Fréttablaðið - 03.07.2003, Side 18

Fréttablaðið - 03.07.2003, Side 18
FÓTBOLTI David Beckham er kominn til Madrid og sannkallað Beckham æði hefur gripið um sig í borginni. Fleiri hundruð blaðamanna sitja um hvert hans fótmál þrátt fyrir að stjórn Real Madrid hafi gefið út þá yfirlýsingu að Beckham muni ekki ræða við blaðamenn í þessari ferð. Spænsku íþróttablöðin fara ekki varhluta af æðinu sem hefur gripið um sig. Átta síður á dag hafa verið tileinkaðar Beckham undanfarna viku í Marca, þar sem hverju and- artaki í lífi hans eru gerð góð skil. Yfir 400 erlendir blaðamenn hafa fylgt Beckham eftir síðan hann lenti í borginni en þessi fjöldi er tvöfalt meiri en þegar Ronaldo, sem þá var nýkrýndur heimsmeist- ari með Brasilíu, skrifaði undir sinn samning á síðasta ári. Frétta- mannaskáli liðsins réð ekki við fjöldann og því var atburðurinn færður annað. Treyju númer 23 fékk Beck- ham úr höndum hins aldna Al- fredo Di Stéfano sem er ein mesta knattspyrnuhetja Spánverja fyrr og síðar. Þungvopnaðir lífverðir fylgja Beckham við hvert fótmál og miklar öryggisráðstafanir hafa verið gerðar hvar sem hann stígur niður fæti. Real Madrid ætlar greinilega að passa vel upp á þessa rúmlega tveggja milljarða króna fjárfestingu sína. „Að spila með þessu liði hefur verið draumur lengi,“ sagði Beck- ham á heimasíðu félagsins.■ 20 3. júlí 2003 FIMMTUDAGUR ■ Fótbolti Fótbolti hvað?hvar?hvenær? 30 1 2 3 4 5 6 MARS Föstudagur Sannkallað Beckham æði gripið um sig í Madrid: Orðinn leikmaður númer 23 KÖRFUBOLTI Jóni Arnóri Stefánssyni var mikill heiður sýndur þegar bandaríska körfuknattleiksliðið Dallas Mavericks bauð honum til sumarbúða með félaginu í sumar því venjan er sú að tilvonandi leik- menn verða að taka þátt í úrtöku- móti áður en til slíks kemur. Jón mun spila fimm leiki með lið- inu ef allt gengur eftir en hann hef- ur átt við smávægileg meiðsli að stríða að undanförnu. Hann mun þó að líkindum spila með sameiginlegu liði frá Skandinavíu á sterku æf- ingamóti í Texas um helgina. „Þetta er stórt skref fyrir ís- lenskan leikmann að komast þetta langt,“ sagði Pétur Guðmundsson sem lék áður fyrr í NBA. „En þetta er einungis fyrsta hindrunin. Ef vel gengur þarna þá verður honum boð- ið í næstu búðir í haust og svo enn aðrar áður en tímabilið hefst. Þetta er löng og erfið leið en það er fyrir öllu að hann er í sviðsljósinu á með- an. Önnur félög gætu komið auga á hann og ákveðið að hann væri mað- urinn sem þau vantar. Þannig að jafnvel þó að Dallas sé að bjóða hon- um til Boston á mótið er alls ekkert víst að hann endi hjá því félagi ef allt gengur vel.“ Jón Arnór hefur sjálfur sagt að mörg evrópsk félög hafi verið í sambandi við hann að undanförnu og hann kvíði því ekki ef þetta leiði ekki til neins. Pétur leggur samt áherslu á að Jón fari varlega eftir meiðslin sem hrjáð hafa hann um skeið. „Hann á að vera orðinn góður eftir upp- skurðinn fyrir fimm vikum en hing- að til hefur hann ekkert spilað og það er ákveðið áhyggjuefni ef hann fer svo á fullt núna.