Fréttablaðið - 03.07.2003, Side 12

Fréttablaðið - 03.07.2003, Side 12
Atvinnuleysi er alltaf grafal-varlegt,“ segir Hjálmar Árna- son, formaður félagsmálanefnd- ar Alþingis. „Allar rannsóknir sýna að atvinnuleysi hefur eink- ar slæm áhrif á alla. Því er eitt það mikilvægasta sem til er að grípa til aðgerða sem losa fólk úr þeirri ánauð að sitja atvinnu- laust.“ Að sögn Hjálmars er meginat- riði þegar til lengri tíma er litið að skapa forsendur til þess að hér geti þróast og dafnað heil- brigt atvinnulíf. „Það gerum við annars vegar með því að halda vel utan um ríkisfjármálin og hins vegar með því að leggja áherslu á nýsköpun á sem flest- um sviðum, því það er í gegnum menntun og nýsköpun sem störf- um mun fjölga í framtíðinni.“ Aðspurður um aukinn hlut ungs fólks meðal atvinnulausra segir Hjálmar of fáa leita sér starfsmenntunar. „Skólakerfið hefur ef til vill ekki einblínt nógu vel á mikilvægi starfs- menntunar,“ segir Hjálmar. Hann bendir auk þess á að ungt fólk sem ekki hefur aflað sér menntunar eigi minni möguleika en þeir sem menntun hafa. Hjálmar segir aðstæður lengi vel hafa verið öðruvísi hér á landi en í iðnríkjunum kringum okkur. Á síðustu árum hafi þó tæknivæðing verið að færast yfir íslenskt atvinnulíf, ekki síst í sjávarútvegi og landbúnaði. „Þessi þróun kallar á vaxandi áherslu á starfsmenntun,“ segir Hjálmar. „Eðlileg viðbrögð við fækkun starfa eru þau að róa á önnur mið.“ ■ Stjórnir Verk- og Tæknifræð-ingafélaga Íslands skora á ís- lensk stjórnvöld að veita ekki er- lendum aðilum frá löndum utan EES atvinnuleyfi án þess að ýmis skilyrði séu uppfyllt. „Það sem við undirstrikum í fyrsta lagi er að athugað verði hvort ekki sé hægt að leysa verkefnin með því að ráða inn- lenda verk- og tæknifræðinga,“ segir Steinar Friðgeirsson, for- maður Verkfræðingafélag Ís- lands. „Ef verið er að sækja um atvinnuleyfi fyrir erlenda verk- og tæknifræðinga gerum við auk þess þá kröfu að þeir séu með sambærilega menntun og bak- grunn og verk- og tæknifræðing- ar hér á landi og að um þá gildi íslensk lög og reglur.“ Steinar segir félögin vakta að menntunarbakgrunnur verk- og tæknifræðinga sem starfa á Ís- landi sé sambærilegur og að sömu launakjör gildi fyrir þá sem starfa hér á landi. „Við bendum á að menn ættu fyrst og fremst að kanna hvort til séu Ís- lendingar með tilskylda mennt- un,“ segir Steinar. Hann segir þó atvinnuleysi meðal verk- og tæknifræðinga ekki mikið, og býst við að það sé líklega um 1%. „Það eru heilmiklar fram- kvæmdir framundan svo við lít- um björtum augum á næstu ár,“ segir Steinar. ■ Meðalfjöldi atvinnulausra ímaí var 48% meiri en í maí í fyrra, en atvinnulausir voru 3,6% af áætluðum mannafla á vinnu- markaði. Alls voru 5.798 manns á atvinnuleysiskrá í lok maí og voru talsvert fleiri konur en karlar án atvinnu. Meðalfjöldi atvinnu- lausra minnkaði þó um 3,8% milli mánaðanna apríl og maí, sem er meira en undanfarin ár. Atvinnu- lausum konum fjölgaði þó í heild- ina milli mánaða meðan atvinnu- lausum körlum fækkaði talsvert. Aukning atvinnuleysis kvenna milli mánaða nær einskorðast við höfuðborgarsvæðið og Suðurnes, en atvinnuleysi kvenna minnkaði í öllum öðrum landshlutum. Í lok maí voru 2.034 konur skráðar at- vinnulausar á höfuðborgarsvæð- inu og fjölgaði um 17% á milli mánaða. Aukning atvinnulausra kvenna er þó fyrst og fremst með- al námsmanna, en talsverður hóp- ur kemur inn á skrá eftir að próf- um lýkur í maí. Langtímaatvinnulausum hefur fjölgað stöðugt undanfarna mán- uði, en fjöldi þeirra stóð þó í stað nú milli mánaðanna apríl og maí. Hlutfall þeirra sem verið hafa án atvinnu í sex mánuði eða lengur er þó mun stærra nú en á sama tíma í fyrra. Fjöldi þeirra sem verið hafa atvinnulausir í einn mánuð eða skemur óx hins vegar í síðasta mánuði, og hefur ekki ver- ið meiri í mjög langan tíma. Atvinnuleysi er mest á Suður- nesjum, eða 4,6%. Þar er hlutfall atvinnulausra hæst hjá báðum kynjum, en athygli vekur að 6% kvenna á Suðurnesjum eru án at- vinnu. Atvinnuleysi er hins vegar minnst á Vestfjörðum þar sem er aðeins 1,8% atvinnuleysi. Hlutur ungs fólks af heildar- fjölda atvinnulausra hefur haldist nokkuð stöðugur í kringum 30% það sem af er árinu. Hlutur ungs fólks af heildarfjölda atvinnu- lausra