Fréttablaðið - 03.07.2003, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 03.07.2003, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 3. júlí 2003 31 SÍMI 553 2075 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 BRINGING DOWN THE H... 8, 10.10KANGAROO JACK kl. 6 Sýnd kl. 6, 8 og 10 Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10 b.i. 12 Sýnd kl. 6, 8 og 10 b.i. 14 kl. 8 og 10 ANGER MANAGEMENTkl. 4 og 6AGENT CODY BANKS THEY kl. 6, 8 og 10 síðasta sýn. b.i. 16 IDENTITY kl. 6, 8 og 10 b.i. 16 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 Madonna hefur sigrað í lagabar-áttu sinni við bæjaryfirvöld Wiltshire í Bretlandi. Poppdrottn- ingin keypti glæsivillu í sveit ná- lægt sjónum en yfirvöld ætluðu sér að leggja göngustíg í gegnum land hennar þvert. Madonna óttað- ist að ef svo yrði gert myndi almenningur ganga beint upp að húsi hennar. Madonna er þekkt fyrir að fá sínu framgengt og þar virðist engu skipta hvort hún deili við yfirvöld plötufyrir- tækja eða bæjarfé- laga. Pete Townshend og Roger Daltryeru ákveðnir í því að taka upp nýja plötu undir merkjum The Who. Bassaleikarinn John Entwistle lést í fyrra og segja fé- lagarnir að þeir hafi þá þegar ver- ið byrjaðir að vinna plötuna. Barnaklámskærurnar á hendur Townshend, sem nýlega voru felld- ar niður, voru þó steinn í vegi framleiðslunnar. Nú langar Daltry í hljóðverið og Townshend vill þakka honum fyrir stuðninginn með því að mæta á staðinn með honum. Þetta yrði fyrsta breið- skífa The Who í rúm tuttugu ár en sveitin gaf síðast út plötuna It’s Hard árið 1982. COLDPLAY Halda endurhljóðblöndun laga sinna neð- anjarðar. Coldplay endurhljóð- blandaðir: Röyksopp tekur tímann TÓNLIST Norski rafdúettinn Röyksopp hefur tekið að sér að gera nýja útgáfu af Coldplay laginu „Clocks“. Aðdáendur beggja sveita verða að leggja á sig að eltast við útgáfuna því hún verður aðeins gefin út á 12 tommu vínylplötu í 2.350 eintökum. 850 þeirra verða seld í Bretlandi. Útgáfudagur er 21. júlí næstkomandi. Á b-hlið plötunnar verður að finna útgáfu Mr. Thing á Coldplay laginu „God Put A Smile Upon Your Face“. Aðeins 100 eintök verða svo fáanleg í gegnum heimasíðu Cold- play, www.coldplay.com. Búast má við því að plöturnar verði ansi verðmætar strax á út- gáfudegi. Hinir, sem er kannski al- veg sama, verða að láta sér nægja að nálgast útgáfuna í gegnum skiptiforrit á netinu þar sem lagið á án efa eftir að verða fáanlegt. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.