðurinn á barnum? Af því að annar kaupir sér fróun með þvi að glápa á kvenmannsskrokk en hinn drekkur vín? Er málið að einn megi ekki hafa atvinnu af að ýta undir óra annars; að á barnum fái menn dauðan drykk en á klámbúllunni tengist sölu- varan fremur mannlegri veru? Þetta gengur varla upp þar sem fórboltaleikir (þar sem menn ganga kaupum og sölum), leik- hús, bíó og fleira myndi falla undir þessa skilgreiningu. Er þá málið að allt sem tengja má við kynlíf sé í sérstökum flokki og að um það gildi sérstakar regl- ur? Ég trúi varla að femínistarn- ir í Femínistafélaginu haldi því fram. En það er kannski ekkert vitlausara en grey klámfengnu karlarnir í Kópavogi séu ger- endur í ofbeldisglæp. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um gerendur í klámi. 16 3. júlí 2003 FIMMTUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Nú kann að vera kominn tími tilað spyrja spurningar, sem hefur ekki beinlínis brunnið á vör- um Íslendinga fram að þessu. Hverju þarf að kosta til að verja land? Ein leið til að nálgast svar við spurningunni er að athuga, hversu miklu fé aðrar þjóðir verja til landvarna og hversu miklum mannskap. Hér eru drög að svari við því; rækilegri greinargerð birtist í Vísbendingu. Ríkisútgjöld til landvarna Skoðum fyrst hlutdeild út- gjalda ríkisins til varnarmála í heildarútgjöldum ríkisins. Hér er átt við ríkið í þröngum skilningi; sveitarfélög eru skilin út undan, enda eru varnarmál í verkahring ríkis- ins og ekki ein- stakra sveitarfé- laga alls staðar um heiminn. Byrjum í Búrma: landið hef- ur síðan 1962 verið undir herstjórn, sem er svo þurfta- frek, að hún ver til eigin þarfa, þ.e. til hersins, ríflega þrem fjórðu hlutum allra ríkisútgjalda. Þetta er heimsmet. Nærri má geta um vanræksluna í menntamálum (há- skólarnir hafa ver- ið lokaðir langtímum saman), heil- brigðismálum og öðrum mikil- vægum málum, sem ríkið sinnir í siðuðum samfélögum. Í ýmsum Arabalöndum er ástandið að þessu leyti litlu skárra: þar er al- gengt, að næstum helmingi ríkis- útgjalda sé varið til varnarmála, á móti 20% í Ísrael til samanburðar. Olíufurstarnir telja sig ber- sýnilega þurfa að vera við öllu búnir. Kínverjar og Rússar verja rösklega fjórðungi ríkisútgjald- anna til varnarmála á móti tæpum fimmtungi í Bandaríkjunum, 9% í Bretlandi, 7% í Frakklandi og 6% í Þýzkalandi. Norðurlönd eru enn neðar á listanum: þau nota 5-6% ríkisútgjaldanna til varnarmála, nema Íslendingar verja engu í þessu skyni, ekki eyri. Allar töl- urnar að ofan eru meðaltöl fyrir árin 1989-1999. Nokkur önnur eyríki verja litlu fé til landvarna, en þó nokkru, og verma því nokkur af neðstu sætum listans, næst fyrir ofan Ísland. Það er fróðlegt að skoða þessi eylönd og bera þau saman við Ísland. Eyj- an Máritíus í miðju Indlandshafi lætur sér nægja að nota rösklega 1% ríkisútgjalda til landvarna: það dugir þeim til að halda úti vopnaðri sérsveit til að verja 1,2 milljónir íbúa á eyjunni, sem er ekki nema 2.000 ferkílómetrar að flatarmáli. Svipuðu