Fréttablaðið - 03.07.2003, Page 13

Fréttablaðið - 03.07.2003, Page 13
15FIMMTUDAGUR 3. júlí 2003 Eflum Háskóla Íslands í verki. Happdrætti Háskóla Íslands Vinningar streyma út Nú þegar eru þrír á 100 þúsund króna launum á mánuði í 10 ár eftir að hafa skafið af Launamiðanum. Launin eru skattfrjáls. Miðarnir voru seldir í: Snæland Videó, Núpalind, Kópavogi Ríkinu á Snorrabraut, Reykjavík Steininum, Neskaupstað. Þar að auki hafa fjölmargir fengið smærri vinninga á Launamiðanum, þar af þrír einnar milljónar króna vinning. Þeir miðar voru seldir í: Lukkusmáranum, Kópavogi Hagkaupum Skeifunni, Reykjavík Bláhorninu, Kópavogi. Alls fengu skafarar Happaþrennunnar 59 milljónir króna á árinu 2002! F í t o n / S Í A F I 0 0 6 9 0 5 Ástandið nú er að sumu leytióvenjulegt,“ segir Ingunn S. Þorsteinsdóttir, hagfræðingur hjá ASÍ. „Við sjáum að atvinnuleysi hjá konum eykst mjög mikið, sérstak- lega á höfuðborgarsvæðinu.“ Ing- unn segir ýmsar ástæður geta leg- ið þar að baki. „Aðgerðir stjórn- valda gegn atvinnuleysi virðast til að byrja með fyrst og fremst bein- ast að karlmönnum, en hafa minna skilað sér til kvenna,“ segir hún. Ingunn er þó bjartsýn á að dragi úr atvinnuleysi þegar líða tekur að hausti. „Við höfum tekið eftir að einkaneyslan hefur aukist, sem er óbein afleiðing af jákvæðara hug- arfari vegna aðgerða ríkisstjórnar- innar,“ segir hún. „Það mun skila sér í aukinni eftirspurn eftir þjón- ustu og þá batnar ástandið í versl- unar- og þjónustugeiranum, þar sem konur eru í meirihluta.“ Ing- unn nefnir einnig að áhrif Kára- hnjúkavirkjunar á hagkerfið komi senn í ljós. Ingunn lýsir þó yfir áhyggjum af atvinnuástandinu nú og sérstak- lega þeirri staðreynd að atvinnu- leysi meðal ungs fólks hefur verið að aukast. „Okkur hjá Alþýðusam- bandinu finnst þetta allt of mikið atvinnuleysi,“ segir hún og nefnir að ASÍ hafi í undirbúningi vinnu varðandi stefnumótun félagsins í atvinnu- og byggðamálum. „Þar leggjum við áherslu á að skapa störf og vera með uppbyggjandi stefnu varðandi atvinnulífið,“ segir hún. „Það gerum við til dæmis með nýsköpun og öðru í þeim dúr.“ ■ INGUNN S. ÞORSTEINSDÓTTIR Hagfræðingur hjá ASÍ segir aðgerðir stjórnvalda fyrst og fremst beinast að karlmönnum til að byrja með og hafi minna skilað sér til kvenna. Atvinnuleysi of mikið að mati ASÍ: Óvenjulegt ástand í atvinnumálum VÍRASPLÆSINGAR Þessir menn höfðu í nógu að snúast við vírasplæsingar á Reykjavíkurhöfn. fr ét ta b la ð ið /v ilh el m

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.