Fréttablaðið - 03.07.2003, Qupperneq 10
12 3. júlí 2003 FIMMTUDAGUR
■ Dómsmál
UMHVERFISMÁL Ríkisstjórnin hefur
samþykkt tillögu Björns Bjarna-
sonar dóms- og kirkjumálaráð-
herra um að láta fara fram
hættumat og áhættugreiningu
vegna eldgosa og meðfylgjandi
jökulhlaupa í Mýrdalsjökli og
Eyjafjallajökli. Forseti Íslands
hefur staðfest lögin.
Ástæða þessarar samþykktar
er að talsvert hefur borið á
skjálftavirkni í vestanverðum
Mýrdalsjökli undanfarið. Nýlega
hafa komið fram upplýsingar um
að stór hlaup hafi komið í Mark-
arfljót vegna eldgosa í vestan-
verðum Mýrdalsjökli, sem orðið
hafa á 1000 til 2000 ára fresti frá
lokum síðustu ísaldar.
Hugsanleg jökulhlaup til suð-
urs frá Mýrdalsjökli myndi setja
stór byggð svæði í hættu, allt frá
Eyjafjöllum að Þjórsá. Sérstak-
lega er talið að kanna þurfi
hættu í Þórsmörk vegna nálægð-
ar hennar við hugsanlegar eld-
stöðvar og jarðskjálftavirkni. ■
Tryggvagata:
Borgin hafn-
ar nýju hóteli
BORGARMÁL Borgaryfirvöld hafa
hafnað beiðni Þerneyjar ehf. um lóð
undir 100 herbergja hótel og 25
íbúðir á fimm hæðum við Tryggva-
götu 13.
Telja borgaryfirvöld ekki rétt að
ráðstafa lóðinni að svo stöddu þar
sem hún er á því svæði sem fjallað
er um í hugmyndasamkeppni um
skipulag miðborgar og hafnar-
svæðis við Austurhöfn. Á svæðinu
er m.a. gert ráð fyrir byggingu
Tónlistarhúss og ráðstefnumið-
stöðvar.
Í erindi Þerneyjar til borgaryfir-
valda kom fram að ef fyrirtækið
fengi lóðina myndi hótelið rísa inn-
an tveggja ára ásamt bílastæðahúsi
með 54 bílastæðum, sem almenn-
ingur hefði aðgang að. ■
Sprengjuárásirnar á Balí:
Höfuð-
paur hand-
tekinn
JAKARTA, AP Indónesíska lögreglan
segist hafa handtekið einn af höf-
uðpaurunum í sprengjuárásunum
á Balí í október á síðasta ári. Því
er haldið fram að Idris hafi verið
að skipuleggja fleiri hryðjuverk
ásamt félögum sínum.
Að sögn lögreglustjórans á Balí
hefur Idris játað aðild sína að
sprengjuárásunum. Hann tók þátt
í bankaráni í maí og fullyrða yfir-
völd að ránsfenginn hafi átt að
nota til að fjármagna fleiri
hryðjuverkaárásir. Saksóknarar
halda því fram að Idris tilheyri
öfgasamtökunum Jemaah Islami-
yah og sé hægri hönd Imam
Samudra, meints skipuleggjanda
sprengjuárásanna á Balí. ■
VIÐSKIPTI Bensínverð hækkaði hjá
þremur olíufélögum í fyrradag
um 2,30 krónur, lítrinn af díeselol-
íu og svartolíu hækkaði um 1,50
krónur og lítrinn af flotaolíu um
1,30 krónur.
Að sögn Runólfs Ólafssonar,
framkvæmdastjóra Félags ís-
lenskra bifreiðaeigenda, FÍB,
kemur hækkunin ekki mikið á
óvart miðað við þá breytingu sem
hefur orðið á dollaranum yfir
mánuðinn. Hefur hann hækkað
um rúmlega 6% auk þess sem
hækkun hefur einnig orðið á inn-
lendum mörkuðum.
„Álagning félaganna í síðasta
mánuði og nú um þessi mánaðar-
mót hefur hins vegar aukist að-
eins samanborið við hlut olíufé-
laganna í seldum lítra í vor,“ segir
Runólfur. „Það sem mætti hafa í
huga núna eru þær breytingar
sem eru að verða á eignaraðild.
Nýir aðilar hafa verið að kaupa
stóra hluti í olíufélögunum og þeir
eru að fara almennt af markaði.