máli gegnir um Græn- höfðaeyjar úti fyrir vesturströnd Afríku. Þar búa 400 þúsund manns á 4.000 ferkílómetrum, og ríkið lætur sér nægja að nota 2% ríkis- útgjaldanna til varnarmála. Eins er þetta á Barbados í Karíbahafi: þar búa 280 þúsund manns í sátt og samlyndi á 400 ferkílómetrum og verja 2% ríkisútgjaldanna til varn- armála. Nærtækust til samanburð- ar er þó e.t.v. Miðjarðarhafseyjan Malta, því að þar eru þjóðartekjur á mann ekki ýkjalangt undir með- allagi Evrópusambandsins; Malta gengur reyndar inn í Sambandið á næsta ári ásamt níu öðrum lönd- um. Möltubúar eru 400 þúsund talsins, landið er ekki nema 300 ferkílómetrar að stærð, og varnar- málaútgjöld þeirra nema 2% af ríkisútgjöldum í heild; þetta er sama hlutfall og í Austurríki og Lúxemborg. Írar nota 3% ríkisút- gjalda til landvarna, Ný-Sjálend- ingar 4%. Af þessum dæmum má ráða, að aðrar þjóðir telja, að lágmarks- kostnaður við landvarnir nemi 1- 2% af heildarútgjöldum ríkisins, eða fjárhæð, sem svarar 5-6 millj- örðum króna á ári hér heima, að greiddum stofnkostnaði vegna vopnabúnaðar, þjálfunar o.fl. Til viðmiðunar nam fjárveiting ríkis- ins til háskólamenntunar á Íslandi rösklega 5 milljörðum króna 2002. Mannskapur Landvarnir kosta ekki bara fé, heldur einnig mannskap. Þess vegna þarf að hyggja einnig að því, hversu margt fólk er haft undir vopnum um heiminn. Hvaða land skyldi nú skipa efsta sætið á þeim lista? Það er Írak: árin 1989-1999 höfðu Írakar 11% mannaflans und- ir vopnum. Það er heimsmet sem sagt, en það entist ekki. Næst á eft- ir Írak koma Jórdanía (10%), Norður-Kórea (10%), Sýrland (9%) og Ísrael (8%). Á þennan kvarða standa Norðurlöndin jafnfætis stórveldunum: algengast er, að herir þessara landa telji um 1-2% mannaflans. Máritíus er undan- tekning: þar er landvarnarliðið ekki nema 0,2% af mannaflanum. Ef Ísland fylgdi fyrirmyndum frændþjóðanna á Norðurlöndum, myndu Íslendingar hafa undir vopnum t.d. 1,5% af mannaflanum (hann nemur um 160 þúsund manns), eða nálægt 2.400 manns, en það er einmitt núverandi stærð varnarliðs Atlantshafsbandalags- ins á Keflavíkurflugvelli. Til sam- anburðar starfa rösklega 800 manns í Háskóla Íslands. Af þessu virðist mega ráða, að innlent varn- arlið, verði til þess stofnað, verði tiltölulega miklu fámennara en tíðkast annars staðar, nema kannski á Máritíus - og í Kostu- ríku, sem er eina herlausa landið í heiminum. ■ Öfug Kefla- víkurganga Jónína Óskarsdóttir, húsmóðir í vesturbæ og bókavörður, skrifar Ég spyr, hvar hef ég verið? Eft-ir að Bandaríkjastjórn er gengin í Samtök herstöðvarand- stæðinga og vill herinn burt hljóta herstöðvarandstæðingar að gleðj- ast liðstyrk úr óvæntri átt. Einnig hlýtur að vera kærkomið fyrir þá að hvíla lúin bein eftir árangurs- ríkar Keflavíkurgöngur. Her- stöðvarsinnar eru að vonum mið- ur sín og skamma „börnin“ eins og gengur. Er ekki tímabært fyrir þá að leggja kínverska leikfimi og afródans á hilluna, bregða sér í gönguskóna, skunda til Keflavík- ur og berjast