hefur þó sífellt verið að aukast síðustu árin, en árið 2001 var hann aðeins 21%. Þegar ólíkar starfsgreinar eru skoðaðar kemur í ljós að hlutfalls- legt atvinnuleysi er mest í hótel- og veitingahúsarekstri. Hlutfallslegt atvinnuleysi hefur minnkað í flest- um greinum iðnaðar, að fiskvinnsl- unni undanskilinni þar sem hlut- fallslegt atvinnuleysi er mjög hátt. Mikið atvinnuleysi er meðal þjónustustétta og í ýmsum grein- um þjónustunnar er atvinnuleysi nú meira en það var þegar al- mennt atvinnuleysi var mest nú í vetur. helgat@frettabladid.is ÞRÓUN ATVINNULEYSIS MAÍ 2001 TIL MAÍ 2003 Meira atvinnuleysi hefur mælst nú í ár en síðustu árin. 2001 2002 2003 maí 1,6 jún 1,2 júl 1,1 ágú 1,1 sep 1,0 okt 1,2 nóv 1,5 des 1,9 jan 2,4 feb 2,6 mar 2,7 apr 2,6 maí 2,5 jún 2,3 júl 2,3 ágú 2,2 sep 2,2 okt 2,5 nóv 2,8 des 3,0 jan 3,8 feb 4,1 mar 4,0 apr 3,9 maí 3,6 14 3. júlí 2003 FIMMTUDAGUR Formaður félagsmálanefndar segir atvinnuleysi grafalvarlegt: Menntun og nýsköpun fjölga störfum ATVINNULEYSI EFTIR LANDSHLUTUM HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Atvinnulausir á höfuð- borgarsvæðinu í maí voru 3.655 eða 4,0% af áætluðum mannafla. Atvinnuleysið minnkaði um eitt prósent frá því í apríl. Atvinnulaus- um körlum fækkaði nokkuð en at- vinnulausum konum fjölgaði. Að með- altali búa 69% atvinnulausra á höfuð- borgarsvæðin. VESTURLAND Atvinnuleysi á Vestur- landi var 2,6% í maí en 187 manns voru þá án atvinnu. Atvinnuleysi kvenna stóð í stað milli mánaðanna apríl og maí meðan atvinnulausum körlum fækkaði. VESTFIRÐIR Minnst atvinnuleysi á landinu er á Vestfjörð- um en þar voru 74 án atvinnu í maí. Atvinnu- lausum fækkaði lítillega milli mánað- anna apríl og maí, eða um sex karla og eina konu. NORÐURLAND VESTRA 113 voru atvinnulausir á Norðurlandi vestra í síðasta mánuði. Það er 2,5% af mannafla, sem er nokkru minna en í apríl. Þá var atvinnuleysi 2,7%. NORÐURLAND EYSTRA Fjöldi atvinnulausra á Norðurlandi eystra í maí var 449 og er það 3,4% af mannafla. 208 karlar voru án atvinnu og 241 kona. AUSTURLAND Atvinnulausum á Aust- urlandi fækkaði um 49 milli mánaðanna apríl og maí og nú eru 449 á atvinnuleysiskrá. 3,9% kvenna er án at- vinnu en aðeins 1,9% karla. SUÐURLAND Atvinnulausum af báð- um kynjum fækkaði milli mánaðanna apríl og maí á Suðurlandi, en í maí voru 2,5% mann- afla án atvinnu. Atvinnulausum konum fækkaði meira en atvinnulausum körl- um. SUÐURNES Mesta atvinnuleysið á landinu er á Suður- nesjum. Þar er 4,6% mannafla á atvinnuleys- isskrá, mun fleiri konur en karlar. At- vinnulausar konur á Suðurnesjum eru nú 210 og atvinnuleysi mælist 6%. ■ Atvinnuleysi kvenna eykst Atvinnulausir í maí voru 3,6% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði. Atvinnuleysi er meira meðal kvenna en karla og jókst fjöldi atvinnulausra kvenna milli mánaða bæði á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum. Ungt fólk er þriðjungur af heildarfjölda atvinnulausra. ATVINNULEYSI EFTIR LANDSHLUTUM Atvinnuleysi mælist mest á Suðurnesjum en minnst á Vestfjörðum. Konur - atvinnuleysi í % Alls: 4,0% Höfuðborgarsvæðið Karlar - atvinnuleysi í % 4,4 3,7 3,3 2,1 1,1 2,6 2,3 4,3 2,7 3,9 1,9 3,2 1,9 6,0 3,7 2,9 Alls: 2,6% Vesturland Alls: 1,8% Vestfirðir Alls: 2,5% Norðurland vestra Alls: 3,4% Norðurland eystra Alls: 3,9% Austurland Alls: 2,5% Suðurland Alls: 4,6% Suðurnes ATVINNULEYSI Í MAÍ 1994-2003 Atvinnuleysi hefur verið að aukast síðustu árin, en er þó minna en árin1994-1997. Konur - atvinnuleysi í % Karlar - atvinnuleysi í % 1994 6,2 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 6,4 6,1 6,0 4,0 2,7 2,1 2,2 3,0 4,2 3,8 4,4 3,5 2,9 1,9 1,3 1,0 1,1 2,1 3,2 FRAMKVÆMDIR VIÐ KÁRAHNJÚKA Verk- og Tæknifræðingafélög Íslands skora á stjórnvöld að verk- og tæknifræðingar frá löndum utan EES fái ekki atvinnuleyfi hér á landi nema þeir hafi sambærilega menntun og innlendir verk- og tæknifræðingar hér á landi. Verkfræðinga- og Tæknifræðingafélög Íslands: Sömu lög og reglur gildi fyrir alla HJÁLMAR ÁRNASON Formaður félagsmálanefndar segir megin- atriði þess að koma í veg fyrir atvinnuleysi að halda vel utan um ríkisfjármálin og leggja áherslu á nýsköpun. ATVINNU- MÁL

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.