Þá er þetta utanaðkomandi aðhald
miklu mikilvægara,“ segir Run-
ólfur. „Virði hlutafélaga í félögun-
um miðað við gengi er á mörkun-
um að segja að sé eðlilegt. Þegar
menn hafa verið í valdabaráttu í
þessum félögum hafa menn borg-
að kannski heldur meira en minna
fyrir þetta. Þá er tilhneigingin til
að reyna að ná því inn aftur þegar
um fákeppnisvöru á svona mark-
aði er að ræða.“
Eins og áður hefur gerst
hækkaði eldsneytisverðið um
sömu auratölu hjá olíufélögun-
um. Runólfur segir að það sé und-
antekning þegar þessi aðferða-
fræði sé ekki notuð hjá félögun-
um. „Þetta sýnir enn frekar eðli
markaðarins. Þetta er fákeppnis-
markaður og menn leitast við að
halda sig í einhverju fari. Það má
þó kannski segja að það séu
ákveðin teikn á lofti því það er
nýr aðili í startholunum, Atlants-
olía, sem er systurfélag Atlants-
skipa. Þeir eru komnir töluvert
lengra með áform sín varðandi
sölu á díselolíu heldur en bens-
íni,“ segir Runólfur. „Það hefur
sýnt sig að hreyfiafl breytinga á
markaði hér hefur yfirleitt verið
eitthvað sem hefur komið að
utan. Bara umræðan um Irving á
sínum tíma varð til þess að Ís-
lendingar fengu í fyrsta skipti
sjálfsafgreiðslu.“
Hvað varðar þróun á bensín-
verði á næstunni segir Runólfur
að þróun á heimsmarkaði hafi
ekki verið eins mikið upp á við og
áður miðað við árstíma. „Það er
mesta eftirspurnin á þessum tíma
enda er sumarið tími ferðalag-
anna. Það var veruleg hækkun í
aðdraganda atburðanna í Írak og
svo lækkaði verðið í kjölfarið,“
segir Runólfur. „Verðið var svo
aðeins uppávið í síðasta mánuði
en samt lítið miðað við hefð-
bundna þróun. Ég á frekar von á
að það komi kúfur yfir sumarið og
verðið fari svo lækkandi með
haustinu.“
freyr@frettabladid.is
HEILBRIGÐISMÁL Hallarekstur Land-
spítala Háskólasjúkrahúss fyrstu
fimm mánuði ársins var 381 millj-
ón króna, sem er 3,5% frávik frá
heimildum tímabilsins. „Að okkar
mati taka fjárlög ekki mið af þörf
Landspítala, heldur hefur á öllum
ríkisstofnunum verið krafist
sparnaðar og hagræðingar,“ segir
Anna Lilja Gunnarsdóttir, starf-
andi forstjóri spítalans.
Anna Lilja segir innbyggða eft-
irspurnaraukningu eftir þjónustu
Landspítala þar sem þjóðin sé sí-
fellt að stækka og öldruðum hlut-
fallslega að fjölga. Tæknifram-
farir í læknavísindum geri Land-
spítala einnig kleift að veita fleira
fólki þjónustu. „Þetta gerir það að
verkum að við eigum mjög erfitt
með að draga saman seglin,“ seg-
ir Anna Lilja. „Þá verðum við bara
meðvitað að draga þjónustuna
saman.“ Að sögn Önnu Lilju veitir
spítalinn meiri þjónustu en fjár-
lög gera ráð fyrir. „Það er ljóst að
ef við ætlum að vera innan ramma
fjárlaga verðum við að fækka
verkefnum.“
Eftir sumarleyfi taka gildi
sparnaðaraðgerðir sem unnið
verður að í samvinnu við heil-
brigðisráðuneytið. „Við erum að
fara markvisst í alla starfsemina
og skoða hvaða verkefni er hugs-
anlega hægt að flytja annað,“ seg-
ir Anna Lilja. „Við erum að reyna
að skerpa á hlutverki spítalans og
vinnum með stjórnvöldum að
útlistun á hlutverki spítalans í ís-
lensku þjóðfélagi.“ ■
SKALLAÐI OG BEIT Átján ára pilt-
ur var dæmdur í fjögurra mán-
aða fangelsi í Héraðsdómi
Reykjavíkur fyrir að skalla einn
lögreglumann í andlitið og bíta
annan. Einnig er hann ákærður
fyrir að hafa slegið og bitið versl-
unarstjóra. Fullnustu refsingar
er hins vegar frestað í tvö ár
haldi ákærði skilorð.
45 DAGA FANGELSI Rúmlega 26
ára gamall maður var dæmdur í
45 daga fangelsi, skilorðsbundið
til þriggja ára fyrir að slá mann
í höfuð. Hann var einnig dæmd-
ur fyrir að stela heyrnartólum
og tveimur geisladiskum. Mað-
urinn hefur áður hlotið dóma
fyrir fíkniefnabrot, þjófnað og
umferðalagabrot.