fyrir sínum málstað, meina hernum að fara? Lögreglan þarf að sjálfsögðu undirbúning til að takast á við breyttar áherslur göngunnar. Er ekki rétt hjá mér að okkur var kennt að herinn væri hér okkur til að verndar en það væru ekki hagsmunir Bandaríkj- anna sem málið snérist um? Kannski þetta sé allt einhver mis- skilningur, en þá væri líka gott ef einhver leiðrétti mig. ■ Um daginnog veginn ÞORVALDUR GYLFASON ■ skrifar um kostnað við landvarnir Hvað kostar að verja land? ■ Bréf til blaðsins Grey karlarnir á klámbúllunni ■ Af Netinu Varnir óþarfar „Sumir halda því fram að Ísland þurfi varnir gegn óvin- veittum þjóðum þó svo engin sérstök þjóð sé óvinveitt. Raun- veruleikinn er sá að ætli ein- hver her sér að ráðast á Ísland þarf hann að hafa sjóher eða magnaðan flugher, nema til- gangur sé einungis að valda ger- eyðingu.“ HINRIK M. ÁSGEIRSSON Á VEFNUM POLITIK.IS Gleymum okkur ekki „Karlar eru ekkert betri en kon- ur...en gleymum okkur ekki og gerum ekki jafnréttismál að mis- rétti. Konur eru heldur ekki betri en karlar!“ PÁLÍNA JÓHANNSDÓTTIR Á VEFNUM TIKIN.IS. Magnús Stefánsson, utanríkismálanefndarmaður Framsóknarflokks. Leyndin snýst um hagsmuni Held að það sé ekki hægt að fara í gegnum svona viðræður algerlega fyrir opnum tjöldum eins og í leikhúsi. Í eðli sínu krefjast svona viðræður ákveð- innar leyndar. Ekki er hægt að annar aðilinn hafi þetta opið, því það eru miklir hagsmunir fyrir við- ræðuaðilann, Bandaríkin, að halda þessu leyndu. En auðvitað er sjálfsagt og eðlilegt að þingnefndin fái að fylgjast með framvindu mála og fái þær upplýs- ingar sem hægt er að veita. Málið er ekki komið á það stig að efni séu til opinnar umræðu. Umræða um varnarviðbúnað á Íslandi er annar handleggur á sama búknum og sjálfsagt að fara í gegnum hana opinberlega. ■ Guðmundur Árni Stéfansson, utanríkismálanefndarmaður Samfylkingar. Umræðan hafi sinn gang Í öryggismálum er oftsinnis eðlilegt að leynd og trúnaður eigi sér stað, en ekki þegar um er að ræða meginmarkmið og stöðumál Íslendinga. Í viðræðun- um um veru varnarliðsins á leyndin hreinlega ekki við, nú þegar spurningin snýst um markmið og leið- ir. Þá á leynd engan veginn við og umræðan verður að hafa sinn gang. Nú er umræðan í þjóðfélaginu einfaldlega heft og trúnaður á engan veginn við í málinu. ■ Skiptar skoðanir Leynd varnarliðsviðræðanna ■ Ef Ísland fylgdi fyrirmyndum frændþjóðanna á Norðurlönd- um, myndu Ís- lendingar hafa undir vopnum t.d. 1,5% af mannaflanum (hann nemur um 160 þúsund manns), eða nálægt 2.400 manns, en það er einmitt nú- verandi stærð varnarliðs Atl- antshafsbanda- lagsins á Kefla- víkurflugvelli. ■ Af hverju ætti klámfengni kallinn á klám- búllunni að vera í annarri stöðu en drykkfelldi maðurinn á barnum? MEIRA EN 50% AFSLÁTTUR. VERÐ ÁÐUR: 1.406 KR. VERÐ NÚ: 695 KR! GILDIR ÚT JÚLÍMÁNUÐ. ATHUGIÐ, EINUNGIS ER HÆGT AÐ VELJA ÚR ÁKVEÐNUM LITUM WWW.NONAME.IS VARALITAÚTSALA HJÁ NO NAME Í DEBENHAMS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.