“ Lið Dallas Mavericks hefur nú um skeið náð sérstöðu á meðal liða í hinni sterku NBA deild vegna vilja þeirra og áhuga á að þróa efnilega leikmenn og liðið hefur uppskorið ríkulega vegna þessa. Skærustu stjörnur liðsins eru Steve Nash, Shawn Bradley, Michael Finley og þjóðverjinn Dirk Nowitzki. albert@frettabladid.is FÓTBOLTI „Í liðinu eru fimm Argentínumenn, einn frá Malí og þrír Kamerúnar með armensk vegabréf. Kamerúnarnir kepptu með Armeníu hér á landi í fyrra í undankeppni Evrópumóts U17 landsliða. Þjálfarinn er Rúmeni. Ég er með bók fyrir framan mig, með 16 blaðsíðum af minnisp- unktum,“ sagði Sigurður Helga- son, framkvæmdastjóri KR- Sport hf., sem fór til Armeníu um helgina til að afla upplýsinga um Pyunik, mótherja KR í und- ankeppni Meistaradeildar Evr- ópu. „Pyunik spilaði með þriggja manna vörn, fjögurra manna línu þar fyrir framan - tvo væng- bakverði og tvo sitjandi miðju- menn. Síðan voru tveir sóknar- menn fyrir aftan senterinn. Hægri kantmaðurinn var mjög góður, eldfljótur leikmaður. Á miðjunni var einn 16 ára en það kom einn argentínskur leikmað- ur inn fyrir hann og fór allt spil í gegnum Argentínumanninn. Jafnframt léku þeir með tvo framherja eftir það. Undir lok leiksins voru fimm argentínskir leikmenn inná. Leikurinn fór fram á Repu- blican Stadium, 16 þúsund manna velli, sem er líka heima- völlur landsliðsins. Þeirra völl- ur er ekki ósvipaður okkar velli og tekur um þúsund manns í sæti.“ ■  16.45 RÚV Bikarkvöld (e).  18.30 Sýn Western World Soccer Show. Heimsfótbolti West World.  20.00 KR-völlur KR og FH leika í Landsbankadeild kvenna.  20.00 Sýn US PGA Tour 2003.  21.00 Sýn European PGA Tour 2003 (Open De France).  22.00 Sýn Kraftasport. Sterkasti maður Íslands. DAVID BECKHAM Stóðst læknisskoðun og verður leikmaður númer 23 hjá stórliðinu. PÉTUR GUÐMUNDSSON Þekkir betur en flestir hversu erfitt er að komast í bandarísku atvinnumannadeild- ina. Stórt skref fyrir íslenskan leikmann Jón Arnór Stefánsson hefur þáð boð Dallas Mavericks úr bandarísku NBA deildinni um að taka þátt í móti með þeim í júlí. Þetta er frábært tækifæri fyrir efnilegan leikmann frá Íslandi en þetta mót er einungis fyrsta hindrunin á langri leið inn í sjálfa NBA deildina. UNDANKEPPNI MEISTARADEILDAR KR-ingar leika gegn armenska félaginu Pyunik í undankeppni Meistaradeildar Evr- ópu eftir tvær vikur. Pyunik Jerevan: Fimm Argentínumenn og fjórir frá Afríku BECKHAM OG DI STEFANO David Beckham, nýjasta stjarna Real Ma- drid, og Alfredo di Stefano, ein skærasta stjarna félagsins á sjötta og sjöunda ára- tugnum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Valencia hefur gert tilboð íRoy Makaay sóknarmann Deportivo sem hljóðar upp á rúmlega 1.3 milljarð króna og hinn sókndjarfa Kily Gonzales. Forráðamenn Valencia hafaeinnig tilkynnt nýjum forseta Barcelona að Pablo Aimar og Ro- berto Ayala séu ekki falir fyrir minna en 2.6 milljarða íslenskra króna en Barcelona telur það verð of hátt og vill afslátt. Middlesbrough hefur lagtfram tilboð í David Dunn hjá Blackburn rétt í þann mund sem Birmingham var að ganga frá kaupum í kappann. Dunn vill fara frá Blackburn vegna missættis við Greame Souness knattspyrnustjóra liðsins. Knattspyrnulið Chelsea semEiður Guðjohnsen leikur með hefur skipt um eigendur í stærstu yfirtöku sem sögur fara af í breska knattspyrnu- heiminum. Nýr eigandi er rúss- neskur kaupsýslumaður.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.