Gardermoen:
Sprengju-
hótun
OSLÓ, AP Rýma þurfti farþegaþotu
Norwegian flugfélagsins á
Gardermoenflugvelli í Noregi í
fyrradag vegna sprengjuhótunar.
Vélin var í þann mund að leggja af
stað til Tromsö þegar hótunin
barst. 148 farþegar voru um borð,
auk 5 manna áhafnar. Þrátt fyrir ít-
arlega leit í vélinni, á farþegum og
í farangri þeirra fannst ekkert.
Um miðjan síðasta mánuð tafð-
ist brottför vélar Air France frá
Gardermoen til Parísar um tvær
klukkustundir vegna sprengjuhót-
unar. Ungur Norðmaður, grunaður
um hótunina, var handtekinn
skömmu síðar. ■
ARIEL SHARON
Ísraelski forsætisráðherrann hefur þekkst
boð norskra yfirvalda um að koma í opin-
bera heimsókn til Osló.
Opinber heimsókn:
Sharon boð-
ið til Noregs
OSLÓ, AP Ariel Sharon, forsætisráð-
herra Ísraela, heldur í opinbera
heimsókn til Noregs 16. júlí.
Að sögn Kjell Magne Bondevik
forsætisráðherra er markmiðið
með heimsókninni fyrst og fremst
að ræða friðarferlið fyrir botni
Miðjarðarhafs. Ísraelski forsætis-
ráðherrann fer sjaldan af landi
brott í opinberar heimsóknir og
mun hann dvelja í innan við sólar-
hring í Noregi.
Mahmoud Abbas, forsætisráð-
herra Palestínu, á einnig útistand-
andi heimboð hjá Norðmönnum.
„Það er mikilvægt í ljósi átakanna á
svæðinu að við höldum góðu sam-
bandi við báða aðila,“ sagði
Bondevik. ■
Hallarekstur á Landspítala Háskólasjúkrahúsi:
Veitir meiri þjónustu
en fjárlög gera ráð fyrir
LANDSPÍTALI HÁSKÓLASJÚKRAHÚS
Starfandi forstjóri spítalans segir fjárlög
ekki taka mið af þörf Landspítala.
Bensínhækkun
kemur ekki á óvart
Framkvæmdastjóri FÍB segir að bensínhækkun olíufélaganna komi sér
ekki á óvart. Hann segir að utanaðkomandi aðhald sé mikilvægara en
áður eftir að nýir aðilar keyptu stóra hluti í olíufélögunum.
OLÍUFÉLÖGIN
Eftir breytinguna kostar 95 oktana bensín í sjálfsafgreiðslu á höfuðborgarsvæðinu
93,60 krónur. Þjónustuverð er hærra, eða 97,60 krónur.
Ríkisstjórnin samþykkir að gera hættumat vegna jökulhlaupa frá Mýrdalsjökli:
Stór byggð svæði í hætttu
BJÖRN BJARNASON
Dóms- og kirkjumálaráðherra lagði fram
tillögu á ríkisstjórnarfundi um að gera
hættumat og áhættugreiningu vegna jök-
ulhlaupa í Mýrdalsjökli og Eyjafjallajökli.
MEINTUR HRYÐJUVERKAMAÐUR
Indónesískur lögreglumaður heldur á
ljósmynd af Idris sem talin er vera einn
af höfuðpaurunum í sprengjuárásunum
á Balí á síðasta ári.
Spennandi starf:
CIA vantar
lásasmiði
WASHINGTON, AP Yfir 180 lásasmið-
ir hafa sótt um vinnu hjá banda-
rísku leyniþjónustunni CIA í
kjölfar auglýsingar sem birt var
á heimasíðu stofnunarinnar.
„Viðbrögðin eru framar von-
um okkar en við getum aðeins
ráðið lítinn hluta umsækjend-
anna“ sagði talsmaður leyniþjón-
ustunnar. Ekki er tekið fram í
auglýsingunni hvaða verkefni
bíði lásasmiðanna en talsmenn
CIA hafa viðurkennt að ekki sé
hugmyndin að láta þá aðstoða
fólk sem læst hefur bíllyklana
inni í bílum sínum. ■
AP
/M
YN
D
NJÓSNABÚNAÐUR SKOÐAÐUR
Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans,
sést hér skoða norður-kóreskan njósna-
búnað. Búnaðinum var bjargað úr njósna-
báti sem Japanir sökktu eftir skotbardaga.